Ráðgjafaráð gestgjafa
Í ráðinu eru 23 gestgjafar frá öllum heimshornum sem endurspegla rödd gestgjafasamfélags okkar.







Kynnstu meðlimum ráðsins
Áhugi þeirra á gestaumsjón, framlag þeirra til nærsamfélaga sinna og einstök innsýn þeirra á því sem felst í hlutverkinu stuðlar að því að bæta upplifun gestgjafa hjá Airbnb.

Andrea Henderson
Bandaríkin
Hóf gestaumsjón árið 2018 Vegferð mín sem gestgjafa hófst þegar ég byrjaði að deila heimili mínum með gestum sem heimsóttu Colorado. Eitt það sem ég held mest upp á við gestaumsjónina er að ég fæ að vera lítill hluti af „púsluspili“ ferðalags hvers gests. Ég veiti fjölskyldum og vinum tækifæri til þess að hittast og skapa eftirminnilegar minningar. Það fyllir mig stolti að segja frá því að ég hef gengt hlutverki samfélagsleiðtoga Denver frá árinu 2022.
Annik Rauh
Þýskaland
Hóf gestaumsjón árið 2021 Þar sem eignin sem ég býð á Airbnb er staðsett á þýsku eyjunni Rügen, í 400 km fjarlægð frá heimabæ mínum, Brandenburg an der Havel, legg ég mikið upp úr því að skapa fullkomna upplifun fyrir gesti án þess að ég þurfi að vera á staðnum. Fyrir mér eru samskipti við gesti miklu meira en bara orð.
Ansel Troy
Bandaríkin
Hóf gestaumsjón árið 2018 Vegferð mín sem gestgjafa á Airbnb hófst í Kaliforníu með því markmiði að verða ofurgestgjafi og endurskilgreina hvernig litið er á samfélagshópa sem oft er horft fram hjá innan gistigeirans. Ástríða mín er að hanna einstök rými og mynda tengsl við ferðalanga hvaðanæva að.
Arturo Blas
Argentína
Hóf gestaumsjón árið 2017 Ég uppgötvaði Airbnb í Argentínu sem leið til að miðla sögum og hefðum Rómönsku Ameríku með restinni af heiminum. Gestrisni veitir mér hvatningu til að skapa raunveruleg tengsl sem eru sterkari en landamæri. Gestaumsjónin gerir mér ekki aðeins kleift að taka á móti gestum heldur einnig að vera fulltrúi ríkrar menningarsögu okkar.Skoða notandalýsingu
Cinzia Nadalini
Ítalía
Hóf gestaumsjón árið 2017 Ég er stoltur samfélagsleiðtogi og fulltrúi ofurgestgjafa við Como-vatn á Ítalíu. Ég legg mikla áherslu á að vera nýjum gestgjöfum innan handar, veita rödd samfélagsins eftirtekt, halda sjálfbærum gistirekstri í heiðri og veita gestum mínum ógleymanlega upplifun.Skoða notandalýsingu
Clara Reeves
Bandaríkin
Hóf gestaumsjón árið 2017 Ég elska að deila litlu paradísinni okkar í Flórída með gestum frá öllum heimshornum. Gestaumsjón snýst um mikið meira en bara gistiaðstöðuna sjálfa. Hún snýst um að mynda innihaldsrík tengsl og skapa ógleymanlegar minninar.Skoða notandalýsingu
Dandara Buarque
Brasilía
Hóf gestaumsjón árið 2019 Ég er samfélagsleiðtogi og fulltrúi ofurgestgjafa í Maceió, Brasilíu. Airbnb er mín helsta ástríða vegna þess að það gerir mér kleift að mynda innihaldsrík tengsl við fjöldann allan af fólki og menningarheimum.Skoða notandalýsingu
Dolly Duran
Bandaríkin
