Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig við hjálpum ferðamönnum að skipuleggja sveigjanlegri ferðir

  Kynntu þér hvernig þú getur skipulagt næstu ferð með sveigjanlegum bókunum.
  Höf: Airbnb, 23. mar. 2020
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 27. apr. 2021

  Á þessum tíma árs skipuleggja margir gestir á Airbnb orlof sín og frí. Við skiljum að óvissa vegna kórónaveirunnar (COVID-19) hefur orðið til þess að mörg okkar spyrjum hvort, og hvenær, við getum skipulagt ferðalög fram í tímann. Við erum ykkur innan handar.

  Til að draga úr áhyggjum ferðamanna höfum við auðveldað fólki að finna og bóka sveigjanlegri valkosti. Hér eru nokkrir nýir eiginleikar og ráðleggingar um sveigjanlegri bókanir:

  1. Sía fyrir afbókunarreglur
  Við höfum bætt við nýrri leitarsíu til að auðvelda fólki að leita að, og bóka, gistingu með sveigjanlegum afbókunarreglum. Áður en þú bókar getur þú valið afbókunarregluna sem hentar þér best:

   • Sveigjanleg: Full endurgreiðsla á gistináttaverði 1 degi fyrir komu
   • Hófleg: Full endurgreiðsla á gistináttaverði 5 dögum fyrir komu
   • Ströng: 50% endurgreiðsla á gistináttaverði allt að 1 viku fyrir komu

   2. 100% endurgreiðsla á þjónustugjaldi gesta á Airbnb
   Okkur er ljóst að aðstæður munu breytast frekar og viljum slá á áhyggjur gesta sem skipuleggja ferðir sínar síðar meir. Vegna bókana milli 10. mars 2020 og 1. júní 2020 munum við endurgreiða þjónustugjald gesta í formi ferðakóða ef þú þarft að afbóka og ættir annars ekki rétt á að fá það endurgreitt. Kóðann má nota til að bóka ferð síðar meir.

   Ferðakóða má finna með því að opna notandalýsingu, velja aðgang, og velja svo „greiðslur og útborganir“. Þegar þú gengur frá næstu bókun færðu inneignina sem greiðsluvalkost sem verður notaður fyrir bókunina þína.

    3. Fáðu hraðari endurgreiðslu með nýja tólinu okkar
    Ef þú valdir hóflega eða stranga afbókunarreglu og þú þarft að hætta við ferðina þína höfum við kynnt nýtt tól sem auðveldar gestgjöfum að bjóða endurgreiðslu ef þú getur ekki komist í ferðina vegna kórónaveirunnar. Gestgjafar ráða afbókunarreglum sínum og margir þeirra treysta á bókanir á Airbnb til að ná endum saman. Við biðjum þig um að sýna því tillitssemi ef gestgjafi getur ekki endurgreitt bókun með hóflegri eða strangri afbókunarreglu.

     Hafir þú þegar skipulagt ferðalag gætir þú átt rétt á fullri endurgreiðslu vegna reglna okkar um gildar málsbætur. Við mælum með því að bókamerkja þessa síðu í hjálparmiðstöðinni til að fylgjast með nýjustu upplýsingum um gjaldgengar bókanir sem hægt er að fella niður án gjalda í samræmi við þessar reglur.

     Við viljum að gestirnir okkar geti tekið réttar ákvarðanir vegna ferðalaga sinna og þessar nýju reglur eru ein leið til að gera það. Fylgstu með fleiri fréttum og uppfærslum á Airbnb.com/COVID.

     Airbnb
     23. mar. 2020
     Kom þetta að gagni?