Ráðgjafaráð gestgjafa

Ráðgjafaráð gestgjafa veitir gestgjöfum sæti við borðið til að endurspegla rödd samfélagsins við mótun framtíðarinnar með Airbnb.

Við kynnum meðlimina

Þessir 23 gestgjafar standa fyrir það besta sem samfélag okkar hefur að bjóða og sýna gott fordæmi. Þetta eru samfélagsleiðtogar, fulltrúar ofurgestgjafa, meðlimir í félagsmiðstöðinni eða aðilar sem eru virkir í annarri samfélagsþjónustu Airbnb. Þeir hafa brennandi áhuga á gestaumsjón, hafa lagt sitt af mörkum til samfélags Airbnb og rödd þeirra skiptir sköpum þegar við höldum til framtíðar saman.

Dandara Buarque

Ég er samfélagsleiðtogi og fulltrúi ofurgestgjafa í Maceió í Brasilíu. Airbnb er ástríða mín vegna þess að það gerir mér kleift að mynda innihaldsrík tengsl við fjöldan allan af fólki og menningarheimum.

Dolly Duran

Ég byrjaði að taka á móti gestum árið 2017 í lítilli stúdíóíbúð þar sem ég á heima í Flórída til að hjálpa við að greiða niður húsnæðislánið. Nú hef ég umsjón með mörgum eignum og gegni hlutverki fulltrúa ofurgestgjafa þar sem ég aðstoða nýja gestgjafa að koma sér af stað.

Rachel Melland

Þó að næstum því áratugur sé liðinn frá því að ég byrjaði að bjóða bændagistingu í júrtum við Peak District þjóðgarðinn í Englandi, þykir mér alltaf jafn gaman að sjá hversu ánægðir gestir eru við komu. Ég er einnig fulltrúi ofurgestgjafa.

José Manuel Esquivel Ramírez

Ég gerði upp heimili í Jerez á Spáni fyrir nokkrum árum og byrjaði að taka á móti gestum. Nú starfa ég sem samfélagsleiðtogi og hanna heimili fyrir aðra gestgjafa sem hefur góð efnahagsleg áhrif á nærsamfélagið og stuðlar að sjálfbærni þess.
Skoða notandalýsingu

Jue Murugu (Juliette)

Gestaumsjón hefur verið ástríða mín síðan 2015! Sem samfélagsleiðtogi og fulltrúi ofurgestgjafa í Naíróbí fyllist ég auðmýkt og gleði við að sjá suma þeirra sem ég hef aðstoðað gerast ofurgestgjafar.
Skoða notandalýsingu

Katie Mead

Ævintýri mitt sem gestgjafi hófst árið 2014. Sem fulltrúi ofurgestgjafa og samfélagsleiðtogi hef ég stutt gestgjafa á staðnum og talað fyrir sanngjörnum reglugerðum í Lake Arrowhead í Kaliforníu.
Skoða notandalýsingu

Keshav Aggarwal

Árið 2019 byrjaði ég að bjóða upp á Airbnb götulistaupplifun í Delhi á Indlandi og nýverið fór ég einnig að bjóða gistingu í einstökum jarðhýsum. Ég hef gaman af því að byggja upp menningarleg tengsl sem alþjóðlegur samfélagsleiðtogi fyrir netupplifanir.
Skoða notandalýsingu

Mauricio Bernal Cruz

Sem stoltur mexíkóskur samfélagsleiðtogi kann ég vel að meta það hvar ég bý og vil kynda undir þá tilfinningu hjá fólki að það sé hluti af samfélaginu. Ég hef verið gestgjafi á Airbnb síðan 2019.
Skoða notandalýsingu

Rie Matsumura

Ég finn til stolts yfir því að hafa tekið á móti gestum frá mismunandi menningarheimum í Okinawa í Japan frá árinu 2016. Ég hef gengt hlutverki samfélagsleiðtoga frá upphafi og unnið að því að fjölga tækifærum til að taka á móti gestum á eyjunni.
Skoða notandalýsingu

Sarah Huang (Yang-Fen)

Ég gerðist gestgjafi í Adelaide í Ástralíu árið 2016. Nú er ég fulltrúi ofurgestgjafa ásamt því að vera samfélagsleiðtogi og óformlega Airbnb-kjörorðið mitt er: „Að læra af öðrum, að deila með öðrum, að þjóna öðrum.“
Skoða notandalýsingu

Tatiya Uttarathiyang

Ég er samfélagsleiðtogi í Tælandi og hef dálæti á því hvernig Airbnb lætur heiminn virðast smærri. Ég hóf gestaumsjón sem áhugamál árið 2013 sem hefur síðan þróast út í að vera gestgjafi og samgestgjafi heimila og upplifana í fullu starfi.
Skoða notandalýsingu

Marielle Térouinard

Gestaumsjón veitir manni breiða heimssýn sem ég tel töfrum líkast. Árið 2013 skráði ég eign mína í litlu þorpi nálægt Chartres í Frakklandi á Airbnb og er nú virkur samfélagsleiðtogi og sjálfboðaliði.
Skoða notandalýsingu

