Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Upplýsingar um nýlegar breytingar á viðmiðum ofurgestgjafa

  Kynntu þér af hverju breytingin á einkunnum nýju umsagnarinnar er betri fyrir gesti og gestgjafa.
  Höf: Airbnb, 20. jún. 2018
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 5. mar. 2020

  Við höfum tekið eftir því að miklar umræður hafa skapast í kringum nýju viðmiðin fyrir ofurgestgjafa svo við vildum útskýra af hverju við gerðum þessar breytingar.

  Með ofurgestgjafaþjónustunni er bestu og táknrænustu gestgjöfum Airbnb veitt viðurkenning. Síðan þjónustan hófst hefur verið nauðsynlegt að uppfylla ákveðin skilyrði til að verða ofurgestgjafi. Þú þurftir að bjóða gistingu minnst 10 sinnum á ári, hafa engar afbókanir (nema um gildar málsbætur sé að ræða), svara 90% skilaboða sem þú fékkst innan 24 klukkustunda og 80% umsagna þinna þurftu að vera með 5 stjörnur.

  Fyrstu þrjú viðmiðin haldast óbreytt en frá og með júlí þurfa ofurgestgjafar nú 4,8 að meðaltali í einkunnagjöf í staðinn fyrir 80% hlutfall af 5 stjörnu umsögnum.

  Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við ákváðum að gera þessa breytingu. Fyrst og fremst af því hún er einfaldari og auðskiljanlegri. Ein af athugasemdunum sem stóð upp úr varðandi gömlu viðmiðin fyrir þjónustuna var að gestir fengu ekki nógu gott innsæi á hvað þyrfti til að verða ofurgestgjafi. Með því að breyta úr 80% hlutfalli 5 stjörnu umsagna í heildareinkunn sem samsvarar 4,8 eiga gestir auðveldara með að skilja hvað það þýðir að vera ofurgestgjafi. Að miða við heildareinkunn upp á 4,8 er þar að auki líkari nýjum þjónustuleiðum okkar eins og Plús, þar sem skilyrðin eru meðal annars 4,8 í heildareinkunn.

  Samkvæmt nýlegum gögnum teljum við að á milli 90% til 95% ofurgestgjafa muni ekki eiga í neinum erfiðleikum með að uppfylla skilyrði ofurgestgjafa samkvæmt nýju viðmiðunum. Það er markmið okkar að hafa eins marga ofurgestgjafa og mögulegt er og að allir gestgjafar veiti gestum frábærar upplifanir sem verðskulda framúrskarandi umsagnir. Við höldum áfram að fylgjast náið með því hvernig viðmiðin hafa áhrif á ofurgestgjafaþjónustuna og munum þróa þau eftir því sem virkar og því sem virkar ekki. Við kunnum að meta athugasemdirnar sem þú hefur veitt hingað til og hlökkum til frekara samstarfs með þér til að auka skýrleika og samkvæmni þjónustunnar.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Airbnb
  20. jún. 2018
  Kom þetta að gagni?