Hóf gestaumsjón árið 2017 Ég byrjaði að taka á móti gestum í lítilli stúdíóíbúð á heimili mínu í Flórída sem leið til að greiða niður húsnæðislánið. Ég veiti aðstoð við umsjón fjölda eigna og gegni hlutverki fulltrúa ofurgestgjafa þar sem ég aðstoða nýja gestgjafa við að koma sér af stað.Skoða notandalýsingu
Elena Gallo
Spánn
Hóf gestaumsjón árið 2015 Sem gestgjafi í Marbella á Spáni. Ég hef komist að því hve mikla ánægju það veitir mér að kynnast gestum alls staðar að úr heiminum og skapa einstakar upplifanir fyrir þá. Ég get einnig aðstoðað aðra gestgjafa sem fulltrúi ofurgestgjafa og samgestgjafi. Þetta veitir mér mikla hamingju og skipar gestaumsjóninni sérstakan sess í hjarta mínu.Skoða notandalýsingu
Enoch Choi
Suður-Kóera
Hóf gestaumsjón árið 2018 Ég byrjaði að taka á móti gestum í kringum Vetrarólympíuleikana 2018 og hef verið gestgjafi og fulltrúi ofurgestgjafa síðan þá. Það skiptir mig miklu máli að styðja við eldri gestgjafa í atvinnustarfsemi þeirra.Skoða notandalýsingu
Geoff Gedge
Ástralía
Hóf gestaumsjón árið 2014 Ég byrjaði að taka á móti gestum í Ástralíu eftir að ég missti vinnuna þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á. Það sem byrjaði sem nauðsyn þróaðist út í nýjan lífstilgang fyrir mig. Fyrir mér snýst gestaumsjónin um að skapa eftirminnilegar minningar fyrir gesti mína, hvort sem þeir dvelja hjá mér vegna bónorðs, 40 ára brúðkaupsafmælis eða einfaldlega til að flýja daglegt amstur með vinum eða vandamönnum.Skoða notandalýsingu
Jue Murugu
Kenía
Hóf gestaumsjón árið 2015 Gestaumsjón er ástríða mín. Sem samfélagsleiðtogi og fulltrúi ofurgestgjafa í Naíróbí fyllist ég gleði við að sjá suma þeirra sem ég hef aðstoðað gerast ofurgestgjafar.Skoða notandalýsingu
Karen Belland
Kanada
Hóf gestaumsjón árið 2014 Það sem hófst sem einföld aukavinna þróaðist út í svo miklu meira en það. Ég byrjaði að taka á móti gestum í gamla bílskúrnum okkar í Kanada sem ég breytti í notalegt strandarkot. Að deila sérþekkingu minni á gestaumsjón hefur orðið að minni leið til að mynda samfélag, tengsl og samkennd. Ég legg mitt af mörkum til að gera veröld okkar sjálfbærari, vingjarnlegri og umburðarlyndari fyrir alla.Skoða notandalýsingu
Katie Mead
Bandaríkin
Hóf gestaumsjón árið 2014 Mitt magnaða ævintýri sem gestgjafi hófst í Palm Springs í Kaliforníu. Sem fulltrúi ofurgestgjafa og samfélagsleiðtogi hef ég verið gestgjöfum innan handar og talað fyrir sanngjörnum reglugerðum. Ég elska að taka á móti gestum vegna þess að ég fæ að vera lítill hluti af sögu einhvers. Frábærar minningar úr ferðalögum endast ævilangt.Skoða notandalýsingu
Keshav Aggarwal
Indland
Hóf gestaumsjón árið 2019 Ég gekk til liðs við Airbnb með því að bjóða upplifun tengda götulist í Delí á Indlandi og bætti síðan við mig og byrjaði að taka á móti gestum í einstökum jarðhýsum. Ég hef gaman af því að byggja upp menningartengsl sem samfélagsleiðtogi fyrir upplifanir.Skoða notandalýsingu
Lamine Madjoubi
Frakkland
