Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar • Heimilisgestgjafi

Afbókunarreglur fyrir heimilið

Frá og með 1. október 2025 leyfa allar almennar afbókunarreglur fyrir skammtímagistingu (færri en 28 nætur) afbókun innan sólarhrings frá bókun. Það þýðir að gestir geta afbókað og fengið endurgreitt að fullu ásamt sköttum í allt að 24 klst. frá því að bókun er staðfest, að því tilskildu að bókunin hafi verið staðfest að minnsta kosti sjö dögum fyrir innritun (miðað við staðartíma eignarinnar og með fyrirvara um tilteknar undanþágur sem lýst er hér að neðan). 

Mikilvæg atriði til að hafa í huga varðandi afbókunarreglur

Þú getur valið afbókunarreglur fyrir heimilið þitt: eina fyrir skammtímagistingu og eina fyrir langtímagistingu. Þegar allt er klárt getur þú kynnt þér hvernig þú velur afbókunarreglu fyrir skráninguna.

  • Gakktu úr skugga um að afbókunarreglan sem þú velur fyrir heimilið sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir
  • „Full endurgreiðsla“ á við um uppsett verð skráningarinnar auk skatta. Endurgreiðsla á gjöldum gesta Airbnb fer eftir ýmsum þáttum
  • Tímasetning afbókunar og bókunarstaðfestingar miðast alltaf við staðartíma skráningarinnar
  • Ræstingagjald verður ekki borgað afbóki gestur bókun sem gengið var frá fyrir 21. apríl 2025.
  • Tilteknar hótelskráningar sem fást ekki endurgreiddar eru undanþegnar almenna 24 klukkustunda gjaldfrjálsa afbókunartímabilinu.

Bjóddu gestum valkost sem fæst ekki endurgreiddur, gegn afslætti fyrir skammtímagistingu

Þegar þú setur upp almenna afbókunarreglu fyrir gistingu sem varir skemur en í 28 nætur getur þú einnig boðið valkost án endurgreiðslu. Valkostur án endurgreiðslu gerir gestum kleift að bóka á afsláttarverði sem fellur ekki undir almennu afbókunarregluna hjá þér. Gestir fá ekki endurgreitt ef þeir afbóka.

Kynntu þér nánar hvernig þú getur boðið gestum þínum valkost sem fæst ekki endurgreiddur, gegn afsláttarverði.

Aðstæður þar sem gestur gæti átt rétt á endurgreiðslu, þvert á afbókunarreglu þína

Við tilteknar aðstæður gætu þú og gestur þinn átt rétt á því að afbóka gegn endurgreiðslu, jafnvel þótt afbókunarreglan þín kveði á um annað. Kynntu þér nánar hvenær undantekningar gætu átt við um afbókunarreglu þína.

Sérstakar aðstæður þar sem önnur afbókunarregla kann að gilda

Ef afbókunarreglunni þinni er ekki lýst í þessari grein

Af og til prófum við nýjar afbókunarreglur. Skoðaðu upplýsingar í viðkomandi bókun ef afbókunarreglu þinni er ekki lýst í þessari grein.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning