Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Uppfærsla: Afbókanir samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur

  Þegar reglan okkar tekur gildi 20. janúar verður aukið jafnvægið milli gestgjafa og gesta.
  Höf: Catherine Powell, 23. sep. 2020
  8 mín. myndskeið
  Síðast uppfært 12. jan. 2021

  Aðalatriði

  • Alþjóðlegur yfirgestgjafi okkar lýsir breytingum á afbókunum samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur til að koma á betra jafnvægi milli þarfa gestgjafa og gesta

  • Þessar uppfærslur á reglum okkar munu gilda um bókanir með innritun eða upphafsdegi 20. janúar 2021 eða síðar

  Halló öll,

  Ég heiti Catherine, alþjóðlegur yfirgestgjafi Airbnb, og færi nú gestgjafafréttir í fjórða sinn. Vonandi hefur ykkur gefist tækifæri til að skoða myndskeið með öðrum gestgjafafréttum mínum í úrræðamiðstöðinni.

  Á undanförnum vikum hefur mér þótt gaman að hitta mörg ykkar í vinnustofunum okkar. Ég hef einnig lesið athugasemdir ykkar og tölvupósta. Pirringur vegna afbókana samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur kemur oft upp.

  Ég vildi því láta vita af því sem við erum að gera til að gera þessar reglur gagnsærri, og sanngjarnari, fyrir gestgjafa.

  Samkvæmt núverandi reglum okkar mega gestir afbóka og fá endurgreitt í tveimur tilvikum:

  • Við óvæntar persónulegar aðstæður—svo sem vegna setu í kviðdómi eða niðurfellds flugs
  • Vegna stórviðburða eins og jarðskjálfta eða heimsfaraldurs

  Við erum að breyta reglunum til að fjarlægja þessar persónulegu aðstæður. Gestir með bókanir á gistingu og upplifunum Airbnb með innritun eða upphafsdegi 20. janúar 2021 eða síðar* geta ekki lengur afbókað og fengið endurgreitt samkvæmt reglunum vegna persónulegra aðstæðna.

  Þessi breyting þýðir að gestir með þessar persónulegu aðstæður þurfa að fara eftir afbókunarreglum ykkar og það verður ykkar ákvörðun, en ekki okkar, hvort gera eigi undanþágu og veita endurgreiðslu.

  Okkur er ljóst að stundum getur verið ómögulegt að fá gesti vegna óvæntra persónulegra aðstæðna og við erum með viðbragðsáætlanir til að taka á þessum aðstæðum svo að þið sætið ekki viðurlögum fyrir eitthvað sem þið hafið ekki stjórn á.

  Athugaðu að reglurnar verða í meginatriðum óbreyttar varðandi stórviðburði, þ.m.t. ófyrirsjáanlegan heimsfaraldur síðar meir.

  Við vitum að spurningar geta vaknað varðandi væntanlegar breytingar á reglum okkar um gildar málsbætur og því höfum við byrjað að svara þeim í þessari grein í úrræðamiðstöðinni. Ég vona að þú horfir einnig á myndskeiðið hér að ofan þar sem ég segi frá nokkrum smáatriðum varðandi uppfærðu reglurnar og ástæðu þessara breytinga.

  Takk fyrir allar athugasemdirnar sem þið hafið deilt með okkur. Ég hef þegar lært svo mikið af því að heyra um hvað þið hugsið og ég hlakka til að hitta fleiri ykkar í vinnustofum gestgjafa á næstunni.

  Þú getur alltaf merkt mig beint í félagsmiðstöðinni: @Catherine-Powell. Ég les athugasemdir ykkar þótt mér takist ekki alltaf að svara þeim beint.

  Við verðum með frekari fréttir á næstu vikum og ég sendi aðrar gestgjafafréttir fljótlega.

  *Þessar reglur eiga ekki við um bókanir hjá Luxe sem falla undir sérstakar reglur Luxe um endurgreiðslu til gesta.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Alþjóðlegur yfirgestgjafi okkar lýsir breytingum á afbókunum samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur til að koma á betra jafnvægi milli þarfa gestgjafa og gesta

  • Þessar uppfærslur á reglum okkar munu gilda um bókanir með innritun eða upphafsdegi 20. janúar 2021 eða síðar

  Catherine Powell
  23. sep. 2020
  Kom þetta að gagni?