Verðlagning fyrir lengri gistingu

Viku- og mánaðarafslættir geta bætt stöðu í leit og aukið bókanir.
Airbnb skrifaði þann 11. maí 2021
2 mín. lestur
Síðast uppfært 17. maí 2023

Næstum ein af hverjum fimm bókuðum gistinóttum á Airbnb er hluti af dvöl sem varir í 28 nætur eða lengur.*Langdvöl og vikudvöl hefur oft í för með sér ávinning eins og:

  • Hærra nýtingarhlutfall með minna umstangi á milli gesta

  • Færri skilaboð frá gestum og minni vinnu í kringum þá

  • Stöðugra tekjustreymi miðað við styttri gistingu

Gestir sem hyggja á lengri gistingu leita yfirleitt að skráningum með afslætti. Gestgjafar geta boðið vikuafslátt fyrir bókanir sem vara sjö nætur eða lengur eða mánaðarafslátt fyrir bókanir sem vara 28 nætur eða lengur.

Með því að bjóða slíkan afslátt getur þú bætt stöðu skráningar þinnar í leitarniðurstöðum þar sem viku- eða mánaðarafslátturinn er birtur við hlið upprunalega verðsins hjá þér.

Staðbundin eftirspurn og tilfallandi kostnaður

Kynntu þér staðbundna eftirspurn áður en þú stillir afslátt. Ef þú tekur á móti gestum á svæði þar sem ferðamennskan er árstíðatengd skaltu íhuga hvort það gæti borgað sig að breyta verðinu yfir ákveðna mánuði.

Hafðu einnig reglubundinn kostnað í huga, svo sem:

  • Húsnæðislán eða leigukostnað. Þessi upphæð gæti verið upphafspunktur þegar kemur að ákvörðun viku- eða mánaðarlegs afslátts.

  • Húsnæðiskostnað. Kostnaður vegna veituþjónustu (vatn, gas, rafmagn), reglubundins viðhalds eins og ræstinga og garðvinnu sem og kostnaður vegna hluta sem þú velur að útvega gestum (aukasápa, nauðsynjar fyrir matargerð o.s.frv.) gæti verið felldur inn í verðið hjá þér.

  • Viðhaldskostnað. Það sem þú fjárfestir í eigninni til að gera hana þægilegri fyrir gesti, allt frá endurbótum til viðgerða, gæti verið hluti af verðinu hjá þér.

„Gott er að taka saman heildartekjur á mánuði þegar gestir bóka eftir nóttum,“ segir Oliver, gestgjafi í New York City. „Þá geturðu breytt mánaðarafslættinum til samræmis við þann heildarkostnað og stuðlað að áreiðanlegri tekjum.“

Stilling viku- eða mánaðarafslátts

Þú getur stillt afslátt með því að nota verðtólin í dagatalinu. Veldu stillingatáknið efst í hægra horninu. Flettu að afslætti í verðflipanum og veldu viku- eða mánaðarafslátt.

Þú munt sjá ráðlagðan afslátt sem miðast við eignina og eftirspurn eftir álíka eignum í nágrenninu. Færðu rennistikuna á milli 0 og 99% til að stilla afsláttinn og sjá hvernig hann breytir meðalverðinu fyrir vikulega eða mánaðarlega dvöl. Þú getur einnig slegið inn tölugildi handvirkt við hliðina á prósentumerkinu. Að því loknu pikkar þú eða smellir á „vista“ til að nota afsláttinn sem þú stilltir.

Til að skoða hvernig afslátturinn breytir tekjum þínum velur þú „verð gests“ fyrir neðan vikulegt eða mánaðarlegt verð. Þannig færð þú sundurliðun á verði sem telur með gistináttaverð, gjöld, afslætti eða kynningartilboð, skatta og tekjur þínar.

Þú getur einnig boðið gestum sem bóka með löngum fyrirvara eða á síðustu stundu afslátt. Opnaðu hlutann „fleiri afslættir“ í verðflipanum. Tilgreindu fjölda mánaða fyrir gesti sem bóka með löngum fyrirvara eða fjölda daga fyrir gesti sem bóka á síðustu stundu ásamt prósentuhlutfalli afslátts sem þú vilt bjóða fyrir tilteknar bókanir.

*Samkvæmt alþjóðlegum innanhússgögnum Airbnb, stóð gisting sem varði í 28 nætur eða lengur fyrir 21% bókaðra gistinátta á árinu 2022 og 18% bókaðra gistinátta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
11. maí 2021
Kom þetta að gagni?