Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hrós til gestgjafa

  Nýr eiginleiki hjálpar gestum að deila því sem þeir kunnu best að meta við eignina þína.
  Höf: Airbnb, 12. okt. 2018
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 5. mar. 2020

  Ekkert jafnast á við að heyra „vel gert!“ þegar þú hefur lagt á þig mikla vinnu. Mörg ykkar leggið sérstaklega hart að ykkur til þess að veita gestunum töfrandi gistingu. Starfsfólk okkar sem vinnur með umsagnir veit hvað jákvæðar umsagnir skipta miklu máli. Þegar starfsfólkið lagði hugann í bleyti kom þessi hugmynd upp: Hvað ef við gæfum gestum möguleika á að tilgreina á fljótlegan og einfaldan hátt hvað það var sem gerði dvöl þeirra hjá gestgjafa svona frábæra? Við gætum greint algengustu atriðin sem gestir kunna að meta í ferðum með hæstu einkunnirnar og skráð þau sem „hrós“ fyrir gesti til að velja úr.

  Spólaðu áfram til dagsins í dag og hugmynd þeirra er að verða að veruleika. Hér eru sjö helstu hrósin sem komu fram:

  1. Framúrskarandi gestrisni
  2. Ábendingar heimafólks
  3. Fallega hönnuð eign
  4. Hugulsemi
  5. Skjót svör
  6. Frábær þægindi
  7. Tandurhreint

  Þegar gestur gefur ferðinni sinni heildareinkunn upp á 4 til 5 stjörnur er hann sjálfkrafa beðinn um að gefa örlítið meiri upplýsingar um það sem gerði hana eftirminnilega. Gestir geta valið eins mörg hrós og þeir vilja af þeim sjö sem eru í boði og eins og alltaf geta þeir skrifað um upplifun sína með eigin orðum, bæði í opinberum athugasemdum og einkaathugasemdum.

  Þannig að næst þegar þú vekur hrifningu gesta þinna verða þeir beðnir um að svara spurningunni: „Var eitthvað sem skaraði sérstaklega fram úr?“ Gesturinn getur síðan valið hvað það var sem hann kunni best að meta við dvöl sína með því að velja úr sjö hrósum.

  Við höfum bætt við sérstökum hluta fyrir „hrós“ við samantekt á umsögnum þínum þegar þú skoðar hana í Airbnb appinu á farsímanum þínum. Þannig getur þú fylgst með því hvað gestir kunnu að meta við eign þína og gestrisni. Starfsfólk okkar er að leggja lokahönd á þennan eiginleika fyrir vefinn svo að þú getur séð hlutann fyrir hrós á tölvunni þinni innan skamms.

  Fleiri munu bætast við fljótlega. Við erum að vinna að leiðum til að þessi hrós birtist í leitarniðurstöðum gesta svo þeir geti séð hvað gerir gestrisni þína einstaka. Þetta er önnur leið til þess að gestir viti betur við hverju þeir mega búast og fyrir þig til að ná markmiðum þínum sem gestgjafi. Við hvetjum þig áfram, hvort sem þú ert með nokkur hrós nú þegar eða hlakkar til að fá fyrsta hrósið.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Airbnb
  12. okt. 2018
  Kom þetta að gagni?