Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Svör fyrir ferðamenn varðandi COVID-19

  Svör fyrir ferðamenn varðandi COVID-19

  Hvernig við styðjum við ykkur með afbókunarleiðum okkar og nýrri þjónustu.
  Höf: Airbnb, 10. mar. 2020
  6 mín. lestur
  Síðast uppfært 12. ágú. 2020

  Við vitum að það er mikil óvissa varðandi COVID-19 og hvort sjúkdómurinn hafi áhrif á ferðaáætlanir. Til að styðja við ferðalanga fylgjumst við með spurningum ykkar og svörum nokkrum þeirra hér. Við uppfærum þessa síðu áfram eftir því sem ástandið breytist og fleiri svör berast.

  Ég þarf að afbóka ferð. Hvaða valkosti hef ég?
  Gestir sem bókuðu 14. mars 2020 eða fyrr og geta ekki ferðast vegna COVID-19 eiga mögulega rétt á afbókun án endurgjalds. Frekari upplýsingar um reglur okkar um gildar málsbætur

  Frekari upplýsingar um núverandi afbókunarleiðir er að finna í hlutanum ferðir á vefsíðu Airbnb eða í appinu. Ef ferðalög raskast frekar gætu þessar leiðir breyst á komandi vikum.

  Ef þú þarft að breyta áætlunum þínum skaltu afbóka með eins miklum fyrirvara og mögulegt er svo að gestgjafi þinn hafi tækifæri á að fá aðra bókun.

  Athugaðu hins vegar að gestum sem bóka eftir 14. mars verður ekki endurgreitt samkvæmt reglum um gildar málsbætur ef þeir afbóka vegna COVID-19 nema þeir séu veikir.

   Ég bókaði nýlega ferð á Airbnb og COVID-19 hefur áhrif á áætlanir mínar. Get ég afbókað?
   Gestir sem bóka eftir 14. mars fá ekki endurgreitt samkvæmt reglum um gildar málsbætur ef þeir afbóka vegna COVID-19 nema þeir séu veikir. Gakktu því úr skugga um að afbókunarregla gestgjafans veiti nægan sveigjanleika. Frekari upplýsingar um afbókunarleiðir er að finna í hlutanum ferðir á vefsíðu Airbnb eða í appinu.

    Mig langar að bóka ferð en er ekki viss um hvort ástandið varðandi COVID-19 muni breytast frekar. Hvað ætti ég að gera?
    Skiljanlega gætir þú verið óviss í augnablikinu um að bóka ferð fram í tímann. Við hvetjum alla gesti eindregið til að kynna sér alltaf vandlega afbókunarreglu sem gildir um bókanir þeirra. Gestir sem bóka eftir 14. mars fá ekki endurgreiðslu samkvæmt reglum um gildar málsbætur ef þeir afbóka vegna COVID-19 nema þeir séu veikir.

    Til að minnka óvissuna mælum við með því að finna eign með sveigjanlegri afbókunarreglu. Við höfum því bætt við leitarsíu svo að auðveldara sé að finna og bóka slíka eign.

    Hvernig get ég fundið gistingu með sveigjanlegum afbókunarreglum?
    Gestgjafi ákvarðar afbókunarreglur sínar og þær geta verið mismunandi (sveigjanleg, hófleg eða ströng). Nánari upplýsingar um afbókunarreglu gistingar er að finna á aðalsíðu hverrar skráningar. Við höfum bætt við nýrri síu til að auðvelda leitina að gistingu með sveigjanlega afbókunarreglu. Frekari upplýsingar um nýju síuna

    Hvaða reglur eiga við um gildar málsbætur?
    Reglur Airbnb umgildar málsbætur gefa gestum og gestgjöfum kost á að afbóka að kostnaðarlausu vegna áhrifa af alvarlegum meiðslum eða veikindum, náttúruhamförum, ferðatakmörkunum eða öðrum ófyrirsjáanlegum atburðum. Í samræmi við yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um að COVID-19 sé heimsfaraldur gætu gestir átt rétt á fullri endurgreiðslu eða ferðainneign ef ferðalög þeirra hafa orðið fyrir áhrifum vegna COVID-19. Afbókunarleiðir í boði fyrir bókun þína er að finna í hlutanum ferðir á vefsíðu Airbnb eða í appinu.

