Hvað tekur við eftir að þú birtir?
Til hamingju! Skráningin þín er tilbúin til birtingar. Gestir geta fundið skráninguna þína í leitarniðurstöðum á Airbnb innan sólarhrings.
Sjáðu til þess að allt sé til reiðu fyrir bókanir með því að taka þessi lokaskref í dagatalinu og á skráningarflipanum.
Uppsetning á dagatalinu
Dagatalið þitt er opið og hægt er að bóka um leið og þú birtir. Mundu því að uppfæra framboðið hjá þér þegar í stað. Lokaðu fyrir þær dagsetningar sem þú getur ekki tekið á móti gestum. Tilgreindu framboð skráningar þinnar í allt að tvö ár fram í tímann. Þú getur einnig breytt stillingum eins og hve langt fram í tímann gestir geta bókað og hve langan fyrirvara þú þarft á milli bókana.
Samsetning húsreglna
Með húsreglunum þínum getur þú greint gestum frá væntingum og hjálpað þeim að ákveða hvort heimilið þitt henti þeim. Útbúðu húsreglurnar með því að tilgreina hámarksfjölda gesta, kyrrðartíma og inn- og útritunartíma.
Þú getur einnig valið úr nokkrum almennum húsreglum eins og hvort þú leyfir:
- Gæludýr
- Viðburði
- Reykingar og rafrettur
- Kvikmyndun og ljósmyndun í atvinnuskyni
Að velja afbókunarreglu
Íhugaðu hve nærri innritun þú vilt leyfa gestum að afbóka með endurgreiðslu að fullu eða að hluta til. Þú getur valið afbókunarreglu fyrir bókanir sem vara skemur en 28 nætur og fyrir langtímagistingu sem varir samfleytt í 28 nætur eða lengur.
Val á réttum reglum snýst um jafnvægi. Þær þurfa að vernda þig gegn afbókunum án þess að hrinda frá gestum sem vilja sveigjanleika við skipulagningu ferðalaga. Ef þú velur sveigjanlegri afbókunarreglu gætirðu fengið fleiri bókanir.
Að bæta við fleiri þægindum
Þegar þú útbjóst skráningarsíðuna þína valdir þú af stuttum lista yfir vinsæl þægindi. Eftir að þú birtir skráninguna getur þú bætt við öðrum þægindum hjá þér af heildarlista með næstum því 150 valkostum.
Margir gestir nota síur til að leita að heimilum með þeim tilteknu þægindunum sem þeir vilja. Með því að bæta öllum þægindum í boði við skráninguna eykur þú sýnileika hennar í leitarniðurstöðum og gefur gestum réttar væntingar.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.