Að fara fram úr væntingum gesta
Bestu einkunnirnar og jákvæðar umsagnir geta leitt til fleiri bókana og aukinna tekna. Nýttu þér athugasemdir gesta til að bæta þjónustuna.
Innsýnarhlutinn sýnir heildareinkunn þína, opinberar umsagnir, einkaathugasemdir frá gestum og ítarlegar einkunnir um gestrisni, staðsetningu (þegar við á), áreiðanleika og virði.
Gestrisni
Gestir kunna að meta umhyggju og hlýjar móttökur. Gerðu þitt besta til að bjóða gestum vandaða þjónustu og sjá fyrir þarfir þeirra.
- Hafðu samband þegar bókunin er staðfest. Sendu gestum skilaboð til að spyrja um óskir þeirra svo að þú getir sérsniðið þjónustuna. Fyrir veitingaþjónusta gæti verið spurt um það hvernig viðburð þjónustan er fyrir og séróskir um mat.
- Veittu nauðsynlegar upplýsingar. Sjáðu til þess að gestir hafi mikilvægar upplýsingar áður en þjónustan er veitt. Taktu þar á meðal fram hvort þú eða samgestgjafi veiti hana. Ljósmyndari gæti einnig sent ítarlega veðurspá og látið vita hvað þarf að hafa í huga varðandi fatnað.
- Hugsaðu út frá sjónarhorni gestsins. Sumir gestir gætu verið ókunnugir borg þinni eða landi. Gestirnir gætu viljað fá aðstoð við að rata um svæðið eða skilja staðbundna siði og venjur. Sýndu virðingu, hlýleika og hjálpsemi í samskiptum.
- Taktu með þér aukabúnað. Sjáðu til þess að allt sé til reiðu vegna mögulegra vandamála svo sem ef tól eða búnaður bila eða ef gestur gleymir mikilvægum hlut. Einkaþjálfari gæti tekið með sér jógamottur til að lána.
- Hafðu samband eftir á. Sendu skilaboð til að þakka gestum fyrir og búa þá undir framhaldið. Þetta gæti verið að láta vita hvaða dag ljósmyndir verða tilbúnar eða senda uppskrift sem gestir voru sérstaklega hrifnir af.
Staðsetning
Ef þú býður þjónustu í húsnæði fyrirtækis eða á opinberu svæði eru gestir beðnir um að gefa staðsetningunni einkunn. Snyrtifræðingur gæti boðið upp á andlitsmeðferð í heilsulind eða ljósmyndari gæti haft myndatöku í almenningsgarði. Gestir kunna að meta notaleg rými sem eru hrein og vel búin.
- Hafðu þægindi gesta í forgangi. Gestir njóta þjónustunnar þegar staðurinn er hreinn og öruggur. Nuddari ætti að bjóða upp á tandurhreina aðstöðu svo að gestir geti slakað á í djúpvefjanuddi.
- Sendu leiðbeiningar. Greindu skýrt frá því sem gestir mega búast við á staðnum og hvar þið hittist. Hugsaðu um möguleg vandamál varðandi bílastæði og almenningssamgöngur. Láttu fylgja innritunarleiðbeiningar ef þú ert í sameiginlegu rými. Hafðu aðgengi einnig í huga. Kemst fólk til dæmis í myndatökuna í hjólastól?
Gestir verða ekki beðnir um að gefa athugasemdir um staðinn ef þú ferð til þeirra.
Áreiðanleiki
Gestir gera ráð fyrir því að þjónusta gestgjafa sé hnökralaus. Það þýðir að þeir greini skýrt frá væntingum til gesta, séu stundvísir og skýrir í samskiptum og vel skipulagðir.
- Greindu alltaf rétt frá. Passaðu að lýsingarnar og myndirnar sýni nákvæmlega það sem gestir fá. Hársnyrtir getur lýst vörum sínum og aðferð í þjónustunni og sýnt myndir af greiðslum og fléttum sem eru í boði.
- Svaraðu hratt. Stilltu hefðbundinn opnunartíma í skráningarflipanum svo að það sé skýrt hvenær þú ert við. Kveiktu á tilkynningum í Airbnb appinu og stillingum tækisins svo að þú getir séð skilaboð gesta samstundis og svarað hratt.
- Skipuleggðu þig fram í tímann. Undirbúðu birgðir fyrir fram svo að þjónustan haldist örugglega á áætlun. Kokkur gæti skorið niður grænmeti fyrir fram fyrir súpuna sem hann eldar hjá gestinum.
- Vertu með þá aðstoð sem þú þarft. Þú gætir haft samgestgjafa eða aðstoðarmann ef þú tekur á móti stórum hópi eða ef þjónustan hjá þér er flókin. Þú þarft að láta gesti vita hvaða fólk er með þér meðan á þjónustunni stendur og með nægum fyrirvara til að hægt sé að afbóka án endurgjalds.
- Mættu stundvíslega. Ef þú ferð til gestsins skaltu kynna þér leiðina og taka tillit til umferðar.
- Sýndu eigninni virðingu. Ef þú veitir þjónustuna á heimili einhvers annars skaltu skilja við allt eins vel og þú komst að eigninni.
Virði
Gestir sækjast eftir þjónustu með framúrskarandi gæði miðað við verð. Íhugaðu hvernig þú getur gert tilboðin þín enn sérstakari og peninganna virði fyrir gesti.
- Vertu með ýmsa valkosti. Bættu við að minnsta kosti þremur þjónustuliðum á mismunandi verði til að auka valkosti gesta og ná tekjumarkmiðum þínum. Þumalputtareglan er sú að bjóða grunnverð, almennt verð og úrvalsverð. Ljósmyndari í Bandaríkjunum gæti sem dæmi boðið hálftíma myndatöku sem kostar minna en 50 Bandaríkjadali, persónulega andlitsmyndatöku sem kostar 50 til 150 Bandaríkjadali og fjölskyldumyndatöku sem kostar meira en 150 Bandaríkjadali.
- Sérsníddu það sem er í boði hjá þér. Með skilaboðakerfi Airbnb getur þú átt í samskiptum við gesti til að sérsníða það sem er í boði hjá þér sem og verð.
- Veittu frábæra þjónustu. Það getur skipt miklu máli að nota hágæðahráefni og bæta við smáatriðum sem gera tilboðið þitt enn sérstakara. Snyrtifræðingur gæti boðið ilmkjarnaolíu án endurgjalds.
Allir gestgjafar, myndir og skráningarupplýsingar verða að standast viðmið og kröfur fyrir þjónustu Airbnb.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.