    Ég bókaði nýlega ferð á Airbnb og get ekki ákveðið hvort ég ætti enn að fara í ferðina. Ætti ég að fara?
    Staðbundnar ferðaráðleggingar hafa verið gefnar út víða vegna gistingar (þar á meðal vegna skammtímagistingar). Við mælum með því að skoða hlutann ferðatakmarkanir og -ráðleggingar í hjálparmiðstöðinni til að komast að því hvort dvöl þín verði fyrir áhrifum. Frekari upplýsingar um hvernig við styðjum samfélagið okkar við þessar aðstæður er að finna undir fréttum af COVID-19 í úrræðamiðstöðinni.

    Ég bókaði staðbundna upplifun á Airbnb. Hvað þarf ég að vita?
    Í flestum löndum gerðum við hlé á staðbundnum upplifunum frá og með 18. mars. Gestir með gjaldgengar afbókanir fengu afsláttarkóða upp á USD 25 sem við vonum að verði til þess að þeir bóki upplifanir síðar. Við höfum síðan opnað aftur fyrir upplifanir í tilteknum löndum þar sem það er öruggt og leyfilegt og miðað við leiðbeiningar frá yfirvöldum og heilbrigðissérfræðingum. Við munum áfram meta enduropnun annarra landa á tveggja vikna fresti. Sækja upplýsingar um enduropnun

    Þangað til erum við spennt að kynna nýju netupplifanirnar. Hvort sem þú vilt læra nýja kúnst, gera eitthvað skemmtilegt með vinum eða stunda hópefli með vinnufélögunum getur þú nú gert það á öruggan hátt heima hjá þér. Þú hefur nú þegar úr fjölmörgum netupplifunum að velja, allt frá því að læra um leyndardóma töfrabragða til matreiðslu með marokkóskri fjölskyldu og hugleiðslu með búddamunki. Frekari upplýsingar er að finna á Airbnb.is/online-experiences

    Nýjar fréttir berast um COVID-19 á hverjum degi. Hvernig get ég best fylgst með fréttum?
    Við uppfærum Airbnb.is/COVID daglega og það er góður upphafspunktur fyrir fréttir og leiðbeiningar. Við mælum við með því að fylgja leiðbeiningum frá stjórnvöldum og heilbrigðisyfirvöldum varðandi allt sem tengist ferð þinni eða svæði.

    Gestgjafi var að fella bókun mína niður. Hvað gerist núna?
    Við vitum að afbókanir geta verið óþægilegar, jafnvel þegar ástæður afbókunarinnar eru skiljanlegar. Hafðu í huga að margir gestgjafar sem afbóka gætu hafa orðið fyrir áhrifum af COVID-19 eða verið að vernda velferð alls samfélagsins með gjörðum sínum. Skoðaðu frekari upplýsingar um ábyrg ferðalög í þessari grein í hjálparmiðstöðinni.

    Þú gætir átt rétt á fullri endurgreiðslu ef gestgjafinn afbókar. Frekari upplýsingar um endurgreiðsluna er að finna í hlutanum ferðir á vefsíðu Airbnb eða í appinu.

    Ef þú þarft enn að ferðast vonum við að þú bókir aftur á Airbnb og við óskum þér öruggrar ferðar.

