Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig leit virkar á Airbnb

  Kynntu þér hvaða þættir hafa áhrif á leit og hvernig þú getur bætt stöðuna þína.
  Höf: Airbnb, 5. mar. 2020
  3 mín. lestur

  Aðalatriði

  • Airbnb notar meira en 100 merki til að ákveða hvernig raða eigi eignum í leitarniðurstöðum

  • Til að bæta stöðuna þína: bjóddu hraðbókun, samkeppnishæft verð og samþykktu fleiri bókanir

  • Til að finna skráninguna þína: láttu leitarskilyrði stemma saman við bókunarstillingar skráningar þinnar, kröfur og lausar dagsetningar

  Þú hefur búið til og birt frábæra skráningu og nú vilja vinir þínir og fjölskylda skoða hana. Hvernig finna þau hana? Hvernig ákveður leitarvél Airbnb hvaða skráningar eru birtar ferðamönnum sem leita þar sem þú ert þegar horft er til allra skráninganna sem eru í boði? Kynntu þér hvaða þættir hafa áhrif á stöðu skráningar þinnar í leitarniðurstöðum og skildu hvernig þú getur tryggt að þú getir fundið eigin skráningu í leit.

  Undirstöðuatriði leitar á Airbnb

  Reiknirit Airbnb skoðar meira en 100 merki til að ákveða hvernig raða eigi skráningum í leitarniðurstöðum. Því er ætlað að tengja gesti við þær skráningar sem þeir hafa áhuga á, byggt á milljónum leitardæma sem hafa áður leitt til bókana. Það er einnig sérsniðið fyrir hvern gest miðað við staðsetningu, fyrri ferðir og vistaðar eignir. Ekki eru öll merki metin jafnt og þú þarft ekki að hafa fullkomna skráningu eða óviðjafnanlega staðsetningu til að skráningin þín birtist ofarlega.

  3 mikilvægustu þættir sem hafa áhrif á röðun

  1. Hversu athyglisverð gestum finnst skráningin þín vera
  Reiknirit Airbnb tekur tillit til hve oft gestir smella á skráninguna þína, hve oft gestir reyna að hafa samband við þig á skráningarsíðunni og hve margar bókunarbeiðnir þú samþykkir. Ef margir gestir setja eignina þína á óskalistann sinn mun hún einnig birtast ofar og líklegt er að þeir gestir sjái eignina þína aftur við leit síðar.

  2. Verð
  Airbnb tekur tillit til þess hve samkeppnishæft verð skráningarinnar þinnar er samanborið við aðrar svipaðar eignir á sama markaði. Leitarvélin tekur tillit til heildarverðs hjá þér fyrir utan skatta, þar á meðal afsláttar eða viðbótargjalda. Samkeppnishæft verð getur bætt stöðu í leitarniðurstöðum þar sem skráningar á besta verðinu birtast oftast ofar á listanum.

  Frekari upplýsingar um hvernig þú breytir verði hjá þér

  3. Hraðbókun
  Gögn Airbnb sýna að ferðamenn kjósa að nota hraðbókun vegna þess að þeir geta bókað hratt og komist hjá því að verða mögulega hafnað. Hraðbókun hefur tilhneigingu til að láta skráninguna þína birtast ofar í leitarniðurstöðum vegna mikils árangurs við bókanir fyrir gestgjafa og gesti. En hraðbókun er aðeins einn af fleiri hundruð þáttum sem hafa áhrif á leitarröðun. Þú getur birst ofarlega í leitarniðurstöðum án þess að bjóða hraðbókun.

  Kynntu þér hvernig hraðbókun er boðin

  Ábending: Að svara beiðnum innan 24 klst. bætir leitarröðun þína.

  Aðrar aðferðir til að bæta stöðuna

  • Komdu vel fyrir við fyrstu kynni: Gakktu úr skugga um að fyrsta myndin sé björt og lárétt í hágæðum. Því fleiri smelli sem þú færð frá forvitnum ferðamönnum, því hærra birtist þú í leitarniðurstöðum með tímanum. Heillandi og raunveruleg ljósmynd er góð leið til að sýna eignina þína.
  • Svaraðu hratt: Þú birtist ofar í leitarniðurstöðum ef þú svarar beiðnum innan 24. klst.
  • Samþykktu bókanir: Ef þú ert alltaf að hafna bókunarbeiðnum getur það haft slæm áhrif á stöðu í leit vegna slæmra áhrifa á gesti sem reyna að bóka. Stundum er samt nauðsynlegt að hafna bókun.
  • Vertu ofurgestgjafi: Þó að Airbnb bæti ekki beint stöðu ofurgestgjafa í leitarniðurstöðum þá verða sömu atriði og þarf til að verða ofurgestgjafi, eins og jákvæðar einkunnir, hátt svarhlutfall og reglulegar bókanir, almennt til þess að skráningin birtist ofar. Gestir geta einnig valið um að sía leitarniðurstöður til að sýna aðeins skráningar ofurgestgjafa.

  Að finna skráninguna þína í leitarniðurstöðum

  Sérfræðingar Airbnb í aðstoð við samfélagið fá margar spurningar frá nýjum gestgjöfum sem segjast ekki geta fundið skráningarnar sínar í leitarniðurstöðum. Hérna eru tvær ástæður fyrir því:

  1. Það er seinkun á birtingu. Vanalega er seinkun frá því að þú birtir skráningu og þar til hún birtist í leitarniðurstöðum. Ef þú finnur eignina þína ekki innan sólarhrings getur þú haft samband við samfélagsaðstoðina til að finna ástæðuna.

  2. Leitin þín er of almenn. Víðtæk leit fyrir heila borg án dagsetninga getur skilað þúsundum niðurstaðna og skráningin þín birtist mögulega ekki ofarlega á listanum. Svona nota raunverulegir gestir þó vanalega ekki vefsíðuna. Hugsaðu því eins og ferðamaður þegar þú leitar að skráningunni þinni: notaðu tilteknar dagsetningar, þysjaðu inn á kortinu eða finndu sérstök þægindi með síum.

  Ábendingar um að finna eigin skráningu í leit

  • Gakktu úr skugga um að leitarskilyrði séu í samræmi við stillingar og kröfur sem þú hefur sett fyrir skráninguna
  • Athugaðu hvort dagsetningarnar uppfylli kröfur um lágmarksdvöl og að þú sért að leita að dagsetningum sem eru lausar í dagatalinu
  • Passaðu að leitin sé ekki fyrir fleiri gesti en hámarksfjöldinn sem þú hefur tilgreint í stillingunum
  • Ef þú ert með hraðbókun virkjaða og gerir kröfu um að gestir hafi áður fengið jákvæðar umsagnir þarftu að hafa skráð þig inn og vera með jákvæðar umsagnir sem gestur á Airbnb til að finna skráninguna þína í leit

  Aðalatriði

  • Airbnb notar meira en 100 merki til að ákveða hvernig raða eigi eignum í leitarniðurstöðum

  • Til að bæta stöðuna þína: bjóddu hraðbókun, samkeppnishæft verð og samþykktu fleiri bókanir

  • Til að finna skráninguna þína: láttu leitarskilyrði stemma saman við bókunarstillingar skráningar þinnar, kröfur og lausar dagsetningar

  Airbnb
  5. mar. 2020
  Kom þetta að gagni?