Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Spurningum gestgjafa svarað: Sumarútgáfa Airbnb

  Skráningartitlarnir koma aftur ásamt öðrum gagnlegum uppfærslum.
  Höf: Airbnb, 10. jún. 2022
  4 mín. lestur
  Síðast uppfært 18. jún. 2022

  Aðalatriði

  • Við deilum nýjum viðmiðunarreglum um að semja skráningartitla

  • Við hefjum birtingu skráningartitla ykkar frá og með 30. júní

  Þann 11. maí kynntum við sumarútgáfu Airbnb 2022 með nýrri leið til að leita í flokkum á Airbnb. Síðan þá höfum við safnað saman athugasemdum frá þúsundum gestgjafa í gegnum félagsmiðstöð okkar, gestgjafaklúbba, tölvupósta og námskeið með ráðgjafaráði gestgjafa og öðrum gestgjafaleiðtogum. Takk fyrir gagnlegar athugasemdir og tillögur. Í dag viljum við segja frá því hvernig við erum að bregðast við þremur helstu beiðnum ykkar.

  Að geta samið eigin skráningartitil var ein þeirra leiða sem ég gat valið til að vekja athygli á heimili mínu. Verður titlum aftur bætt við leitarniðurstöður?

  Já, við munum bæta skráningartitlum sem gestgjafar semja aftur við. Okkur langar að útskýra af hverju við fjarlægðum þá og segja þér frá ferlinu og tímalínunni til að bæta þeim við.

  Við fjarlægðum sérsniðna titla til að búa til samræmdar lýsingar á Airbnb sem auðvelda gestum að skoða og bera saman gistingu. Í sumum tilvikum voru lengri titlar teygðir yfir nokkrar línur eða innihéldu tjákn sem hefðu mögulega ekki átt við um skráninguna. Þetta ósamræmi flækti leit og skapaði stundum slæma upplifun fyrir gesti.

  Við höfum einnig sett inn stærri myndir af eignum en þær eru oft það fyrsta sem gestir sjá af heimili þínu. Þar af leiðandi þurftum við að minnka umfang þeirra upplýsinga sem birtast fyrir neðan myndirnar í leitarniðurstöðum.

  Uppfærsla: Okkur bárust margar athugasemdir tengdar breytingunum, þar á meðal fjöldi beiðna um að gera aftur mögulegt að semja eigin skráningartitil. Við höfum skilning fyrir áhuganum á því en skráningartitillinn er eitt af því fyrsta sem birtist gestum í leitarniðurstöðum og veitir tækifæri á að leggja áherslu á það sem gerir eignina einstaka.

  Í dag, 17. júní, birtum við nýjar viðmiðunarreglur um að semja skráningartitla. Við mælum með því að takmarka stafafjölda við 32 stafi, fylgja hefðbundnum málfræðireglum og forðast að nota tjákn (emoji) eða tákn. Mikilvægast er að lýsa því sem gerir eign þína einstaka.

  Lesa nýju viðmiðunarreglurnar

  Skráningartitlar munu birtast í leitarniðurstöðum á Airbnb frá og með 30. júní.

  Ég hef áhyggjur af því að skráningin mín finnist ekki auðveldlega. Er það eitthvað sem aðrir eru að lenda í?

  Ýmsir þættir geta haft áhrif á frammistöðu skráningar, þar á meðal árstíðir og efnahagslegar aðstæður. Við viljum lýsa því hvernig gestum gefst tækifæri til að uppgötva skráninguna þína og hvað við erum að gera til að bæta bókunarupplifun þeirra enn frekar.

  Þó að margir gestir skoði flokka á Airbnb til að fá innblástur og bóka heldur meirihlutinn áfram að bóka gistingu með því að slá inn tiltekinn áfangastað og ferðadagsetningar í leit. Þegar gestir hafa slegið inn staðsetningu eru þeir að nota flipann „öll heimili“, eins og þeir gerðu áður, til að skoða alla gistingu sem er í boði á tilteknum stað og bóka eign sem hentar þeim. Við erum nú að skoða leiðir til að gera flipann fyrir „öll heimili“ meira áberandi þegar gestir leita að staðsetningu.

  Við erum einnig að skoða breytingar á bókunarupplifun, þar á meðal birtingu á flokkum, frekari breytingar á leit á korti og hvernig best er að sýna fjölda umsagna. Við munum vinna áfram með gestgjafaráðgjöfum og veita frekari upplýsingar næstkomandi júlí.

  Mér líst vel á flokka á Airbnb en hvernig get ég athugað í hvaða flokki eignin mín er? Og hvað ef ég vil vera í öðrum flokki til viðbótar?

  Flokkar á Airbnb eru söfn heimila sem miða við einstakan stíl eigna og staðsetningu eða nálægð við afþreyingu á ferðalagi. Flokkar eru ný leið til að sýna fjölbreytileika skráninga á Airbnb og hjálpa gestum að finna staði sem þeir vissu ekki að væru til.

  Við kynntum flokka í þeirri trú að það verði á endanum til flokkur fyrir hverja skráningu. Það gleður okkur að þið skulið vera spennt fyrir nýju flokkunum eins og sést á þeim fjölmörgu hugmyndum um viðbótarflokka sem þið hafið deilt; allt frá sjálfbærum heimilum og fjölskylduvænum eignum til eigna í miðborginni og gistingar með skrifstofum fyrir fjarvinnuna.

  Auk þess að vinna með samfélagi gestgjafa að þróun ferlis til að búa til nýja flokka erum við að skoða leiðir til að gera þér kleift að athuga í hvaða flokki eign þín er. Við veitum nánari upplýsingar á komandi mánuðum.

  Á meðan getur þú gert ýmislegt til að tryggja að eignin þín sé skráð í flokka. Passaðu að skráningarupplýsingarnar séu uppfærðar, fullfrágengnar og réttar. Mundu einnig að bæta frábærum ljósmyndum við skráninguna á eigninni þar sem gæði mynda eru eitt af lykilviðmiðunum í flokkunum.

  Við bjóðum þér eins og áður að deila athugasemdum þínum eða taka þátt í námskeiði fyrir gestgjafa í gegnum gestgjafaklúbbinn á þínu svæði.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Við deilum nýjum viðmiðunarreglum um að semja skráningartitla

  • Við hefjum birtingu skráningartitla ykkar frá og með 30. júní

  Airbnb
  10. jún. 2022
  Kom þetta að gagni?