Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Úrræði gegn kynþáttafordómum fyrir samfélag Airbnb

  Hér eru nokkrar leiðir til að verða betri styðjandi.
  Höf: Airbnb, 1. jún. 2020
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 28. apr. 2021

  Aðalatriði

  Á síðasta ári leiddi sorgin vegna fráfalls George Floyd, Breonna Taylor, Ahmaud Arbery og ótal annarra svartra einstaklinga til sérstaklega erfiðra tíma fyrir marga, þ.m.t. gestgjafa og gesti. Við urðum einnig vör við aukið ofbeldi gegn fólki með uppruna frá Asíu.

  Úrræðahópur starfsmanna í hópnum Black@ hjá Airbnb útbjó handbók um aðgerðastefnu og samstöðu sem við deildum með samfélagi okkar í Bandaríkjunum. Markmiðið var að styðja við gestgjafa og gesti sem voru sárir, reiðir, hræddir eða óvissir um hvernig valda má breytingum og veita samfélagsmeðlimum okkar úrræði til að verða betri styðjendur.

  Mismunun er mikil ógn samfélags sem byggir á samkennd og gagnkvæmu samþykki. Hún gengur gegn öllu því sem við stöndum fyrir og því sem við trúum á. Airbnb hafnar kynþáttamisrétti, fordómum og hatri. Við fögnum dómi í réttarhöldum vegna dauða George Floyd en við vitum að dómurinn getur ekki endurlífgað neinn sem hefur fallið frá á hörmulegan hátt né bundið enda á aldalanga baráttu um að byggja upp réttlátara og samkenndara samfélag.
  Airbnb hafnar kynþáttamisrétti, fordómum og hatri.

  Ekki er hægt að ræða um það sem er að gerast án þess að viðurkenna þann sársaukafulla sannleik að sumir gestgjafar og gestir verða enn fyrir mismunun. Það er algjör andstæða markmiðs okkar um að skapa samkennd. Árið 2016 komum við hjá Airbnb upp stefnu gegn mismunun og samfélagssáttmála. Síðan þá hafa meira en 1,3 milljón manns misst aðgang sinn að verkvangi okkar vegna þess að fólkið hafnaði stefnunni og sáttmálanum. Við eigum enn verk fyrir höndum og við berjumst áfram gegn mismunun.

  Nýlega deildum við gagnlegum úrræðum til að styðja við íbúa með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum og við útvíkkuðum handbók okkar um aðgerðastefnu og samstöðu sem við nefndum hér að ofan.

  Uppfærða handbókin um aðgerðastefnu og samstöðu inniheldur tillögur að lesefni og aðgerðaratriðum frá aðgerðasinnum og sérfræðingum sem eru gegn kynþáttafordómum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópusambandinu sem og á Írlandi, í Suður-Afríku, í Kanada og á fleiri stöðum. Við töldum það koma að gagni að deila þessum nýju úrræðum með ykkur um leið og við vinnum öll saman að því að verða betri og virkari styðjendur.

  Farið vel með ykkur og gætið öryggis.

  Í samheldni,

  Starfsfólk Airbnb

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  Airbnb
  1. jún. 2020
  Kom þetta að gagni?