Að hjálpa þér að verða sjálfbærari gestgjafi

Kynntu þér sjálfbæra gestaumsjón í fréttum ráðgjafaráðs gestgjafa í apríl.
Airbnb skrifaði þann 21. apr. 2021
3 mín. lestur
Síðast uppfært 28. apr. 2021

Aðalatriði

  • Kynntu þér hvernig Airbnb og ráðgjafaráð gestgjafa hjálpa gestgjöfum að verða sjálfbærari

  • Anna Jones hjá ráðgjafaráðinu deilir einnig ástæðum þess að henni er svo annt um umhverfið.

  • Fylgstu með árangri ráðgjafaráðs gestgjafa á árinu 2021

Við deilum nýjustu fréttum frá ráðgjafaráði gestgjafa í hverjum mánuði og hjálpum þér að kynnast meðlimum ráðsins.

Halló öllsömul,

Ég heiti Anna Jones og er meðlimur ráðgjafaráðs gestgjafa og skipuleggjandi í sjálfbærninefndinni. Síðastliðna mánuði höfum við fundað með leiðtogum Airbnb til að skoða hvernig við getum stutt gestgjafa við að verða umhverfisvænni.

Ég er svo spennt að deila frekari upplýsingum um það sem við höfum haft fyrir stafni í tilefni dags jarðarinnar 22. apríl!

Samfélaginu hjálpað við að verða sjálfbærara

Það er skiljanlegt að margir gestgjafar viti ekki hvernig þeir geta orðið sjálfbærari. Mikið af upplýsingum er í boði og það getur oft verið yfirþyrmandi!

Þegar ég skráði mig í ráðgjafaráðið var eitt af markmiðum mínum að gera sjálfbærni aðgengilegri fyrir gestgjafa. Ég trúi því virkilega að með því að styðja og vegsama hvert annað getum við rutt brautina fyrir jákvæðum breytingum!

Svona vinnum við að þessu með Airbnb:

  • Við kynnum fræðsluröð um sjálfbærni: Airbnb hefur unnið náið með Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna sem unnið hefur frumkvöðlastarf í umhverfisvernd á alþjóðavísu ásamt World Wildlife Fund, helstu verndunarsamtökum heims sem og sjálfbærninefnd ráðgjafaráðs gestgjafa til að útbúa fræðsluefni fyrir gestgjafa. Þetta felur í sér nýjar greinar eins og leiðbeiningar fyrir byrjendur til að verða sjálfbær gestgjafi og ábendingar til að kynna sjálfbæra ferðamennsku fyrir gestum þínum. Við munum auka við efnið á árinu. Fylgstu því vel með til að uppgötva fleiri leiðir til að verða umhverfisvænni!
  • Deilum því hvernig aðrir gestgjafar skipta sköpum: Sjálfbærnivenjur geta verið mjög mismunandi eftir því hvar þú býrð og hvað þér stendur til boða. Til að sýna gestgjöfum leiðir til að vera sjálfbærir á mismunandi stöðum og rýmum munum við beina sjónum okkar að umhverfisvænum gestgjöfum á heimsvísu. Fyrst kynnum við ofurgestgjafann Tiffany sem á strandskála á Hollywood Beach í Kaliforníu.
  • Samstarf skoðað á sviði endurnýjanlegrar orku: Airbnb skoðar samstarf við græn orkufyrirtæki í völdum samfélögum til að auðvelda gestgjöfum aðgengi að endurnýjanlegri orku. Airbnb mun kynna tilraunaverkefni í Bandaríkjunum fljótlega og ef gestgjafar telja að það komi sér vel munum við vinna að því að bjóða alþjóðasamfélagi gestgjafa svipuð tilboð.

Það gleður mig svo mikið að deila því með ykkur að þetta er bara byrjunin! Sjálfbærninefndin er spennt yfir því að skoða nýjar leiðir til að hjálpa gestgjöfum að verða grænni og spara peninga á sama tíma! Við munum deila frekari fréttum varðandi málefnið á árinu.

Ástæður þess að mér er svona annt um umhverfið

Að búa nærri sjónum í Pembrokeshire í Wales vakti nýja ástríðu og veitti mér hvatningu til að skapa sjálfbærari lífsstíl. Það gleður mig að geta hjálpað öðrum gestgjöfum að hefjast handa við þá vegferð. Hér er örlítið meira um mig:

Árið 2017 leituðum við fjölskyldan mín að breyttum lífsstíl og okkur langaði að útbúa skráningu á Airbnb. Síðan fór fallegt bóndabýli á sölu og við féllum fyrir því. Allar byggingarnar eru frá árinu 1650 svo hér eru miklir töfrar og ró.

Hér er ekki bara ótrúlegt landslag og strandlengja. Fólkið er svo skapandi. Það er svo mikil tenging við landið og það sem það gerir. Það smitar út frá sér! Samfélagið á staðnum er órjúfanlegur hluti af upplifun gestanna, allt frá handgerðum sápum á staðnum til listaverka sem skreyta veggina!

Við erum með tvær skráningar. Við mamma sjáum um allar breytingar og uppstillingar. Pabbi sinnir öllu viðhaldi. Allt endurspeglar okkur og snýst svo mikið um liðsframtak. Manni líður sem hluta af einni heild og ástríðan fyrir búsetustað okkar er ríkjandi.

Ég tók saman nálgun okkar varðandi sjálfbærni sem er í skráningarlýsingum okkar. Hún er einnig útprentuð í bústöðunum svo að fólk geti lesið hana og kynnt sér það sem við gerum. Við ræktum meira að segja okkar eigin sjálfbæru tré til að knýja áfram viðareldavélar okkar!

Ég var einn af stofnaðilum samfélagsráðs Airbnb í Bretlandi, sem var stofnað árið 2019, og ég er í forystu fyrir sjálfbæra gestaumsjón ásamt nokkrum gestgjöfum í Bretlandi og teymi Airbnb.

Það hefur verið töfrum líkast að ná snertingu við náttúruna. Núna geng ég í takt við árstíðirnar og taktinn í sjónum og það endurspeglast í öllu sem við gerum hér.

Margir ná aftur sambandi við sjálfa sig og náttúruna þegar þeir gista hér. Stundum líður mér eins og Amor því gestirnir falla fyrir Pembrokeshire og snúa sífellt aftur hingað!

Ráðgjafaráð gestgjafa kemur aftur saman í næsta mánuði og færir frekari fregnir af stjórnarfundum okkar. Í millitíðinni vona ég að nýja sjálfbærniröðin gagnist þér vel!

Kveðja (Eða eins og við segjum hér í Wales, „Iechyd da!“)

Anna Jones

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Kynntu þér hvernig Airbnb og ráðgjafaráð gestgjafa hjálpa gestgjöfum að verða sjálfbærari

  • Anna Jones hjá ráðgjafaráðinu deilir einnig ástæðum þess að henni er svo annt um umhverfið.

  • Fylgstu með árangri ráðgjafaráðs gestgjafa á árinu 2021
Airbnb
21. apr. 2021
Kom þetta að gagni?