Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Bestu starfsvenjur gestgjafa

  Svaraðu hratt og leggðu áherslu á annað hér á eftir til að forðast afbókanir.
  Höf: Airbnb, 16. des. 2019
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 12. okt. 2021

  Aðalatriði

  • Svaraðu spurningum gesta varðandi bókun innan 24 klst.

  • Stilltu bókunarkröfur svo þægilegra sé fyrir þig að taka á móti fleiri gestum

  • Komdu í veg fyrir afbókanir með því að uppfæra dagatalið reglulega

  • Fáðu frábærar umsagnir með því að fylgja viðmiðum Airbnb um gestrisni

  • Kynntu þér meira í handbók okkar þar sem gestaumsjón er lýst í víðu samhengi

  Þú færð ekki aðeins tekjur af eigninni þinni sem gestgjafi á Airbnb heldur hittir þú einnig áhugavert fólk hvaðanæva að. „Hjá okkur hafa gist drónaframleiðandi, atvinnusöngvari og lagahöfundur og sirkuslistamaður,“ segja gestgjafarnir Beverlee og Suzie frá Oakland í Kaliforníu. „Það hefur bætt líf okkar beggja“. Allir með pláss til að deila geta verið gestgjafar á Airbnb. Passaðu bara að allt sé til reiðu hjá þér til að uppfylla grunnviðmið Airbnb svo að upplifun allra gesta sé þægileg og áreiðanleg. Hér eru undirstöðuatriði sem frábærir gestgjafar sinna:

  Svaraðu öllum fyrirspurnum og bókunarbeiðnum innan 24 klst.

  Þú sýnir gestum hvað þú ert hugulsamur gestgjafi þegar þú bregst hratt við spurningum þeirra. Mikilvægt er að svara skilaboðum varðandi bókun innan 24 klst. Hátt svarhlutfall er ekki einungis merki um frábæra gestrisni heldur eitt af viðmiðunum til að verða ofurgestgjafi.

  Íhugaðu að sækja Airbnb appið svo þú getir svarað skilaboðum hvar sem þú ert. Svarhlutfallið þitt byggir sérstaklega á svörum við skilaboðum varðandi bókun þótt það sé góð venja gestgjafa að svara hratt öllum skilaboðum frá gestum.

  Samþykki á bókunarbeiðnum

  Gögn Airbnb sýna að gestgjafar samþykkja yfirleitt flestar bókunarbeiðnir þegar laust er hjá þeim. Þú getur notað framboðsstillingarnar í dagatalinu þínu til að taka frá þá daga sem þú getur ekki tekið á móti gestum.

  Ef þú virðist hafna mörgum bókunarbeiðnum gæti Airbnb gert ráð fyrir að þú getir ekki tekið á móti gestum og sett eignina í bið þar til þú hefur meiri tíma. Hafðu eftirfarandi valkosti í huga svo að þú getir samþykkt eins margar beiðnir og mögulegt er og líði á sama tíma vel með allar bókanir:

  • Bættu sannprófun á skilríkjum við bókunarkröfurnar hjá þér
  • Bættu við húsreglum til að stilla væntingar gesta
  • Ef þú býður hraðbókun getur þú einnig gert kröfu um að gestir hafi þegar fengið jákvæðar umsagnir frá öðrum gestgjöfum fyrir bókun

  Forðastu afbókanir

  Airbnb lítur afbókanir mjög alvarlegum augum. Afbókanir eru ekki bara mjög truflandi fyrir gesti (ferðaáætlanir þeirra eru háðar þér) heldur rýra þær einnig traust á samfélaginu í heild sinni. Þess vegna ætti að forðast afbókanir ef gildar málsbætur eru ekki fyrir hendi. Til að lágmarka hættu á afbókun:

  • Gakktu úr skugga um að framboð og verð sé alltaf uppfært
  • Hafðu í huga sérstaka viðburði og frídaga þegar þú gætir viljað nota rýmið þitt af persónulegum ástæðum eða hækkaðu verðið á nótt
  • Ef dagatalið þitt er af einhverjum ástæðum ekki alveg rétt, eða ef þú ákveður einfaldlega að samþykkja frekar bókunarbeiðnir, gæti verið gott að slökkva á hraðbókun
  • Ef eignin þín er skráð á öðrum vefsíðum skaltu kveikja á eiginleika fyrir samstillingu dagatals til að koma í veg fyrir margir gestir bóki sömu dagana

  Viðhaltu hárri heildareinkunn

  Í lok gistingar skrifa gestir umsögn um upplifun sína hjá þér. Jákvæðar umsagnir hjálpa þér við að fá fleiri bókanir og þú gætir náð stöðu ofurgestgjafa. Gestgjafar sem fá góðar umsagnir leggja áherslu á eftirfarandi:

  • Hreinlæti: Gestir gera ráð fyrir því að eignin sé eins hrein og snyrtileg og hún lítur út á myndum við skráningarlýsinguna. Passaðu að þú hafir nægan tíma til að þrífa eignina, sérstaklega ef bókanir koma hvor ofan í aðra.
  • Nauðsynjar : Gestir kunna að meta að hafa nauðsynjar við hendina. Airbnb mælir með því að bjóða upp á salernispappír, hand- og líkamssápu, rúmföt og a.m.k. eitt handklæði og einn kodda á mann.
  • Nákvæmar skráningarupplýsingar: Hjálpaðu ferðamönnum að ákveða hvort eignin þín henti þeim með því að veita skýrar og nauðsynlegar upplýsingar.
  • Fyrirhafnarlaus innritun: Gestum finnst notalegt að vera með skýrt og einfalt ferli við innritun að loknum degi á ferðalagi.
  • Frumkvæði í samskiptum: Gestum finnst gott að vita að þú sért til taks meðan á dvöl þeirra stendur. Hafðu samband snemma til að koma ykkur saman um komutíma.

  Frekari ábendingar um að viðhalda hárri heildareinkunn er að finna á síðunni okkar um gestrisni.

  Þetta snýst um heildarmyndina

  Airbnb væntir ekki þess að allar bókanir gangi fullkomlega fyrir sig frá upphafi til enda. Þú munt læra mikið og þróa hvernig gestgjafi þú ert eftir því sem þú færð meiri reynslu. Þessar leiðbeiningar eru gott upphafsskref til að gestir séu ánægðir, umsagnir verði jákvæðar og þú njótir þín sem gestgjafi.

  Aðalatriði

  • Svaraðu spurningum gesta varðandi bókun innan 24 klst.

  • Stilltu bókunarkröfur svo þægilegra sé fyrir þig að taka á móti fleiri gestum

  • Komdu í veg fyrir afbókanir með því að uppfæra dagatalið reglulega

  • Fáðu frábærar umsagnir með því að fylgja viðmiðum Airbnb um gestrisni

  • Kynntu þér meira í handbók okkar þar sem gestaumsjón er lýst í víðu samhengi

  Airbnb
  16. des. 2019
  Kom þetta að gagni?