Taktu tillit til staðsetningar og kringumstæðna þegar þú ákveður verðið hjá þér

Lykilatriði samkeppnishæfs verðs er að hafa góðan skilning á eftirspurn á staðnum.
Airbnb skrifaði þann 12. okt. 2023
3 mín. lestur
Síðast uppfært 12. okt. 2023

Sem gestgjafi ræður þú alltaf verðstefnu þinni. Þú velur verðið sem þú setur, hvernig þú stillir það og hvernig þú breytir því með tímanum.

Staðbundin eftirspurn er það sem helst ber að hafa í huga. Það er líklegt að þú missir af bókunum ef eignin þín er með hærra verð en álíka eignir í nágrenninu. Ef eignin þín er á samkeppnishæfu verði eru meiri líkur á að þú náir til gesta og aukið þannig tekjur þínar á Airbnb.

Fylgstu með staðbundinni eftirspurn

Þú getur verið meðvitaðri um verðstefnuna þína með því að vita hvaða þættir standa að baki bókunum á álíka eignum í nágrenninu. Þú getur borið saman meðalverð álíka eigna í nágrenninu, beint úr dagatalinu þínu.

„Það að vita hvernig málin standa og þróast á mínu svæði veitir mér mikið meira traust á verðinu sem ég býð,“ segir Felicity, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa og ofurgestgjafi í Nýja-Suður Wales, Ástralíu. „Ég kem til með að vita hvort ég sé að bjóða besta verðið og geti haldið mínu striki eða hvort ég hafi hlaupið aðeins á mig og þurfi að lækka verðið hjá mér.“

Þú getur einnig brugðist við eftirspurn á staðnum með því að fylgjast með:

  • Sérstökum viðburðum. Ráðstefnur, hátíðir og aðrir stórir viðburðir geta aukið eftirspurn mikið. Gakktu í hópa á samfélagsmiðlum, fylgstu með fréttum frá ferðamálastofunni á staðnum eða skráðu þig á miðasíður fyrir viðburði til að skipuleggja þig fram í tímann.
  • Árstíðabundnum breytingum. Með því að nýta þér gestafjöldann á háannatíma og lækka verðið yfir lágannatímann getur þú stuðlað að fleiri bókunum allt í allt á stöðum sem eru háðir árstíðabundinni ferðamennsku.

Samkeppnishæft verð getur einnig orðið til þess að eign þín birtist ofar í leitarniðurstöðum á Airbnb. Leitarniðurstöður taka mið af virði og gæðum eignar, samanborið við álíka eignir í nágrenninu.

Hugaðu að tilfallandi kostnaði

Tilfallandi útgjöld vegna gestaumsjónarinnar geta einnig veitt þér betra samhengi hvað varðar verðlagninguna hjá þér. Daniel, ofurgestgjafi á Airbnb og meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa á Tenerife, Kanaríeyjum, segir að hann haldi utan um það sem hann kallar „innri þátt“ útgjalda við gestaumsjónina ásamt „ytri þættinum“ sem er eftirspurnin.

Daniel segir að hann haldi útgjöldunum í samræmi við það sem gestir eru tilbúnir að greiða til að vera með raunhæfar væntingar varðandi verðið hjá sér og tekjumöguleika.

Dæmi um tilfallandi útgjöld vegna gestaumsjónar er húsnæðislán eða leiga, viðhaldskostnaður, skattar og ræstingagjöld. Gestir átta sig mögulega ekki á sumum kostnaðarþáttum sem þú tekur mið af við útreikning verðsins. Í skráningarlýsingunni getur þú lagt sérstaka áherslu á allt aukalegt virði sem þú býður, svo sem lúxusbaðvörur eða streymisveitur.

Þegar Pamellah, frumkvöðull og fyrrverandi meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa í Malindi, Kenía, hóf vegferð sína sem gestgjafi, segist hún hafa lagt of mikla áherslu á eigin útgjöld. Hún var með „svo hátt verð miðað við hve mikið ég hafði lagt í hlutina,“ og fékk engar bókanir.

„Frá því tveimur klukkustundum eftir að ég lækkaði verðið hjá mér hef ég tekið á móti gestum linnulaust,“ segir Pamellah. Þrátt fyrir að reynsla hennar sé kannski ekki dæmigerð, gat hún fljótlega hækkað verðið hjá sér eftir það. Hún varð ofurgestgjafi tæpum þremur mánuðum síðar, þökk sé stöðugum bókunum og góðum umsögnum frá gestum.

Rýndu í tölurnar

Haltu utan um útgjöld þín og tekjur fyrir gestaumsjónina. „Ég stofnaði aðskildan bankareikning til að halda utan um útgjöldin hjá mér, þannig að þegar kemur að skattskilum er allt til reiðu hjá mér,“ segir Reed, kennari, frumkvöðull og fyrrverandi meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa í Fíladelfíu.

Lögfræðingar og endurskoðendur geta veitt ráðgjöf varðandi skatta og lög sem gilda um gestgjafa á þínu svæði. Hafðu í huga að Airbnb veitir ekki faglega leiðsögn. „Ef þú þarft að fá aðstoð endurskoðanda eða kynna þér tölurnar aðeins betur, þá skaltu gera það,“ segir Reed.

Ef þú ert nýr gestgjafi og leitast eftir einstaklingsbundinni aðstoð varðandi verðlagningu þá komum við þér í samband við fulltrúa ofurgestgjafa sem verður þér innan handar.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
12. okt. 2023
Kom þetta að gagni?