Kennimerki fyrir vetrarútgáfu Airbnb 2022
Vetrarútgáfa

Það hefur aldrei verið auðveldara að vera á Airbnb

Brosandi ofurgestgjafi í Airbnb appinu. Texti upplýsir okkur um að hún heiti Myranda, hafi þriggja ára reynslu af því að taka á móti gestum í eign sinni Little Rock og sé með 4,96 stjörnur af 5 í einkunn á Airbnb.

Startpakki Airbnb: Ofureinföld leið til að byrja

Allir geta skráð eign sína á Airbnb—og byrjað að afla tekna—með einstaklingsbundinni, kostnaðarlausri leiðsögn í gegnum allt ferlið.
Sími sýnir sprettiglugga með textanum: Fáðu einstaklingsbundna leiðsögn frá ofurgestgjafa. Fyrir ofan þennan titil sjáum við ofurgestgjafann Myröndu umkringda fleiri hringjum með brosandi ofurgestgjöfum.

Textinn á skjánum er: Við komum þér í samband við reyndan gestgjafa. Viðkomandi mun leiðbeina þér við að skrá eignina á Airbnb í gegnum spjall eða myndsamtal. Þú getur einnig byrjað á eigin spýtur og fengið samband seinna.

Tveir hnappar hér að neðan gefa þér kost á að fá samband við ofurgestgjafa eða byrja á eigin spýtur.

Einstaklingsbundin leiðsögn frá ofurgestgjafa

Fáðu samband við þinn eigin ofurgestgjafa—reyndan gestgjafa sem getur veitt þér aðstoð, allt frá fyrstu spurningunni til fyrsta gestsins. Ofurgestgjafar eru til taks í gegnum síma, myndsamtal eða netspjall í yfir 80 löndum.
Sími sýnir titil sem segir: Veldu hverjum þú tekur á móti í fyrstu bókun. Gestgjafar geta annaðhvort valið að taka á móti hvaða gesti sem er á Airbnb eða tekið á móti reyndum gesti. Hnappurinn fyrir reyndan gest hefur verið valinn.

Reyndur gestur fyrir fyrstu bókunina

Nú hefur þú möguleika á að taka á móti reyndum gesti, einhverjum sem hefur lokið minnst þremur dvölum og fengið góðar umsagnir á Airbnb þannig að þú finnir til aukins öryggis þegar þú tekur á móti fyrsta gestinum.
Sími sýnir dagsflipann fyrir gestgjafa á Airbnb með ýmsum stillingum til að hafa umsjón með skráningunni, svo sem verkfæri fyrir dagatal. Á neðri helmingi skjásins eru valkostir fyrir nýja gestgjafa til að spjalla við ofurgestgjafa eða fá aðgang að sérhæfðri aðstoð Airbnb með því að pikka á hnappinn á skjánum.

Sérhæfð aðstoð frá Airbnb

Með einum smelli geta nýir gestgjafar haft samband við sérþjálfaða þjónustufulltrúa okkar til að fá aðstoð við allt frá vandamálum tengdum aðgangi til greiðslu. Nú í boði á 42 tungumálum.
Kennimerki AirCover fyrir gestgjafa

Við kynnum enn meiri vernd

Staðfesting á auðkenni gests

Ítarlegt staðfestingarkerfi okkar fer yfir upplýsingar eins og nafn, heimilisfang, opinber skilríki og fleira til að staðfesta auðkenni gesta sem bóka á Airbnb.

Bókunarskimun

Þessi tækni sem við búum yfir greinir hundruð þátta í hverri bókun og lokar á tilteknar bókanir sem bera þess merki að líkur séu á samkvæmishaldi sem gæti valdið truflunum og eignatjóni.

Eignavernd upp að 3 m. Bandaríkjadala

Airbnb endurgreiðir þér vegna tjóns sem gestir valda á heimili þínu og eigum og veitir þér þessa sértæku vernd:

List og verðmæti

Airbnb mun endurbæta, skipta út eða greiða þér fyrir skemmda listmuni eða verðmæti.

Bifreiðar og bátar

Við veitum vernd fyrir bifreiðar, báta og önnur farartæki notuð á vatni sem þú leggur eða geymir á heimili þínu.

Gæludýratjón

Við greiðum fyrir viðgerðarkostnað ef gæludýr gests veldur tjóni.

Tekjutap

Ef þú þarft að fella niður bókanir á Airbnb vegna tjóns af völdum gesta færð þú tekjutapið bætt.

Djúphreinsun

Við endurgreiðum þér fyrir viðbótarþrif ef þeirra er þörf eftir dvöl gests, til dæmis vegna teppahreinsunarþjónustu.

Ábyrgðartrygging upp að 1 m. Bandaríkjadala

Þú nýtur verndar ef svo ólíklega vill til að gestur verði fyrir meiðslum, eigur viðkomandi skemmist eða þeim sé stolið.

Öryggisaðstoð allan sólarhringinn

Ef þú óttast um öryggi þitt hefur þú aðgang að sérþjálfuðum öryggisfulltrúum, dag sem nótt, með einu pikki úr appinu okkar.

