Njóttu góðs af vegabréfi gestgjafa

Breyttu notandalýsingu þinni til að bæta við upplýsingum og stuðla að bókunum frá gestum.
Airbnb skrifaði þann 10. ágú. 2023
2 mín. lestur
Síðast uppfært 10. ágú. 2023

Gestir hafa sagt okkur að þeir vilji vita með hverjum þeir komi til með að deila eigninni áður en þeir ganga frá bókun á herbergi. Vegabréf gestgjafa er góð leið til að kynna þig fyrir gestum og greina frá væntingum.

Hvað er vegabréf gestgjafa?

Vegabréf gestgjafa tekur saman mikilvægar upplýsingar úr notandalýsingunni þinni og leggur áherslu á þær í leitarniðurstöðum fyrir herbergi. Gestir geta pikkað á myndina þína til að lesa allt það sem þú hefur deilt á vegabréfinu. Þeir geta einnig farið beint á skráningarsíðuna þína þar sem svipaðar upplýsingar er að finna undir titlinum: „Þetta er gestgjafinn þinn“.

Nafn þitt, árafjöldi sem gestgjafi, stjörnueinkunn og fjöldi umsagna frá gestum birtast efst á vegabréfinu. Þar á eftir fylgja allar persónulegar upplýsingar sem þú vilt bæta við, svo sem starf þitt, áhugamál, tungumál sem þú talar, skemmtilegar staðreyndir, nafn gæludýrsins þíns og hvað er sérstakt við að gista í eigninni þinni.

Breyttu notandalýsingunni þinni til að bæta upplýsingum við vegabréfið. Fylgdu þessum ábendingum um hvernig má taka mynd til að koma vel fyrir við fyrstu kynni.

Hvernig styður vegabréfið mitt við gesti?

Vegabréf gestgjafa er frábær leið til að byggja upp samband við gesti. Ákveðin tengsl myndast ef uppgötvað er að þið deilið sameiginlegu áhugamáli, starfi eða tónlistarsmekk.

„Gestgjafinn þarf ekki að vera besti vinur minn en hann ætti að vera sá sem mér finnst gott að deila eign með,“ segir Stacey, gestur með aðsetur í Oklahoma City. „Vegabréf gestgjafa skapar tengingu við einstaklinginn og setur tóninn fyrir heimsóknina.“

Þegar ítarlegri upplýsingar eru fyrirliggjandi fyrir bókun eiga gestir einnig betra með að átta sig á því hvort eignin henti þeim, sem sparar bæði þér og þeim tíma og orku. „Það minnkar þörfina á skilaboðum fram og til baka og bókanir verða enn einfaldari þar sem spurningum mínum hefur þegar verið svarað,“ segir Stacey.

Fyrir Chris, ofurgestgjafa í Macon, Georgíu eru vegabréf gestgjafa einföld leið til að brjóta ísinn í samskiptum við gesti . „Ég er hæglát manneskja og þetta hefur hjálpað mér að opna mig meira,“ segir hann. „Ég reyni að hafa notandalýsinguna mína skemmtilega og viðeigandi.“

Í vegabréfi gestgjafa tekur Chris fram að hann sé fyrrverandi íþróttamaður og fulltrúi ofurgestgjafa. Þar tekur hann einnig fram að hann:

  • Eyði of miklum tíma í að spila golf

  • Eigi hund sem heitir Princess

  • Sé fæddur á níunda áratugnum

  • Hafi spilað amerískan fótbolta fyrir tvo háskóla þar sem meirihluti nemenda í gegnum tíðina hafa verið svartir Bandaríkjamenn

  • Bjóði gestum upp á kaffiaðstöðu

Með því að gefa þér tíma til að veita gestum nánari upplýsingar áður en þeir bóka herbergi hjá þér, eykur þú líkurnar á því að fá gesti sem deila áhugamálum þínum og venjum.

Eins og gesturinn Stacey bendir á: „Ef ég les að gestgjafinn „eyði of miklum tíma“ í að syngja karaókí, veit ég að hann mun búast við annars konar gesti heldur en gestgjafi sem„ eyðir of miklum tíma“ heima hjá sér að horfa á Netflix.“

Fylltu út vegabréf gestgjafa með því að opna notandalýsingu þína á Airbnb og velja „breyta“ eða pikka á hnappinn hér að neðan.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
10. ágú. 2023
Kom þetta að gagni?