Stökkva beint að efni
Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Brian Chesky, forstjóri, ræðir ferðavenjur og nýja herferð okkar fyrir gestgjafa

  Brian Chesky, forstjóri, ræðir ferðavenjur og nýja herferð okkar fyrir gestgjafa

  Skoðaðu myndirnar úr herferðinni og sýndu fjölskyldu og vinum.
  Höf: Airbnb, 18. feb. 2021
  31 mín. lestur
  Síðast uppfært 24. mar. 2021

  Aðalatriði

  • Helstu ferðahorfur hjá okkur 2021 og ábendingar fyrir gestgjafa

  • Í þessum mánuði fer herferðin „þökk sé gestgjöfum“ af stað til að fagna því hve töfrandi upplifanir þið veitið og svo að fleiri gestir muni koma til ykkar

  Síðasta ár var okkur öllum áskorun. Á nýja árinu munum við leggja áherslu á það sem gerir Airbnb að Airbnb—það eruð þið gestgjafarnir. Við erum að byrja á nýrri alþjóðlegri herferð um gestgjafa til að sýna hversu töfrandi og einstök gestaumsjónin er hjá ykkur.

  Okkur er ánægja að sýna ykkur hér þrjár af myndunum úr herferðinni. Lestu um ferðahorfur og innsýn fyrir árið 2021 og hvað þetta gæti þýtt fyrir þig.

  Ashley og François í Narragansett í Rhode Island eru gestgjafar Saltwater Cottage eða saltvatnskofans.
  Cynthia í Wimberley í Texas er gestgjafi River Lodge eða árskálans.
  Geanelle í Peterborough, Victoria, í Ástralíu er gestgjafi Dune House eða sandölduhússins.

  Skoðaðu vinsælustu ferðahorfurnar á árinu 2021

  Ferðalögin verða öðruvísi þegar þau hefjast að nýju. Við höfum lagt fyrir kannanir og erum bjartsýn á framtíð ferðaþjónustu. Við viljum að allt sé til reiðu hjá þér þegar aðstæður opnast að nýju og því deilum við innsýn okkar með þér.

  1. Við teljum að fólk sakni ferðalaga og hafi hug á að ferðast. Fólk saknar þess að ferðast, meira en að fara á bari, veitingastaði, íþróttaviðburði eða aðra lifandi viðburði. Í einni könnun sögðust 54% aðspurðra annaðhvort þegar hafa bókað ferð eða búast við að ferðast árið 2021.

  Hvað þetta þýðir fyrir þig: Fólk getur ekki beðið eftir að ferðast að nýju og þegar það verður hægt gerum við ráð fyrir verulegri eftirspurn hjá ykkur. Við munum halda áfram að veita þér aðstoð við undirbúninginn.

  2. Við teljum að fólk verði sveigjanlegt varðandi hvar og hvenær það ferðast. Fjarvinna og fjarnám eru komin til að vera og því mun fólk búa yfir meiri sveigjanleika hvað ferðalög varðar. Þetta hefur líklega áhrif á hvar, hvenær og hversu lengi fólk gistir. Það gæti til dæmis verið meiri eftirspurn í miðri viku eða utan háannatíma. Tæplega fjórðungur þeirra sem svöruðu könnuninni sögðust sjá fyrir sér lengri dvöl.

  Hvað þetta þýðir fyrir þig: Hafðu allt til reiðu svo þú getir aðlagað þig að þörfum nýrra gesta eins og að bjóða lengri dvöl, uppfæra þráðlaust net, setja upp hentuga vinnuaðstöðu fyrir fartölvu og bjóða þægindi sem henta fjölskyldum og fólki með fötlun.

  3. Við teljum að fólk vilji ferðast í nágrenninu. Í könnun okkar sögðust 56% aðspurðra helst vilja vera innanlands eða í nágrenninu. Aðeins 21% sögðust vilja ferðast lengra eða fara til útlanda.