Hóf gestaumsjón árið 2019 Gestaumsjón hefur verið mín leið til þess á ferðast án þess að yfirgefa heimili mitt í Frakklandi með því að kynnast fólki og menningu þess alls staðar að úr heiminum. Ég elska að skapa rými þar sem gestum líður eins og heima hjá sér um leið og þeir ganga inn um dyrnar. Besti hluti upplifunarinnar er síðan að sjá ánægða gesti sem vel fer um.Skoða notandalýsingu
Marielle Terouinard
Frakkland
Hóf gestaumsjón árið 2015 Gestaumsjón veitir manni breiða heimssýn sem ég tel töfrum líkast. Ég gekk til liðs við Airbnb sem gestgjafi í litlu þorpi nálægt Chartres í Frakklandi á Airbnb og er nú virkur samfélagsleiðtogi og sjálfboðaliði.Skoða notandalýsingu
Mauricio Bernal Cruz
Mexíkó
Hóf gestaumsjón árið 2019 Líf mitt hefur breyst við það að opna dyr heimilis míns fyrir fólki hvaðanæva að úr heiminum. Sem ofurgestgjafi og samfélagsleiðtogi kann ég vel að meta það hvar ég bý. Ég vil kynda undir þá tilfinningu hjá fólki að það sé hluti af samfélaginu og ég hef notað tækifærið til að bæta umhverfi mitt með gestrisni.Skoða notandalýsingu
Rachel Melland
Bretland
Hóf gestaumsjón árið 2015 Þó að næstum því áratugur sé liðinn frá því að ég byrjaði að bjóða gistingu í júrt-tjöldum á bóndabænum okkar við Peak District þjóðgarðinn í Englandi, þykir mér alltaf jafn gaman að sjá hversu ánægðir gestir eru við komu. Ég er einnig fulltrúi ofurgestgjafa.Skoða notandalýsingu
Rie Matsumura
Japan
Hóf gestaumsjón árið 2017 Ég finn til stolts yfir því að hafa boðið gesti frá mismunandi menningarheimum velkomna til Okinawa í Japan. Ég hef gengt hlutverki samfélagsleiðtoga frá upphafi og unnið að því að fjölga tækifærum til að taka á móti gestum á eyjunni.Skoða notandalýsingu
Sarah Huang
Ástralía
Hóf gestaumsjón árið 2015 Ég uppgötvaði Airbnb undir innblæstri frá Nóbelsverðlaunahafanum Muhammad Yunus um að skapa sér vinnu í stað þess að leita sér að vinnu. Með því að gerast gestgjafi á Airbnb fékk ég tækifæri til að gera það sem mig langar á sama tíma og ég nýt fjárhagslegs frelsis. Þannig hef ég getað sameinað áhugamál mín og starf og fengið hvatningu til að kanna og læra meira um það sem lífið og Airbnb hafa upp á að bjóða.Skoða notandalýsingu
Tatiya Uttarathiyang
Tæland
Hóf gestaumsjón árið 2014 Ég er samfélagsleiðtogi í Tælandi og hef dálæti á því hvernig Airbnb lætur heiminn virðast smærri. Gestaumsjónin var áhugamál hjá mér í fyrstu sem hefur síðan þróast út í að vera gestgjafi og samgestgjafi heimila og upplifana í fullu starfi.Skoða notandalýsingu
Zamani Khumalo
Suður-Afríka
Hóf gestaumsjón árið 2019 Ég er móðir, náttúruunnandi og ofurgestgjafi á Airbnb. Ég hef verið svo heppin að taka á móti ferðalöngum frá öllum heimshornum inn á heimili okkar. Markmið mitt er að láta öllum gestum líða eins og þeir séu hluti af fjölskyldu minni. Þetta hefur verið ótrúlegt ferðalag, stuðlað að ógleymanlegum augnablikum, innihaldsríkum tengslum og óþrjótandi fræðslu. Ég er ævinlega þakklát fyrir að vera hluti af Airbnb.Skoða notandalýsingu