Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Ábendingar ofurgestgjafa varðandi umsjón og vöxt rekstursins

  Þessir gestgjafar deildu lyklinum að velgengni sinni sem hluta af sögumánuði svarts fólks.
  Höf: Airbnb, 18. feb. 2022
  4 mín. lestur
  Síðast uppfært 18. feb. 2022

  Aðalatriði

  • Skýr stefna er lykilatriði, allt frá því að íhuga gistináttaverð til fjárfestingar í eigninni sjálfri

  • Haltu skrá frá upphafi til að halda utan um skipulag

  • Auktu gistireksturinn með framúrskarandi gestrisni og frábærum umsögnum

  Við höldum upp á sögumánuð svarts fólks og í tilefni þess ræddum við meðal annars við tvo ofurgestgjafa um hvernig þau urðu frumkvöðlar og þá innsýn sem gestaumsjón hefur veitt þeim.

  Meðal margra hagnýtra ábendinga um að efla reksturinn töluðu gestgjafarnir einnig um verðstefnur og bókhald og hvernig það borgaði sig að fjárfesta í eigin eignum frá upphafi. Tillögurnar voru svo margar og góðar að þær veittu okkur innblástur að nýjum flokki yfir greinar sem fjalla um frumkvöðlastarfsemi og viðskiptaþætti gestaumsjónar.

  Við byrjum á ábendingum frá meðlim ráðgjafaráðs gestgjafa, Pamelluh Malindi frá Kenýa. Hún er frumkvöðull og stofnandi fyrirtækis sem skipuleggur brúðkaup og síðan fyrrum meðlim ráðgjafaráðs gestgjafa, Reed frá Fíladelfíu. Hann er kennari og frumkvöðull, eða eins og hann orðar það „kennarafrumkvöðull“.

  Vertu með verðstefnu fyrir gistináttaverðið

  Báðir gestgjafar ákváðu gistináttaverðið hjá sér með því að taka saman afborganir af húsnæðisláni sínu eða leigu og veituþjónustu og öðrum endurteknum kostnaði og reikna grunnverðið út frá því.

  „Svo lengi sem ég stend straum af kostnaði mínum þegar ég byrja fer ég ekki á taugum,“ segir Reed. „Maður verður ekki ríkur á einni nóttu. Ég verð ríkur hægt og rólega.“

  Skjót breyting á gistináttaverði Pamelluh skilaði henni miklum hagnaði. Í fyrstu verðlagði hún eign sína „svo hátt miðað við hve mikla vinnu ég lagði í hana,“ segir hún. Hún fékk engar bókanir.

  „Tveimur klukkustundum eftir að ég lækkaði verðið hjá mér fylltist allt af bókunum,“ segir Pamellah. „Það var ekkert bil á milli bókana.“ Hún gat fljótt hækkað verðið hjá sér og eftir aðeins þrjá mánuði varð hún ofurgestgjafi.

  Láttu verðið hjá þér endurspegla umsagnir þínar

  Reed bar eign sína saman við svipaðar skráningar á markaðssvæði hans til að hækka gistináttaverðið smám saman. „Þegar þú hefur lagt grunninn ferðu að fá frábærar umsagnir,“ segir hann, „og þá getur þú hækkað verðið hjá þér.“

  Upplifun Pamellah var svipuð. „Því fleiri umsagnir sem ég fékk, því meira gat ég hækkað verðið hjá mér þangað til að ég var orðin sátt við það,“ segir hún.

  Reed, ofurgestgjafi frá Philadelphia

  Hugsaðu eins og frumkvöðull

  „Þegar allt kemur til alls er gestaumsjón rekstur fyrirtækis,“ segir Reed. „Það er ávinningur af því að vera eigandi fyrirtækis í Bandaríkjunum.“ Þetta gagnast ekki bara gestgjafanum heldur einnig samfélagi gestgjafans. „Fólk sem býður gistingu skapar fjárhagstækifæri,“ segir hann.

