Airbnb og gestgjafar styrkja konur og ungmenni í Kólumbíu

Svona styður gestgjafaklúbburinn í Bógóta við fjölskyldur, með einni handgerðri dúkku í einu.
Airbnb skrifaði þann 20. mar. 2024
2 mín. lestur
Síðast uppfært 20. mar. 2024

Aðalatriði

  • Á hverju ári tilnefna gestgjafaklúbbar góðgerðasamtök til að hljóta styrk úr samfélagssjóði Airbnb.

  • Airbnb mun úthluta 100 milljónum Bandaríkjadala til samtaka um allan heim fram til ársins 2030.

  • Búið er að opna fyrir tilnefningar í samfélagssjóð 2024.

„Þetta er Super Empanada, sem berst gegn hungri og fátækt,“ segir Yuli, gestgjafi og stofnandi True Heroes Foundation í Bógóta, Kólumbíu, þar sem hún heldur á einni af handgerðu dúkkunum sem endurspegla samtök hennar. 

Dúkkan er klædd í gulan ofurhetjubúning, með rauða skikkju og bláa augngrímu. Yuli er þó hin sanna ofurhetja. Hún býður konum saumastörf í gegnum samtök sín, til að veita þeim aukatekjur og styðja fjölskyldur sínar.

True Heroes Foundation heldur námskeið þar sem konur læra að búa til dúkkur og selja í gegnum góðgerðasamtök hennar. Frá árinu 2012 hafa tugir mæðra notið góðs af námskeiðunum. Samtökin bjóða einnig upp á öruggt rými þar sem mæður og börn þeirra geta nálgast stuðning varðandi geðheilsu, notið samstöðu og tjáð sig í gegnum listir og sköpunargáfu.

True Heroes Foundation hvetur börn til að koma með hugmyndir að ofurhetjupersónum, eins og Super Empanada.

Svona leggja gestgjafaklúbbar sitt af mörkum

Sem meðlimur í gestgjafaklúbbi Bógóta tilnefndi Yuli samtökin til að hljóta styrk úr samfélagssjóði Airbnb. Gestgjafaklúbbar hafa á hverju ári tækifæri til að styðja samfélag sitt í gegnum samfélagssjóðinn. True Heroes Foundation fékk 10.000 Bandaríkjadala styrk þökk sé tilnefningunni.

Styrkurinn mun hjálpa góðgerðasamtökunum að kaupa fleiri saumavélar, ráða sálfræðing í hlutastarf og stækka rýmið. Hann mun einnig veita að minnsta kosti fjórum fjölskyldum aukatekjur í sex mánuði.

„Þökk sé styrknum frá Airbnb munum við hefja árið 2024 með frábærum verkefnum og bættum tækifærum fyrir samtök okkar,“ segir Yuli. „Það skiptir máli að stór fyrirtæki eins og Airbnb styðji við bakið á okkur.“

Meira en 50 gestgjafaklúbbar tilnefndu góðgerðasamtök um allan heim til að fá styrki úr samfélagssjóði Airbnb árið 2023. Búið er að opna fyrir tilnefningar fyrir styrki úr samfélagssjóðinum árið 2024. Hafðu samband við gestgjafaklúbbinn á þínu svæði til að fá frekari upplýsingar.

Nýttu tækifærið til að gefa til baka til samfélagsins með því að ganga í gestgjafaklúbbinn á staðnum.

Tilnefndu góðgerðasamtök til að fá styrk úr samfélagssjóðinum árið 2024 fyrir 7. júní.
Finndu gestgjafaklúbbinn þinn

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Á hverju ári tilnefna gestgjafaklúbbar góðgerðasamtök til að hljóta styrk úr samfélagssjóði Airbnb.

  • Airbnb mun úthluta 100 milljónum Bandaríkjadala til samtaka um allan heim fram til ársins 2030.

  • Búið er að opna fyrir tilnefningar í samfélagssjóð 2024.

Airbnb
20. mar. 2024
Kom þetta að gagni?