Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  1.300 km ferð í leit að læknismeðferð til bjargar lífi

  Maður segir frá því hvernig opin heimili hjálpuðu honum að taka þátt í krabbameinstilraun fjarri heimili sínu.
  Höf: Airbnb, 12. nóv. 2019
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 7. des. 2020

  Aðalatriði

  • Airbnb gekk til samstarfs við Cancer Support Community til að útvega tímabundið húsnæði að kostnaðarlausu fyrir fólk sem ferðast vegna krabbameinsmeðferðar

  • Maður frá Missouri gat dvalið ókeypis í Texas til að fara í gegnum meðferð í klínískri rannsókn

  • Þrátt fyrir að honum hefðu verið gefnir níu mánuðir ólifaðir árið 2011 hefur hann verið krabbameinslaus síðan meðferð lauk.

  Opin heimili eru nú Airbnb.org

  Þjónusta opinna heimila hefur þróast og er orðin að Airbnb.org, glænýrri góðgerðastofnun (501(c)(3)-stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni). Þakka þér fyrir þinn þátt í stofnun samfélags opinna heimila með okkur. Það gleður okkur að þú sért hluti af þessum nýja kafla.

  „Ég átti að vera dáinn fyrir fimm eða sex árum,“ segir Bill Holder, verkfræðingur á eftirlaunum sem býr í Ozark-fjöllum í Missouri. „Ég bý mitt á svæði þar sem farsímar ná ekki sambandi og næsta matvöruverslun er í rúmlega 60 km fjarlægð. Það eru engin sjúkrahús á svæðinu.“

  Á óeftirtektarverðu kvöldi árið 2011 leit Holder, 72 ára, í baðherbergisspegilinn og tók eftir æxli á stærð við golfkúlu þvert yfir hálsinn. Morguninn eftir fór hann til læknis sem vísaði honum til nokkurra annarra lækna áður en hann greindist með áhættumikið hvítblæði—og minna en níu mánuði ólifaða.

  Læknarnir tóku beinmergsprufu og krabbamein fannst í 85% af beinmergnum,“ segir Holder. „Ég var með svo mikið krabbamein í beinunum að ég framleiddi engin rauð blóðkorn. Mér var sagt að ég ætti ekki langt ólifað.“

  Leit að meðferð

  Tveimur árum síðar hóf hópur lækna við hina heimsþekktu MD Anderson Cancer Center í Houston, Texas, klíníska rannsókn til að prófa nýtt krabbameinslyf. Ef það mundi virka gæti það meðhöndlað nákvæmlega þá tegund krabbameins sem kom í veg fyrir að Holder ætti gott með að hreyfa sig um. En hann þurfti að ferðast tæplega 1.300 km og finna sér gistiaðstöðu meðan á meðferðinni stæði auk þess að standa straum af kostnaði við endurteknar ferðir til Houston vegna nauðsynlegrar eftirfylgni.

  Hann sá möguleika til að lengja líf sitt í hillingum en kostnaðurinn var óyfirstíganlegur.

  Efnahagslegum áskorunum ýtt úr vegi

  „Ég hef varið mestum hluta ævinnar í opinberri þjónustu og nú lifum konan mín og ég á almannatryggingum,“ segir Holder sem hefur verið bæjarstjóri, borgarráðsmaður og í skólastjórn þar sem hann býr. „Húsnæðiskostnaður stefndi í að verða fjárhafsleg fyrirstaða en ég neitaði að gefast upp.“

  Hann fann orkunni farveg í leit að öðrum leiðum til að feta sig áfram. „Ég rakst á grein um að Airbnb veitti krabbameinssjúklingum styrk upp á 1,2 milljónir Bandaríkjadala,“ segir hann.

  Fyrr á þessu ári veitti Airbnb styrk til styrktarfélagsins Cancer Support Community og krabbameinssjóðsins Bone Marrow and Cancer Foundation. Hann sagði að Cancer Support Community hefði hjálpað honum og með eigin orðum: „Ég fékk fljótt læknisvottorð, fyllti út eyðublaðin, sótti um og fékk húsaleigustyrk. Það bjargaði í raun lífi mínu.“

  Bati á heimili að heiman

  Með fjárhagsaðstoð frá Cancer Support Community setti Bill hundinn sinn í farþegasætið, pakkaði niður í bílinn og keyrði næstum 12 tíma leið til Houston þar sem hann innritaði sig í háhýsi tveimur húsaröðum frá sjúkrahúsinu.

  Þar fann hann pláss til að anda.

  „Á Airbnb fann ég góðan stað með útsýni yfir dýragarðinn, golfvöllinn og almenningsgarð,“ segir Holder. „Þetta var margfalt betra en að vera fjarri spítalanum.“ Hann gat slakað af á milli læknisheimsókna í stað þess að keyra fram og til baka frá mótelherbergi. „Það besta var að á sjöundu hæð byggingarinnar var vatnsnuddborð. Það var með heitu vatni sem var hægt að stilla þannig að það færðist upp og niður líkamann.“

  „Það verður ekkert öflugra en að eiga sér örugga og notalega gistingu við erfiðar aðstæður,“ segir Kevin sem hýsti Holder í Houston. „Ég er gestgjafi til að efla fólk með því að útvega húsnæði.“

  Endurheimt hversdagsins

  Holder hélt aftur til Houston í skoðun hjá læknateyminu ári eftir að meðferðinni lauk. Hann fann hamingjuna í október 2019 þegar niðurstöður úr beinmergsprufu sýndu að hann væri laus við krabbameinið. Með þessar fréttir hélt hann aftur heim fullur af orku til Missouri þar sem hann nýtur lífsins við vatnið með eiginkonu sinni og dóttur, sem heimsækir þau oft frá Colorado.

  „Þegar þú nærð mínum aldri getur þú hjálpað fjölda fólks með því að taka þátt í krabbameinstilraun,“ segir Bill. „Allir vinna, meira að segja þegar tilraunin heppnast ekki. Þá vita læknar og rannsakendur í það minnsta hvað virkar ekki.“

  „Ég er opnum heimilum svo þakklátur en ég gat tekið þátt í tilrauninni vegna þjónustunnar,“ segir hann. „Ég á læknisvísindum og rannsóknum mikið að þakka. Þetta mun leysa úr vandræðum margra í krabbameinstilraunum þegar fram líða stundir.“

  Vertu hluti af vaxandi samfélagi sem beislar mátt deilihagkerfisins þegar þörf er á.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Airbnb gekk til samstarfs við Cancer Support Community til að útvega tímabundið húsnæði að kostnaðarlausu fyrir fólk sem ferðast vegna krabbameinsmeðferðar

  • Maður frá Missouri gat dvalið ókeypis í Texas til að fara í gegnum meðferð í klínískri rannsókn

  • Þrátt fyrir að honum hefðu verið gefnir níu mánuðir ólifaðir árið 2011 hefur hann verið krabbameinslaus síðan meðferð lauk.

  Airbnb
  12. nóv. 2019
  Kom þetta að gagni?