Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fyrstu skrefin með ræstingarreglum Airbnb

  Fyrstu skrefin með ræstingarreglum Airbnb

  Kynntu þér um hvað þær fjalla; og mikilvægi hreinlætis eins og er.
  Höf: Airbnb, 4. jún. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 27. ágú. 2020

  Aðalatriði

  • Gestir fylgjast betur með hreinlæti en nokkru sinni áður

   • Við höfum unnið með sérfræðingum til að gefa út ítarlegri viðmiðunarreglur fyrir ræstingar meðan á COVID-19 stendur og í framhaldinu

   • Ráðlögðu reglurnar innihalda fimm skrefa ferli við ræstingar, gátlista fyrir hvert herbergi og fleira

   • Gjaldgengar skráningar gestgjafa sem skuldbinda sig til að fylgja þessum skrefum verða sýndar sérstaklega á skráningarsíðunni

   Við ferðumst nú með öðrum hætti og gestir gera ráð fyrir meira hreinlæti en nokkru sinni áður. Gestir sögðu í nýlegri könnun Airbnb að áhyggjur af hreinlæti væru stærsta hindrun þeirra fyrir að bóka sér gistingu. Stjórnvöld skoða einnig hreinlætishætti fyrir heimagistingu þegar þau semja leiðbeiningar fyrir enduropnun og vernd íbúa.

   Mörg ykkar hafið sagt okkur að þið viljið fá meiri leiðsögn frá Airbnb um hvernig eigi að standast þessar nýju væntingar og hvernig þið getið verndað ykkur, ástvini ykkar og gesti. Við höfum því samið ítarlegri ræstingarreglur með skýrum leiðbeiningum um hvert skref til að draga úr ágiskun við ræstingar, og til að hjálpa ykkur að minnka líkur á að dreifa sjúkdómum, meðan á COVID-19 stendur og í framhaldinu.

   Leiðbeiningar um ræstingar miðað við sérfræðiráð

   Til að útbúa þennan nýja hreinlætisstaðal hófum við samstarf við Ecolab sem er leiðanda aðili á sviði ræstingar- og hreinlætistækni í heiminum. Við höfum einnig notið leiðsagnar læknisins Vivek Murthy, fyrrverandi landlæknis Bandaríkjanna, og margir hlutar leiðbeininganna byggja á tilmælum Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC).

   Gátlistar fyrir hvert skref og fræðsla

   Í þessari handbók sýnum við ræstingarreglurnar með sérstökum leiðbeiningum um hvernig á að þrífa, það sem á að hreinsa og hvaða efni og búnað þarf að hafa við höndina. Við höfum skipt ferlinu niður í fimm skýr skref til að greinilegt sé hvað þarf að gera og hvernig.

   1. Undirbúðu öruggari ræstingar
   2. Þrífðu burt ryk og rusl
   3. Hreinsaðu með sótthreinsiefni
   4. Skoðaðu gátlista fyrir hvert herbergi
   5. Endurstilltu herbergið

   Þú finnur ítarlegar leiðbeiningar fyrir hvert skref í ræstingarhandbókinni ásamt gátlistum fyrir þrif hvers herbergis eignarinnar. Við höfum einnig bætt við sérstökum ráðleggingum fyrir COVID-19 eins og hvernig þú getur gætt eigin öryggis við ræstingar.

   Hafðu í huga að leiðbeiningar fyrir ræstingar gætu breyst í takt við þróun sérfræðiþekkingar. Ítarlegri ræstingarreglur Airbnb miðast við nýjustu vísindaþekkingu og heilsa og öryggi þitt og allra notenda nýtur forgangs.

   Ný leið til að sýna gestum að þú gerir meira en aðrir

   Við vitum að hreinlæti skiptir gesti meira máli en nokkru sinni fyrr; og nú getur þú sýnt þeim að það skiptir þig einnig máli. Við biðjum gestgjafa um að lesa yfir samantekt á reglunum og svara stuttum spurningalista til að sýna fram á skilning á leiðbeiningunum. Skráningar gjaldgengra gestgjafa sem ákveða að skuldbinda sig til að fylgja ræstingarreglunum verða svo sýndar sérstaklega til þess að gestir viti að þessir gestgjafar hafi samþykkt að fylgja ítarlegri ferlum við ræstingar. Þetta gæti verið akkúrat það sem gestir þurfa svo að þeim finnist þægilegt að bóka eignina þína. Frekari upplýsingar um gjaldgengi fyrir áherslumerki við skráningar

   Við vitum að ræstingar munu taka lengri tíma miðað við þessar leiðbeiningar. Þú tekur mikilvægt skref til að vernda þig, gesti þína og alla í samfélagi Airbnb með innleiðingu reglnanna. Til að auðvelda ferlið höfum við tekið saman það sem þú þarft að vita hér í úrræðamiðstöðinni.

   Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu. Áður en þú byrjar að fylgja fimm skrefa ræstingarferlinu skaltu lesa alla ræstingarhandbók Airbnb. Ef þú ákveður að fylgja ítarlegri ræstingarreglum Airbnb staðfestir þú að þú gætir þurft að gera frekari ráðstafanir til að vernda þig, teymi þín og gesti þína. Airbnb ber ekki ábyrgð á nokkru líkamstjóni eða nokkrum sjúkdómi sem stafar af því að fylgja þessum leiðbeiningum. Frekari upplýsingar er að finna í handbókinni. Finndu sérstakar leiðbeiningar um ræstingar þar sem þú ert með því að bókamerkja þessa grein í hjálparmiðstöðinni.

   Aðalatriði

   • Gestir fylgjast betur með hreinlæti en nokkru sinni áður

    • Við höfum unnið með sérfræðingum til að gefa út ítarlegri viðmiðunarreglur fyrir ræstingar meðan á COVID-19 stendur og í framhaldinu

    • Ráðlögðu reglurnar innihalda fimm skrefa ferli við ræstingar, gátlista fyrir hvert herbergi og fleira

    • Gjaldgengar skráningar gestgjafa sem skuldbinda sig til að fylgja þessum skrefum verða sýndar sérstaklega á skráningarsíðunni

    Airbnb
    4. jún. 2020
    Kom þetta að gagni?