Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

„Eignir í uppáhaldi hjá gestum“ útskýrt

Kynntu þér hvernig skráningar geta skarað fram úr miðað við einkunnir, umsagnir og áreiðanleika.
Airbnb skrifaði þann 12. nóv. 2025

Heimilisskráningar á Airbnb telja fleiri en 8 milljónir á heimsvísu. Hver skráning er einstök, en það er einmitt það sem greinir Airbnb frá öðrum. 

Ein besta leiðin til að finna frábæra gistiaðstöðu er að vita hvaða heimili eru í uppáhaldi hjá öðrum gestum. Þess vegna settum við saman safnið „í uppáhaldi hjá gestum“.

Hvað er „í uppáhaldi hjá gestum“?

Heimili í uppáhaldi hjá gestum samanstanda af vinsælustu skráningunum á Airbnb. Þau eru flokkuð miðað við einkunnir, umsagnir og gögn um áreiðanleika frá meira en frá meira en hálfum milljarði ferða. Eignir í uppáhaldi hjá gestum eru uppfærðar daglega þannig að ef eignin þín kemur ekki fram núna gæti hún gert það fljótlega.

Tekið er tillit til ýmsa þátta sem þurfa að vera til staðar þegar kemur að heimilum í uppáhaldi hjá gestum, þar á meðal:

  • Fimm eða fleiri umsagnir frá gestum á síðustu fjórum árum og þar af að minnsta kosti ein á síðustu tveimur árum
  • Heildareinkunn í stjörnum, athugasemdir í umsögnum gesta og samskipti milli gesta og gestgjafa á verkvanginum
  • Háar einkunnir fyrir hreinlæti, nákvæmni, samskipti, staðsetningu og virði
  • Framúrskarandi áreiðanleiki sem þýðir að meðaltali minna en 1% afbókunarhlutfall og hlutfall tilkynntra gæðavandamála til þjónustuvers hjá gestgjafanum

Ef þú ert með fleiri en eina skráningu verður hver skráning metin fyrir sig hvað varðar gjaldgengi til að fá merkið „í uppáhaldi hjá gestum“.

Svona finnur þú eignir í uppáhaldi hjá gestum

Skráningar í uppáhaldi hjá gestum standa til boða um allan heim og það er einfalt að finna þær á Airbnb. 

Heimili í uppáhaldi hjá gestum eru sérstaklega merkt í leitarniðurstöðum og á viðeigandi skráningarsíðum. Ferðalangar geta síað eftir heimilum í uppáhaldi hjá gestum.

Eignir í uppáhaldi hjá gestum og ofurgestgjafar

Ofurgestgjafar eru gestgjafar sem standa sig best og njóta viðurkenningar fyrir framúrskarandi gestrisni. Frammistaða ofurgestgjafa er metin ársfjórðungslega miðað við þessar kröfur. Gestgjafar sem uppfylla kröfurnar fá merki ofurgestgjafa sem birtist á skráningarsíðu þeirra og notandalýsingu.

Ef þú ert ofurgestgjafi með eign sem er í uppáhaldi hjá gestum verður hvort tveggja merkt á skráningarsíðunni þinni og skráningin þín verður merkt sem „í uppáhaldi hjá gestum“ í leitarniðurstöðum. Ef þú ert ofurgestgjafi með eign sem er ekki enn í uppáhaldi hjá gestum færðu eftir sem áður merki ofurgestgjafa.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
12. nóv. 2025
Kom þetta að gagni?