Claudia Pattarini

Frá því að ég hóf gestaumsjón árið 2015 stofnaði ég samfélagshóp Airbnb við Como-vatn með öðrum gestgjöfum á Ítalíu. Við gestaumsjón stuðla ég að félagslegri þátttöku, efnahagslegu aðgengi og virðingu fyrir umhverfinu.
Skoða notandalýsingu

Daniel Chamillard

Ég hóf gestaumsjón árið 2012 og nú er hún mér hjartans mál! Sem fulltrúi ofurgestgjafa á Spáni hvet ég fólk til að taka þátt í þessu spennandi ævintýri.
Skoða notandalýsingu

Deirdre Gower

Ég hóf að bjóða staðbundnar upplifanir á Airbnb árið 2014 og kynnti netupplifun árið 2020. Ég er samfélagsleiðtogi í Höfðaborg í Suður-Afríku og talsmaður fyrir aðgengileg ferðalög.
Skoða notandalýsingu

Delphine Bresson

Frá árinu 2020 hef ég verið gestgjafi í þorpi nálægt Fontainebleau-skóginum í Frakklandi. Sem leiðtogi samfélags míns leita ég sífellt leiða til að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu.
Skoða notandalýsingu

Felicity Stevens

Ég hef tekið vel á móti gestum alls staðar að úr heiminum í töfrandi hverfi okkar í Sydney í áratug. Ég legg áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, varðveita auðlindir og að draga úr úrgangi.
Skoða notandalýsingu

Jennifer Schnier

Ég hóf gestaumsjón árið 2018 í Georgian Bay Biosphere, stærsta ferskvatnseyjaklasa í heimi. Ég býð sjálfbæra ferðaupplifun og sýni gestum sjálfbærar lausnir.
Skoða notandalýsingu

Kirk Brown

Ég gerðist samgestgjafi árið 2020 með vini mínum í Atlanta og skömmu síðar vorum við orðnir tekjusælir ofurgestgjafar. Ég veiti einnig nýjum gestgjöfum á verkvanginum aðstoð.
Skoða notandalýsingu

Nadia Giordani

Ég gerðist gestgjafi árið 2018 í Georgian Bay Biosphere í Kanada, stærsta ferskvatnseyjaklasa heims. Ég hef sjálfbæra ferðaupplifun og sýni sjálfbærar lausnir fyrir gesti.
Skoða notandalýsingu

Pauline Aughe

Ég hóf gestaumsjón árið 2015 sem leið til að styðja manninn minn sem átti við erfið veikindi að stríða. Frá þeim tíma hefur gestaumsjón orðið að hjartnæmri upplifun fyrir alla fjölskylduna okkar.
Skoða notandalýsingu

Ronaldo Monge

Ég fæddist og ólst upp í Púertó Ríkó og byrjaði að taka á móti gestum í aukaherbergi hjá mér í Chicago árið 2015. Nú veiti ég gestgjöfum fræðslu, er samgestgjafi og ofurgestjgafi ásamt því að bjóða fimm mismunandi upplifanir á Airbnb.
Skoða notandalýsingu

Yajaira Sosa

Líf mitt snerist um gestrisni löngu áður en ég hóf gestaumsjón á Airbnb árið 2015. Ég er samfélagsleiðtogi í Dóminíska lýðveldinu og vinn með öðrum gestgjöfum.
Skoða notandalýsingu

Að baki merkinu

Ráðgjafaráð gestgjafa er þversnið af fjölbreyttu samfélagi gestgjafa okkar.
  • Samanlögð 129 ára reynsla af gestaumsjón
  • Fjölbreytt endurspeglun á kyni, kynþætti, uppruna, kynhneigð og þjóðfélagslegri stöðu
  • Fjölbreytt lífsreynsla
  • Mismunandi menningarbakgrunnar með heimili í 15 löndum
  • Afburðarfærni á ýmsum áherslusviðum, svo sem sjálfbærni, fjölbreytni, aðgengi og stefnumótun

Algengar spurningar

Hver er tilgangur ráðgjafaráðs gestgjafa?

Ráðgjafaráð gestgjafa hjálpar til við að hafa áhrif á reglur, þjónustu og vörur tengdar gestgjöfum. Ráðið mun einnig leggja til málanna hvernig gestgjafasjóður Airbnb er notaður til að styðja gistisamfélagið.

Við hverju má ég búast af ráðgjafaráði gestgjafa?

Ráðgjafaráð gestgjafa er rödd gistisamfélagsins hjá forystu Airbnb. Ráðið gegnir mikilvægu hlutverki við að móta framtíð Airbnb.

Hvernig var ráðgjafaráð gestgjafa valið?

Gestgjafar voru tilnefndir miðað við reynslu þeirra af gestaumsjón og gríðarleg áhrif í samfélögum þeirra.