Val á bestu myndunum af eigninni

Settu inn hágæðamyndir til að gestir geti skoðað eignina.
Airbnb skrifaði þann 5. maí 2021
Síðast uppfært 28. jún. 2024

Myndir hjálpa gestum að sjá eignina fyrir sér og meta hvort hún henti þörfum þeirra. Þú þarft minnst fimm myndir til að byrja með og getur bætt fleirum við síðar.

Flestar myndavélar geta tekið hágæðamyndir af eigninni, þar á meðal myndavélar snjallsíma. Fylgdu þessum ábendingum til að gefa skýra mynd af heimilinu þínu:

  • Sýndu eignina í sínu besta ljósi. Taktu myndir í náttúrulegri birtu og leggðu áherslu á mikilvæg smáatriði, svo sem vinsæl þægindi og einstaka eiginleika.

  • Miðjustilltu viðfangsefnið innan rammans. Taktu myndir á langsniði og nýttu þér hnitanetið til að stilla öllu rétt upp. Við sníðum sjálfkrafa af myndum þannig að þær passi inn í leitarniðurstöður Airbnb og skráningarsíðuna þína.
  • Skrifaðu myndatexta. Bættu við upplýsingum sem koma ekki fram á myndunum sjálfum. Til dæmis: „Hægt er að stækka borðstofuborðið þannig að allt að 10 manneskjur geti setið við það.“

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
5. maí 2021
Kom þetta að gagni?