Hvernig flóttafjölskylda frá Írak hóf nýtt líf í Denver

Gestgjafi tók á móti fjölskyldu sem hún hafði aldrei hitt áður svo að hún gæti hafið nýtt líf.
Airbnb skrifaði þann 13. jún. 2018
1 mín. lestur
Síðast uppfært 24. ágú. 2023

Aðalatriði

  • Haft var samband við Susan í gegnum þjónustu Airbnb um opin heimili til að hýsa Mousa, flóttamann frá Írak

  • Susan og eiginmaður hennar tóku á móti Mousa, eiginkonu hans og tveimur sonum þeirra á heimili sínu í Denver

  • Upplifunin breytti ókunnugum í fjölskyldu

Opin heimili eru nú Airbnb.org
Þjónusta opinna heimila hefur þróast og er orðið að Airbnb.org, glænýrri góðgerðastofnun (501(c)(3)-stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni). Þakka þér fyrir þinn þátt í stofnun samfélags opinna heimila með okkur. Það gleður okkur að þú sért hluti af þessum nýja kafla.

Þegar International Rescue Committee hafði samband við Susan, gestgjafa í opnum heimilum í Denver, og spurði hvort hún gæti hýst Mousa, flóttamann frá Írak, sagði hún samstundis já. Reynslan af því olli straumhvörfum í lífi þeirra beggja.

Mousa hafði starfað sem túlkur fyrir Bandaríkin þegar honum var hótað lífláti svo að hann og fjölskylda hans yfirgáfu heimili sitt í Írak og héltu á óþekktar slóðir. Það tók þau tíma að aðlagast en úr ótta hans dró þegar fjölskylda hans tengdist Susan og samfélagi hennar í Denver.

„Um leið og þú ræðir við þann sem þú taldir einu sinni vera ókunnugan áttar þú þig á því að fólk er bara fólk,“ segir gestgjafinn Susan. „Það er meira líkt með okkur en ólíkt.“

Vertu hluti af vaxandi samfélagi sem beislar mátt deilihagkerfisins þegar þörf er á.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Haft var samband við Susan í gegnum þjónustu Airbnb um opin heimili til að hýsa Mousa, flóttamann frá Írak

  • Susan og eiginmaður hennar tóku á móti Mousa, eiginkonu hans og tveimur sonum þeirra á heimili sínu í Denver

  • Upplifunin breytti ókunnugum í fjölskyldu

Airbnb
13. jún. 2018
Kom þetta að gagni?