    Hvað ætti ég að gera ef mér þykir óþægilegt að gista hjá gestgjafa?
    Við hjá Airbnb höfum einsett okkur að stuðla að velferð og samkennd í samfélagi okkar og við þessar erfiðu aðstæður skiptir það meira máli en nokkru sinni fyrr. Mundu að Airbnb er með reglur gegn mismunun áður en þú afbókar. Mundu að koma fram við hvern gestgjafa af samkennd og virðingu sem þýðir að þú notir sömu viðmið fyrir allar bókanir og eins þegar þú tekur ákvörðun um afbókun. Við höfum tekið saman ýmsar leiðbeiningar og spurningar sem þú getur lagt fyrir til að fá nauðsynlegar upplýsingar.

    Ég get ekki fengið endurgreitt samkvæmt afbókunarreglu gestgjafa míns. Af hverju?
    Airbnb er samfélag gesta og gestgjafa sem ná saman í gegnum verkvanginn. Gestgjafar ákveða verðið hjá sér, sértækar reglur fyrir fasteign sína og afbókunarreglu. Í mörgum tilvikum treysta gestgjafar á tekjur sínar af Airbnb til að ná endum saman og því getur þeim reynst erfitt að veita undanþágur frá reglum sínum.

    Ég bókaði gistiaðstöðu á Airbnb vegna viðburðar sem var aflýst. Get ég afbókað?
    Við vitum að margir ferðalangar bóka gistingu á Airbnb fyrir viðburði eins og Coachella, SXSW, Mobile World Congress og síðan mætti áfram telja. Ef þú ætlaðir á viðburð sem var aflýst og bókunin þín fellur ekki undir reglur okkar um gildar málsbætur skaltu skoða afbókunarregluna fyrir bókunina þína. Þú getur einnig haft samband beint við gestgjafann þinn. Við höfum kynnt tól svo að gestgjafar geti endurgreitt bókanir sem falla ekki undir reglur okkar um gildar málsbætur.

    Ég bókaði eign í Airbnb Luxe innan áhrifasvæðis. Nýt ég góðs af reglum um gildar málsbætur?
    Reglur okkar um gildar málsbætur eiga ekki við um bókanir hjá Airbnb Luxe eða Luxury Retreats sem falla undir sérstakar reglur Luxe um endurgreiðslu til gesta.

    Ég þarfnast aðstoðar. Hvar get ég fundið úrræði á Netinu?
    Við vitum hvað það getur verið pirrandi að fá ekki svar strax. Við viljum hjálpa þér að fá þá aðstoð og upplýsingar sem þú þarft. Þess vegna opnuðum við Airbnb.is/COVID auk þess að við svörum áfram símtölum ykkar, netspjalli og tölvupósti eins fljótt og auðið er.

    Mörg algeng vandamál er hægt að leysa á Netinu. Þú getur einnig fundið fleiri svör í hjálparmiðstöðinni okkar.

    Ég hef aðrar spurningar. Við hvern ætti ég að hafa samband?
    Vegna víðtækra áhrifa af COVID-19 á alþjóðleg ferðalög berast þjónustuveri okkar gríðarlega mörg símtöl og skilaboð sem stendur. Ef aðstæður þínar krefjast aðstoðar þjónustufulltrúa kynnum við að meta hjálp þína við að forgangsraða brýnustu málunum. Ef bókun þín hefst eftir meira en 72 klukkustundir skaltu hafa samband við okkur þegar styttist í innritun.

    Við höfum smíðað verkfæri fyrir sjálfsafgreiðslu til að auðvelda fólki að leysa úr vandamálum á eigin spýtur og þú getur nýtt þér þau í millitíðinni. Opnaðu Airbnb.is/COVID eða hjálparmiðstöðina fyrir frekari úrræði og upplýsingar.

    Við vitum hversu raskandi áhrif COVID-19 hefur haft á ferðamenn og við erum ykkur innan handar. Takk fyrir að vinna með okkur til að tryggja öryggi og hollustu samfélagsins okkar.

    Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

    Airbnb
    10. mar. 2020
    Kom þetta að gagni?