Skilgreining á tegund gistiaðstöðu

Fáðu nánari upplýsingar um tegundir eigna og hvernig sú rétta er valin.
Airbnb skrifaði þann 14. júl. 2022
1 mín. lestur
Síðast uppfært 14. júl. 2022

Aðalatriði

  • Veldu almenna tegund eignar sem gefur gestum réttar væntingar

  • Þú getur bætt við frekari upplýsingum í næsta skrefi

Frábær gestrisni byrjar á því að veita skýrar væntingar um eignina. Þú getur hjálpað gestum að finna skráninguna þína með því að tilgreina hvaða tegund eignar þú býður upp á.

Í þessu skrefi getur þú valið þá tegund eignar sem á best við um eign þína, svo sem hús eða íbúð. Við biðjum þig um nánari upplýsingar í næsta skrefi.

Svona skilgreinir Airbnb almenna tegund hverrar eignar:

  • Íbúð: Vanalega staðsett í fjölbýlishúsi þar sem annað fólk býr, að meðtöldum blokkaríbúðum og loftíbúðum
  • Hús: Frístandandi bygging sem er mögulega með sameiginleg útisvæði eða veggi, svo sem raðhús eða tvíbýli
  • Aukaeign: Vanalega á sameiginlegri lóð með sérinngangi, að meðtöldum gestahúsum og gestaíbúðum
  • Fágæt eign: Áhugaverð eða óhefðbundin bygging eins og trjáhús, júrt-tjald eða bændagisting
  • Gistiheimili: Gistirekstur þar sem gestgjafinn er á staðnum og morgunverður stendum gestum til boða
  • Hönnunarhótel: Gistirekstur sem einkennist af sérstökum stíl eða þema

    Veldu þá tegund sem þú telur að eigi best við ef eign þín passar við fleiri en eina.

    Gefum okkur að þú sért að skrá litla notalega stúdíóíbúð í bakgarðinum hjá þér. Þú gætir annað hvort valið aukaeign (gestahús) eða fágæta eign (smáhýsi) eftir því hvaða tegund þú telur að eigi betur við.

    Allt getur gengið upp svo lengi sem þú gefur gestum rétta mynd af því sem við má búast ef þeir bóka eignina. Við biðjum þig um að bæta við frekari upplýsingum í næsta skrefi og þú getur gert breytingar á valkostum eftir að þú birtir skráningu eignarinnar.

    Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

    Aðalatriði

    • Veldu almenna tegund eignar sem gefur gestum réttar væntingar

    • Þú getur bætt við frekari upplýsingum í næsta skrefi

    Airbnb
    14. júl. 2022
    Kom þetta að gagni?