Frekari upplýsingar um hvaða vernd er innifalin í AirCover fyrir gestgjafa ásamt öllum undanþágum sem eiga við.

AirCover er aðeins í boði hjá Airbnb

AirbnbKeppinautar
Staðfesting á auðkenni gests
Bókunarskimun
Eignavernd upp að 3 m. Bandaríkjadala
List og verðmæti
Bifreiðar og bátar
Gæludýratjón
Tekjutap
Djúphreinsun
Ábyrgðartrygging upp að 1 m. Bandaríkjadala
Öryggisaðstoð allan sólarhringinn

Samanburðurinn byggist á opinberum upplýsingum og kostnaðarlausri þjónustu helstu keppinauta í október 2022.

Flokkar á Airbnb: Fleiri tegundir einstakra eigna

Í dag kynnum við sex nýja flokka og aukna einstaklingsmiðun.
Nýskráningar
Frábærar eignir sem hafa verið skráðar á Airbnb á síðustu 10 vikum.
Hátindur heimsins
Heimili í um 10.000 fetum yfir sjávarmáli, oft með mögnuðu útsýni.
Vinsælt núna
Vel metin heimili sem vekja mikla athygli á Airbnb.
Gott aðgengi
Staðfestur aðgangur að heimili, baðherbergi og svefnherbergi með engum tröppum.
Skemmtun
Eignir með leikjaherbergjum, vatnsrennibrautum og fleiru.
Hanok
Hefðbundin kóresk heimili úr náttúrulegum efnvið.
Fartölva og sími sýna heimasíðu Airbnb með tveimur röðum heimila úr nýjum flokki Airbnb úr vetrarútgáfunni sem kallast „nýskráningar“ og inniheldur heimili sem hefur verið bætt við Airbnb á síðustu 10 vikum.Fartölva og sími sýna heimasíðu Airbnb með tveimur röðum heimila úr nýjum flokki vetrarútgáfu Airbnb sem kallast „hátindur heimsins“, en þar er að finna heimili í mikilli hæð, í um 10.000 fetum yfir sjávarmáli.Fartölva og sími sýna heimasíðu Airbnb með tveimur röðum heimila úr nýjum flokki Airbnb úr vetrarútgáfunni sem kallast „vinsælt núna“ en þar er að finna heimili sem hafa fengið margar flettingar nýlega.Fartölva og sími sýna heimasíðu Airbnb með tveimur röðum heimila úr nýjum flokki vetrarútgáfu Airbnb sem kallast „gott aðgengi“ og inniheldur heimili með aðgengi fyrir hjólastóla þar sem staðfest er að þrepalaus aðgangur sé að svefnherbergjum og baðherbergjum.Fartölva og sími sýna heimasíðu Airbnb með tveimur röðum heimila úr nýjum flokki vetrarútgáfu Airbnb sem kallast „skemmtun“ en þar er að finna heimili með skemmtilegri afþreyingu á borð við leikjaherbergi, vatnsrennibrautir, körfuboltavöll og fleira.Fartölva og sími sýna heimasíðu Airbnb með tveimur röðum heimila úr nýjum flokki Airbnb úr vetrarútgáfunni sem kallast „hanok“ og inniheldur hefðbundin heimili frá 14. öld í Suður-Kóreu úr náttúrulegum efnivið.
Nýskráningar
Aukin einstaklingsmiðun
Við erum að gera flokkana sem við sýnum þér enn meira viðeigandi. Ef þú skoðar til dæmis heimili í Napa sýnum við þér vínekrur næst þegar þú opnar appið.
Nánari upplýsingum bætt við
Þú getur einnig nálgast frekari upplýsingar um hvert heimili þegar þú skoðar. Heimili í flokki þjóðgarða sýna til dæmis fjarlægðina að inngangi garðsins.

Viðbótaruppfærslur fyrir gestgjafa

Einfaldara kröfuferli AirCover fyrir gestgjafa

Gestgjafar geta nú sent inn endurgreiðslubeiðni í nokkrum einföldum skrefum og fylgst með stöðunni í dagsflipanum.

Við kynnum hraðgreiðslu

Gestgjafar geta nú valið að fá útborganir á debetkort sitt innan 30 mínútna (aðeins í boði í Bandaríkjunum).

Ítarlegri umsagnir

Gestir og gestgjafar geta nú bætt merkjum við umsagnir sínar til að veita frekari upplýsingar um gistingu.

Vernd gegn umsögnum sem eru skrifaðar í hefndarskyni

Við höfum rýmkað svigrúmið til að andmæla umsögnum og leyfum gestgjöfum að óska eftir að allar umsagnir sem skrifaðar eru í hefndarskyni verði fjarlægðar.

Grunnreglur fyrir gesti

Einfaldar grunnreglur ásamt öflugri reglum um ábyrgð stuðla að því að gestir sýni tillit og gangi vel um öll heimili.

Nýjar stillingar fyrir flokka

Frá og með snemma árs 2023 geta gestgjafar skoðað í hvaða flokki heimili þeirra er og bætt við upplýsingum um tiltekna flokka við skráninguna.