Svona getur þú búið eignina þína og gesti undir skógarelda
Við tökum öryggi gestgjafa og gesta alvarlega. Bandalag okkar um traust og öryggisráðgjöf stofnaði til samstarfs með Alþjóðasambandi slökkviliðsstjóra (IAFC) til að deila þessum öryggisábendingum úr framtaksverkefninu Ready, Set, Go!
Þó að verkefnið sé upprunnið í Bandaríkjunum geta ábendingarnar átt við um fjölda svæða sem verða fyrir skógareldum um allan heim. Hér eru nokkrar af tillögum IAFC til að draga úr áhættu og fræða gesti um öryggi í tengslum við skógarelda.
Dregið úr hættu á skógareldum
Þú getur stuðlað að öryggi þíns, gesta þinna og eignar með því að gera ráðstafanir í forvarnaskyni. IAFC mælir með því að gera eftirfarandi ráðstafanir:
- Fjarlægðu ofvaxinn gróður innan níu metra (30 feta) fjarlægð frá húsi þínu, bílskúr og öðrum byggingum á lóðinni til að skapa varnargarð.
- Notaðu harða fleti í kringum heimilið, eins og steypu, grjót eða gólfhellur í eins og hálfs metra (fimm feta) fjarlægð frá húsgrunninum.
- Veldu eldþolinn gróður sem er lágvaxinn og jurtkenndur þegar kemur að gróðursetningu í kringum heimilið.
- Klipptu greinar sem vaxa nálægt jörðu þannig að fjarlægð milli grass, runna og hærri trjáa sé að minnsta kosti tveir metrar (sex fet).
Skráðu þig í tilkynningaþjónustu almannavarna á svæðinu þar sem eignin er til að fylgjast með nýjustu upplýsingum. Fjöldi staðbundinna samtaka og opinberra stofnana bjóða upp á slíka þjónustu. Þú getur nálgast frekari upplýsingar á vefsíðum viðkomandi stofnana.
Fræðsla til gesta varðandi öryggi í tengslum við skógarelda
Gestir sem ferðast frá svæðum þar sem skógareldar eru ekki tíðir eru mögulega ekki meðvitaðir um hættuna. Þú getur hjálpað þeim að undirbúa sig með þessum ábendingum frá IAFC:
- Bættu grunnupplýsingum um skógareldatímabilið á svæðinu ásamt gildandi reglum um banni við brennum við húsreglurnar hjá þér.
- Vertu með lista yfir neyðarnúmer á svæðinu á áberandi stað í eigninni eins og á ísskápnum eða sófaborðinu.
- Láttu gesti hafa kort af svæðinu þar sem heimilisfang eignar þinnar kemur greinilega fram ásamt nálægum götuheitum, ýmsum rýmingarleiðum og öruggum stöðum þar sem gestir geta haldið fyrir. Tilgreindu nafn hverfisins.
- Hvettu gesti til að skrá sig í tilkynningaþjónustu almannavarna á staðnum og fylgjast með eldsvoðum á svæðinu, jafnvel þótt þeir séu ekki nálægt eigninni sjálfri.
- Láttu gesti vita að þeir þurfi ekki að bíða eftir rýmingarfyrirmælum til þess að fara í burtu. Mögulega eru þeir ekki kunnugir svæðinu og gætu því þurft á lengri tíma að halda til að rata.
Þú getur haft samband við slökkvistöðina á staðnum fyrir frekari upplýsingar um hvernig má búa sig undir skógarelda. Sértu til staðar í Bandaríkjunum getur þú einnig kynnt þér framtaksverkefnið Ready, Set, Go! til að öðlast betri skilning á skógareldum og gera aðgerðaáætlun.
Meðhöndlun afbókana
Afbókunarreglan sem þú velur fyrir skráninguna þína ákvarðar almennt endurgreiðslu til gesta vegna afbókana nema þú og gesturinn komið ykkur saman um annað. Ef ekki er hægt að standa við bókun vegna atburða sem valda stórtækum röskunum þar sem bókunin fer fram gæti það fallið undir reglur Airbnb um óviðráðanlegar aðstæður.
Þú getur fellt niður bókun án gjalda eða viðurlaga þegar reglur um óviðráðanlegar aðstæður eiga við og dagatal skráningarinnar helst lokað yfir viðeigandi dagsetningar. Gestir með bókanir sem hafa orðið fyrir áhrifum geta einnig afbókað og fengið fulla endurgreiðslu. Þú færð ekki útborgað ef þú eða gestur þinn fellið niður bókun samkvæmt reglunni.