Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Birting heildarverðs og einfaldari útritun

  Gestir koma fljótlega til með að geta séð heildarverð og útritunarleiðbeiningar áður en gengið er frá bókun.
  Höf: Airbnb, 7. nóv. 2022
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 7. nóv. 2022

  Þú hefur líklega tekið eftir fyrirsögnum og tístum um vaxandi óánægju gesta með verð, ræstingagjöld og útritunarleiðbeiningar. Með aukinni verðbólgu og yfirvofandi lægð í efnahagsmálum leita ferðamenn nú að eignum sem bjóða meira virði fyrir peninginn. Við höfum einnig heyrt frá gestum, sem margir hverjir eru að ferðast í fyrsta skipti í fleiri ár, að það valdi þeim óþarfa áhyggjum að ljúka ferðum sínum með lista yfir heimilisverk sem þarf að sinna.

  Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna að í sameiningu. Í dag kynnum við breytingar á því hvernig verð birtist áður en gengið er frá bókun og nýja leið okkar til að leggja áherslu á eignir í leitarniðurstöðum sem bjóða betra virði, ásamt uppfærslum sem einfalda notkun verðtóla og bæta útritunarupplifun gesta.

  Birting heildarverðs

  Þegar gestir leita að gistiaðstöðu á Airbnb sem stendur, getur endanlegt verð sem birtist á greiðslusíðunni verið hærra en þeir bjuggust við vegna þess að gjöld eru ekki innifalin í gistináttaverðinu sem er sýnt. Þetta getur leitt til óánægju og vantrausts.

  Frá og með næsta mánuði munu gestir geta skoðað heildarverðið áður en gengið er frá bókun, þar með talin öll gjöld fyrir skatta. Þegar gestir virkja þennan valkost sjá þeir heildarverð eignar í leitarniðurstöðum, á kortinu, í verðsíunni og á skráningarsíðunni. Áður en bókun er staðfest geta gestir skoðað sundurliðun á heildarverðinu sem sýnir þjónustugjald Airbnb, afslætti og skatta.

  Sjálfgefinn stilling gerir ráð fyrir að slökkt sé á birtingu heildarverðs. Gestir sem virkja ekki birtingu heildarverðs halda áfram að sjá verð birt á sama hátt og þau birtast nú þegar. Þessi valkostur verður ekki í boði í löndum og svæðum þar sem núgildandi lög og reglugerðir gera kröfu um að heildarverð ásamt sköttum sé birt áður en gengið er frá bókun.

  Leitarröðun

  Reiknirit leitarvélar Airbnb er hannað til að gera gestum kleift að finna gistiaðstöðu sem hentar þörfum þeirra á fljótlegan hátt. Reikniritið forgangsraðar með tilliti til heildarverðs í stað gistináttaverðs og því hversu vel eign þín stenst samanburð við sambærilegar eignir á svæðinu. Heimili sem bjóða mesta virðið fyrir peningana birtast oftar hærra í leitarniðurstöðum á tilteknum svæðum.

  Við höfum tekið eftir vaxandi verðvæntingum frá gestum og leit að viðráðanlegu verði verður sífellt algengari. Samkeppnishæft heildarverð og góð gæði geta bætt stöðu skráningar þinnar í leitarniðurstöðum.

  Verðtól

  Þið hafið sagt okkur að tvær helstu áskoranir ykkar felist í því að átta ykkur á verðinu sem gestir koma til með að greiða og ákvarða samkeppnishæft verð fyrir heimilið. Frá og með ársbyrjun 2023 komum við til með að bjóða ný tól sem gera verðlagningu enn skilvirkari. Þangað til geta þessi verðtól komið að gagni:

  • Forskoðun verðs gerir þér kleift að skoða endanlegt verð sem gestir koma til með að greiða, að meðtöldum gjöldum, afslætti, kynningartilboðum og sköttum. Opnaðu verðstillingar til að nýta þér þetta tól og veldu „forskoða verð sem gestir greiða“. Þegar þú slærð inn upplýsingar um gistinguna, eins og fjölda gesta og gistinátta, birtist þér sundurliðun á verðinu sem gestir koma til með að greiða og upphæð útborgunar til þín.
  • Viku- og mánaðafslættir stuðla oft að lengri gistingu, minna umstangi á milli bókana og minni vinnu fyrir þig. Prófaðu að hvetja gesti til að bóka með því að bjóða afslátt af lengri gistingu.
  • Snjallverð geta hjálpað til við að draga úr ágiskun þegar samkeppnishæft verð er ákvarðað. Tól Airbnb fyrir snjallverð tekur mið af yfir 70 þáttum til að ákvarða besta verðið fyrir hverja lausa nótt í dagatalinu hjá þér.

  Útritunarleiðbeiningar

  Við vitum að mikil vinna fer í undirbúning eignarinnar fyrir gesti, sérstaklega þegar stutt er á milli bókana. Það er raunhæft að biðja gesti um að sinna einföldum hlutum við útritun, eins og að slökkva á ljósum, henda mat í ruslið, loka gluggum og læsa hurðum.

  Við höfum einnig heyrt frá gestum að þeir vilji ekki sinna óraunhæfum heimilisverkum eins og að taka af rúmunum, þvo þvott og ryksuga.

  Á komandi mánuðum munum við vinna með þér að því að gera útritunarferli gesta skýrara. Gestir munu geta kynnt sér útritunarleiðbeiningar þínar áður en þeir ganga frá bókun, líkt og með húsreglurnar, ásamt því að koma með athugasemdir varðandi upplifun þeirra af útrituninni.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Airbnb
  7. nóv. 2022
  Kom þetta að gagni?