Airbnb og gestgjafar á staðnum styðja náttúruvernd í Kenía

Hvernig meðlimir gestgjafaklúbbs vinna saman að varðveislu strandlengju.
Airbnb skrifaði þann 20. mar. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 20. mar. 2024

Aðalatriði

  • Á hverju ári tilnefna gestgjafaklúbbar góðgerðasamtök til að hljóta styrk úr samfélagssjóði Airbnb.

  • Airbnb mun úthluta 100 milljónum Bandaríkjadala til samtaka um allan heim fram til ársins 2030.

  • Búið er að opna fyrir tilnefningar í samfélagssjóð 2024.

Ef þú finnur hóp gestgjafa á Airbnb sem gengur meðfram strönd við strandlengju Kenía þá er ekki um hefðbundna gönguferð að ræða. Þau eru að tína plastflöskur og annað rusl áður en það berst aftur út í Indlandshaf.

Pamellah, gestgjafi og samfélagsleiðtogi gestgjafaklúbbsins fyrir strandsvæði Kenía, ætlar að taka þátt í strandhreinsun sem er skipulögð af góðgerðasamtökum á staðnum, A Rocha Kenya, til að vernda svæðið sem hún kallar heimili sitt. „Við skipuleggjum gestgjafasamfélagið þannig að það geti geti komið saman og haft veruleg áhrif á samfélag okkar,“ segir hún. „Við treystum hvert á annað þar sem enginn er eyland.“

A Rocha Kenya vinnur að því að rannsaka og endurheimta búsvæði sem eru í hættu og vernda dýrategundir í útrýmingarhættu. Pamellah tilnefndi samtökin til styrks úr samfélagssjóði Airbnb vegna þess að hún fékk innblástur er hún sá áhuga samtakanna á verndun. Gestgjafaklúbbar hafa á hverju ári tækifæri til að styðja samfélag sitt í gegnum samfélagssjóðinn. 

Góðgerðasamtökin eru hluti af hinu víðfeðma verndunarneti A Rocha sem er með starfsemi í meira en 20 löndum. A Rocha Kenya hefur skuldbundið sig til að vernda samfélagið, þar á meðal að merkja fugla, planta fenjavið og bjóða upp á ókeypis trjáplöntur. Samtökin vinna með frumbyggjasamfélögum, bændum á staðnum, kvennasamtökum, vísindamönnum og öðrum til að stunda rannsóknir og bjóða upp á umhverfisfræðslu.

Colin, stofnandi A Rocha Kenya, er einnig gestgjafi á Airbnb. Hann hefur unnið með Pamellah til að fræða samfélagið um náttúruvernd. „Við lítum á fólk sem mjög stóran hluta af lausninni, jafnvel þótt það sé hluti af vandamálinu,“ segir Colin. „Við vitum að það er mikilvægt að fá fólk með alls konar bakgrunn til að taka þátt til að ná árangri.“

Colin hefur í áraraðir tekið á móti vísindamönnum og gestum Airbnb á vistvæna skála sínum í bænum Watamu. Eignin hans er á landsvæði verndunarmiðstöðvar A Rocha Kenya. Hann segir að tekjurnar sem hann aflar af gestaumsjón renni til framtaksverkefna góðgerðasamtakanna. Gestir Colin verða oft stuðningsmenn eftir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í verndunarstarfi.

Colin (til vinstri), gestgjafi og stofnandi A Rocha Kenya, deilir ást sinni á fuglum með samfélagsleiðtoganum Pamellah (til hægri).

Svona leggja gestgjafaklúbbar sitt af mörkum

A Rocha Kenya fékk styrk sem nam 50.000 Bandaríkjadölum úr samfélagssjóði Airbnb, þökk sé tilnefningu gestgjafaklúbbs Kenía. Með styrknum hyggjast góðgerðasamtökin þróa nýtt náttúruverndarsvæði og bæta við annarri gönguleið sem byggð er fyrir ofan gróðlendið til að bæta núverandi náttúruverndarsvæði. 

Styrkurinn mun einnig hjálpa góðgerðasamtökunum að halda áfram að bjóða þjónustu sína á sviði vistvænnar ferðamennsku í gegnum vistvæna skálann og bjóða upp á fleiri fræðsluverkefni, svo sem að sjá samfélaginu fyrir trjáplöntum. 

Meira en 50 gestgjafaklúbbar tilnefndu góðgerðasamtök um allan heim til að fá styrki úr samfélagssjóði Airbnb árið 2023. Búið er að opna fyrir tilnefningar fyrir styrki í samfélagssjóð 2024. Hafðu samband við gestgjafaklúbbinn á staðnum til að fá frekari upplýsingar.

Vertu með í gestgjafaklúbbnum á staðnum og fáðu tækifæri til að gefa til baka

Tilnefndu góðgerðasamtök til að fá styrk úr samfélagssjóði 2024 fyrir 7. júní.
Finndu gestgjafaklúbbinn þinn

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Á hverju ári tilnefna gestgjafaklúbbar góðgerðasamtök til að hljóta styrk úr samfélagssjóði Airbnb.

  • Airbnb mun úthluta 100 milljónum Bandaríkjadala til samtaka um allan heim fram til ársins 2030.

  • Búið er að opna fyrir tilnefningar í samfélagssjóð 2024.

Airbnb
20. mar. 2024
Kom þetta að gagni?