Það sem einn ofurgestgjafi hefur lært um verðlagningu

Ekki stilla verðið og gleyma því síðan, heldur notaðu verðtól Airbnb.
Airbnb skrifaði þann 12. okt. 2023
3 mín. lestur
Síðast uppfært 12. okt. 2023

Þegar Daniel Chamillard byrjaði að taka á móti gestum árið 2012 var hann ekki viss um hvernig best væri að haga verðlagningunni. „Með tímanum og reynslunni lærði ég smám saman að fá sem mest út úr eignunum mínum,“ segir hann.

Síðan þá hefur hann tekið á móti hundruðum gesta í eignum sínum á Tenerife, sem er stærsta eyja Kanaríeyja sem tilheyra Spáni og liggja við strönd Vestur-Afríku. Daniel varð ofurgestgjafi árið 2014, fulltrúi ofurgestgjafa árið 2020 og meðlimur ráðgjafaráðs gestgjafa árið 2022. Ráðgjafaráð gestgjafa vinnur með gestgjöfum til að varpa betra ljósi á áskoranir þeirra og gera þeim skil í athugasemdum sínum til Airbnb.

Við báðum Daniel að deila því hvernig hann nálgast verðlagningu á skráningum sínum og mikilvægi þess að vera samkeppnishæfur. Hafðu í huga að eins og hann minntist á, er engin ein „töfralausn“ og það getur tekið smá tíma að komast að því hvað virkar fyrir þig.

Hér er það sem Daniel hefur að segja um verðlagningu:

Settu þér raunhæfar væntingar

Það eru innri og ytri þættir sem þarf að hafa í huga þegar þú setur verð fyrir eignina þína. Innri þættir fela í sér fjárhagsþarfir þínar eða væntingar. Ytri þættir fela meðal annars í sér tegund eignarinnar, árstíðabundna eftirspurn á svæðinu, efnahagslega þróun á staðnum og hagkerfið í heild sinni. Þú ættir að taka tillit til allra þessara þátta við mótun verðstefnunnar.

Í mínu tilfelli sem sjálfstæðs gestgjafa með fjórar litlar eignir á vinsælli ferðamannaeyju, á markaði þar sem samkeppnin er mikil, er lykilatriði hagnaðs míns að nýtingarhlutfallið hjá mér sé gott og verðið sé viðráðanlegt.

Ég tel að það sé mikilvægt að hafa raunhæfar væntingar og vera meðvitaður um útgjöld og markmið sem maður vill ná. Fyrir suma, eins og mig, er gestaumsjón aðalstarfið og tekjulindin. Fyrir aðra er hún leið til að afla viðbótatekna til að greiða af húsnæðisláninu, sinna viðhaldi eða endurbótum á húsinu eða senda fjármagn til fjölskyldumeðlima. Hafðu raunhæfar væntingar í samræmi við markmið þín og það sem þú getur boðið gestum.

Bættu þessum fimm hlutum við verkefnalistann þinn

Það sama gildir um heimilin okkar og skráningarverðið, bæði þarfnast reglulegs viðhalds.

Það er ekki nóg að stilla verðið og sitja síðan auðum höndum á meðan beðið er eftir bókunum. Gestgjafar þurfa að fylgjast með verðinu hjá sér. Ég mæli með að gera eftirfarandi daglega:

  • Yfirfarðu dagatöl og uppfærðu verð

  • Greindu og bregstu við efnahagsþróun á svæðinu

  • Prófaðu þig áfram með kynningartilboð og lágmarksdvöl

  • Bættu við nýjum myndum og myndatextum

  • Hugsaðu um skráninguna þína sem sýningargrip — hún er það í raun og veru!

Notaðu tólin til að ná sem bestum árangri

Ég nota daglega tólin til að stilla lágmarksdvöl, viku- og mánaðarafslætti og kynningartilboð.

Ég fæ bókanir fyrir lengri gistingu með því að bjóða viku- og mánaðarafslátt. Yfirleitt enda gestir á því að bóka eina viku, sem er góður árangur út af fyrir sig.

Ég nýti mér einna helst kynningartilboð. Þau gera mér kleift að stilla verð nokkra mánuði fram í tímann, yfirleitt þrjá mánuði, og bjóða síðan afslátt ef enginn áhugi var sýndur á því tímabili. Ég vil geta áttað mig á eftirspurn og framboði til að geta hagað málum hjá mér í samræmi við það.

Við höfum öll áhyggjur ef bókanir hjá okkur eru af skornum skammti. Það kemur fyrir hjá okkur öllum endrum og eins. Ég vona að þessar tillögur veiti þér hvatningu til að gera eign þína og verð eftirsóttari og samkeppnishæfari.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
12. okt. 2023
Kom þetta að gagni?