Gestgjafar á Airbnb eru að gera heimili sín sjálfbærari

Kynntu þér hvernig þú verður sjálfbærari gestgjafi með þessum sérfræðiábendingum.
Airbnb skrifaði þann 21. apr. 2021
8 mín. lestur
Síðast uppfært 21. apr. 2021

Aðalatriði

  • Kynntu þér einfaldar leiðir til að bjóða upp á sjálfbærari gistingu, allt frá endurvinnslu og stöðvun notkunar á einnota plasti til endurnýtanlegrar orku

  • Að draga úr matarsóun getur komið að gagni fyrir umhverfið og samfélag þitt

  • Fáðu fleiri grænar hugmyndir í fræðsluröð okkar um sjálfbæra gestaumsjón

Á síðasta ári stóð Airbnb fyrir kynningarviðburði sérfræðinga í Edinborg, Skotlandi þar sem gestgjöfum gafst kostur á að kynna sér sjálfbærni og orkusparnað frá ýmsum áreiðanlegum stofnunum, þar á meðal Big Clean Switch og Olio. Sérfræðingarnir höfðu margt að segja um hvernig bæta má orkunýtingu og skipta um birgja, endurvinnslu og matarsóun.

Í tilefni dags jarðarinnar 22. apríl deilum við þessum ábendingum og ráðum enn á ný með gestgjafasamfélagi Airbnb í því skyni að efla gestgjafa með umhverfisvænum venjum sem hægt er að tileinka sér allt árið um kring. Skoðaðu það sem þessir sérfræðingar hafa að segja:

Ofurgestgjafinn Anna: Hvernig litlar, hversdagslegar breytingar geta haft mestu áhrifin á kolefnisspor þitt.

Rebecca Walker, samstarfsstjóri hjá Big Clean Switch: Hvernig þú getur lækkað reikningana hjá þér með því að skipta yfir í endurnýtanlega orku.

Saasha Celestial-One, rekstrarstjóri hjá Olio: Hvernig það að draga úr matarsóun getur komið umhverfinu að gagni og nært nærsamfélag þitt.

Við leitum stöðugt að hugmyndum og tólum til að hjálpa þér að ná árangri sem gestgjafi en enginn þekkir bestu starfsvenjurnar betur en samfélag gestgjafa okkar. Við eigum í nánu samstarfi við ráðgjafaráð gestgjafa á Airbnb til þess að búa til fræðsluröð sem heldur utan um efni sem tengist sjálfbærri gestaumsjón. Fræðsluröðin inniheldur fjölda sérfræðiábendinga og tillaga sem miða að því að gera rými þitt og venjur umhverfisvænni ásamt því að hjálpa gestum þínum að draga úr kolefnisfótspori sínu við ferðalög.

Við teljum að umhverfissjálfbær ferðalög muni færast í aukana meðal ferðamanna og við viljum hjálpa þér að undirbúa þig. Skoðaðu fræðsluröð okkar um sjálfbæra gestaumsjón fyrir frekari ábendingar.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Kynntu þér einfaldar leiðir til að bjóða upp á sjálfbærari gistingu, allt frá endurvinnslu og stöðvun notkunar á einnota plasti til endurnýtanlegrar orku

  • Að draga úr matarsóun getur komið að gagni fyrir umhverfið og samfélag þitt

  • Fáðu fleiri grænar hugmyndir í fræðsluröð okkar um sjálfbæra gestaumsjón

Airbnb
21. apr. 2021
Kom þetta að gagni?