  Hvað þetta þýðir fyrir þig: Gestir vilja fara hvert sem er, svo framarlega sem það sé í nágrenninu. Þetta þýðir að ferðalög munu líklega dreifast til þúsunda smærri borga, bæja og dreifbýlisstaða.

  4. Við teljum að viðráðanlegt verð sé fólki ofarlega í huga. Hjá aðspurðum skipti viðráðanlegt verð mestu máli við val á gistingu fyrir komandi ferðir. Heimsfaraldurinn hefur haft slæm fjárhagleg áhrif á marga en alla langar til að ferðast og mynda tengsl.

  Hvað þetta þýðir fyrir þig: Þessi þróun ætti að koma mörgum ykkar vel þar sem fjölskyldur og vinahópar velja Airbnb vegna þess hve mikið fæst fyrir peninginn.

  5. Við teljum að fólk vilji ferðast til að tengjast fjölskyldu og vinum. Aðspurðir sögðust helst sakna ferðalaga þar sem fólk getur verið tímanum með fjölskyldu og vinum. Fólk hugar enn að ferðalögum til að styrkja tengslin sín á milli. Í könnuninni okkar sögðust 41% aðspurðra að tengsl við fjölskyldu og vini yrðu „miklu mikilvægari“ eftir heimsfaraldurinn.

  Hvað þetta þýðir fyrir þig: Við gerum ráð fyrir að fólk fari síður í hópaferðir og frekar í ferðir sem skipta máli og að fjölskyldur og vinahópar sem vilja styrkja tengslin muni bóka. Og þið gerið þessi tengsl möguleg sem gestgjafar.

  Við kynnum herferðina „þökk sé gestgjöfum“

  Alþjóðleg herferð okkar um gestgjafa hefst í þessum mánuði og við viljum að gestgjafar verði meðal þeirra fyrstu í heiminum sem sjá myndirnar. Þær sýna öll hve töfrandi og einstakar upplifanir þið bjóðið gestum. Hvort sem það eru stóru eða litlu hlutirnir þá er þetta ástæðan fyrir því að ferðalög á Airbnb verða jafn einstök og raun ber vitni.

  Herferðinni er ætlað að sýna hvernig samfélag gestgjafa á Airbnb ber af og hún á að auka viðskiptin hjá ykkur þegar ferðalög hefjast að nýju. Sögurnar sem við segjum í þessum myndum eru einfaldar og ósviknar. Þær sýna gesti í alvöru ferðum, í alvöru eignum sem ljósmynda eigin upplifun. Eins og sést í myndunum eru ferðirnar alls ekki venjulegar.

  Við viljum hvetja gesti um allan heim til að velja Airbnb þegar ferðalög hefjast að nýju. Okkur þætti vænt um að þið sýnið fjölskyldu ykkar og vinum hve töfrandi upplifanirnar geta verið hjá ykkur og þess vegna er hægt að deila myndunum þremur hér að ofan.

  Hér að neðan er einnig hægt að sjá upptöku af forsýningunni fyrir gestgjafa þar sem forstjóri okkar, Brian Chesky, ræðir nánar þessar ferðahorfur og forsýnir herferðina í beinni útsendingu með gestgjöfum um allan heim. Hann spjallar einnig við gestgjafann François, en eignin hans var sýnd í myndinni „Landslide“.

  Þú getur bráðum séð hinar tvær myndirnar sem Brian forsýndi í sjónvarpinu og á YouTube-rásinni okkar. Láttu okkur vita eins og venjulega hvað þér finnst í félagsmiðstöðinni. Við kunnum að meta athugasemdir ykkar og byggjum allt sem við gerum á þeim.

  Aðalatriði

  • Helstu ferðahorfur hjá okkur 2021 og ábendingar fyrir gestgjafa

  • Í þessum mánuði fer herferðin „þökk sé gestgjöfum“ af stað til að fagna því hve töfrandi upplifanir þið veitið og svo að fleiri gestir muni koma til ykkar

  Airbnb
  18. feb. 2021
  Kom þetta að gagni?