  Reed líkir eigin viðhorfum til gestaumsjónar og frumkvöðlastarfsemi við Black Wall Street. „Á Black Wall Street notaði fólk heimili sitt og gerði það sama: Stofnaði lítil fyrirtæki, nýtti sér þau, jók veltuna og þróaði reksturinn“, segir hann.

  Black Wall Street var blómstrandi efnahags- og menningarsamfélag í Tulsa, Oklahoma sem var stofnað og þróað við upphaf 20. aldar af Bandaríkjamönnum með ættir að rekja til Afríku. „Með því að viðurkenna hugmyndafræði svartrar andspyrnu heldur svart fólk áfram í arfleifð Black Wall Street,“ segir Reed.

  Gestaumsjón hefur einnig skapað tengsl á milli gesta hans og samfélags sem Reed kann vel að meta: „Það hefur verið mikil blessun.“

  Haltu skrár frá upphafi

  Þar sem viðskiptahugarfar hefur verið lykilatriði í velgengni beggja gestgjafa mæla þeir með því að skipuleggja sig áður en tekið er á móti fyrstu gestunum.

  „Ég setti upp sérstakan reikning til að fylgjast með útgjöldum mínum. Þegar kemur að skattskilum get ég auðveldlega látið málin í hendur endurskoðanda míns eða séð um þetta á eigin spýtur,“ segir Reed.

  Að óska eftir aðstoð getur skipt sköpum þegar kemur að fjármálum. „Ef þú þarft að fá skattaráðgjöf eða kynna þér aðeins tölurnar til að öðlast betri skilning á þeim þá skaltu gera það,“ segir hann.

  Svo lengi sem ég stend straum af kostnaði mínum þegar ég byrja fer ég ekki á taugum. Maður verður ekki ríkur á einni nóttu. Ég verð ríkur hægt og rólega.
  Reed,
  Philadelphia

  Uppfærðu skráninguna reglulega

  Pamellah leggur til að gestgjafar uppfæri skráningarnar sínar oft til að vera samkeppnisfærir. Hún hefur einsett sér að hjálpa öðrum gestgjöfum á svæðinu að ná árangri og það fyrsta sem hún spyr þá að er einfaldlega: „Hvenær sinntir þú skráningunni þinni síðast?“ segir hún.

  Hún mælir með því að uppfæra myndirnar oft, einkum eftir árstíðum, og bera verðið oft saman við nágrannana. Hún bætir við að það sé sniðugt að taka frá tíma daglega, jafnvel aðeins nokkrar mínútur, til að skoða skráninguna og passa að þú hafir svarað skilaboðum frá gestum.

  Útbúðu hlýlegt umhverfi

  Pamellah leggur áherslu á að það að verða virtur gestgjafi snúist ekki bara um fallega eign og framúrskarandi umsagnir. „Verðið er aðeins einn þáttur í að fá gesti,“ segir hún. „Hvernig kemur þú fram við gestina þína?“

  Hún kýs að taka á móti gestum sínum í eigin persónu. „Ég skapa fallegt umhverfi svo að gestum finnist þeir vera velkomnir,“ segir hún. „Það er það sem Airbnb snýst um: Að gestum finnist þeir tilheyra og vera velkomnir.“

  Reed er á sama máli og leggur til að gestgjafar noti Airbnb sem gestir til að komast að því hvað virkar í eign annarra. „Blandaðu saman hugmyndum sem þú færð frá öðrum flottum skráningum,“ segir hann. „Upplifunin sem þú færð sem gestur mun gera þig að betri gestgjafa.“

  „Hugmyndafræði Airbnb byggir á gestrisni þinni og hvernig þú lætur fólk finna til tengingar,“ segir hann. „Fólk mun koma aftur ef þú tileinkar þér þessa hugmyndafræði.“

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Skýr stefna er lykilatriði, allt frá því að íhuga gistináttaverð til fjárfestingar í eigninni sjálfri

  • Haltu skrá frá upphafi til að halda utan um skipulag

  • Auktu gistireksturinn með framúrskarandi gestrisni og frábærum umsögnum

  Airbnb
  18. feb. 2022
  Kom þetta að gagni?