Stökkva beint að efni
Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Nú er auðveldara en nokkru sinni fyrr að bæta við og breyta þægindum

  Nú er auðveldara en nokkru sinni fyrr að bæta við og breyta þægindum

  Við erum að kynna nýja valkosti fyrir þægindi—og nýjar leiðir til að bæta þeim við skráningar eigna.
  Höf: Airbnb, 7. des. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 19. feb. 2021

  Aðalatriði

  • Við erum að bæta við meira en 20 nýjum þægindum svo að hægt sé að segja gestum við hverju má búast á staðnum

  • Þú hefur val á nýjum hluta fyrir vinsæl þægindi

  • Við erum einnig að auðvelda breytingar á skráningarupplýsingum með nýrri og þægilegri uppsetningu

  Við höfum haft að leiðarljósi snyrtilega og glögga hönnun allt frá stofnun Airbnb svo að það sé auðvelt að útbúa og breyta skráningum. Við reynum sífellt að bæta okkur og við erum því spennt að segja frá meira en 20 nýjum þægindavalkostum—og nýjum leiðum til að skrá þægindin og breyta skráningarupplýsingum—svo að hægt sé að láta gesti vita við hverju má búast á staðnum.

  Ef þú ert til dæmis með poolborð, útisturtu eða útigrill geturðu nú sett slíkt inn í þægindahlutanum. Einnig er hægt að gefa gestum ítarupplýsingar svo sem hvort laugin sé einka eða opin öðrum og hvernig leikjatölva er á staðnum. Þar sem gestir geta síað leit eftir mörgum þægindum kemur þetta sér einkar vel við að vekja athygli réttu gestanna fyrir hverja eign.

  Þú getur valið úr meira en 20 nýjum þægindum

  Hvort sem eignin þín er með hraðsuðuketil, vínglös, borðtennisborð eða gufubað vilja gestirnir vita af því. Hingað til hefur aðeins verið hægt að láta vita af öllum þessum þægindum með því að sýna þau í skráningarlýsingu eða á ljósmyndum.

  Þegar gestir vita við hverju þeir mega búast meðan á dvöl þeirra stendur geta þeir skipulagt sig tímanlega. Að stilla væntingar er lykilatriði: Ofurgestgjafar hafa kennt okkur að eignin þarf ekki að vera fullkomin en það er mikilvægt að segja gestum nákvæmlega frá því sem bíður þeirra þegar þeir koma á staðinn.

  Skoðaðu nýja hlutann yfir vinsæl þægindi

  Vinsælustu þægindin verða nú flokkuð saman þegar þú breytir skráningunni þinni svo að þú getir fundið og valið þau. Þú getur til dæmis sýnt að eignin þín sé með þráðlaust net, sjónvarp, sérstaka vinnuaðstöðu, þvottavél, loftræstingu og fleira, allt sama stað.

  Við munum áfram flokka saman þægindi eftir svæðum. Þú getur að sjálfsögðu enn valið öll eldhúsþægindi í einu en við erum að bæta við hluta fyrir vinsæl þægindi til að auðveldara sé að láta gesti vita að þú hafir það sem oftast er leitað að.

  Prófaðu nákvæmari leið til að velja þægindi

  Hingað til hafa aðeins verið tveir valkostir við val á þægindum: já eða nei. Ef þú svaraði ekki „já“ var óljóst hvort þú hafðir þægindin ekki eða bauðst einfaldlega ekki upp á þessi þægindi.

  Nýja viðmótið býður upp á þrjá kosti: já, nei eða hvorugt, sem gefur bæði okkur og gestum þínum skýrari mynd af því sem þú hefur og hefur ekki. Þetta skiptir einkum miklu máli fyrir öryggisþægindi eins og kolsýrings- og reykskynjara og þægindi eins og þráðlaust net og vinnuaðstöðu fyrir fartölvu sem eru vinsæl í leitum eins og er.

  Uppfærðu skráninguna þína með nýjum hætti

  Gestgjafar hafa sagt okkur að framsetningin á skráningarflipanum geti verið ruglingsleg og því erum að auðvelda breytingar á skráningum. Þú munt sjá nýja og þægilegri uppsetningu svo að það verður auðveldara að láta mögulega gesti vita hvernig eignin er.

  Við höfum komist að því að þegar gestir hafa ítarlegri upplýsingar um eignir eru meiri líkur á að þeir vilji bóka þær. Með þessum uppfærslum verður skýrara hvernig maður skoðar sig um og breytir skráningarupplýsingum svo að þú getur áfram lagt áherslu á það sem þú gerir best—að veita gestum frábæra gestrisni.

  Við vitum að það þarf að venjast öllum breytingum varðandi umsjón skráðra eigna svo að þessar breytingar eiga að vera skýrar og leiða til þess að auðveldara verði að stilla væntingar gesta með góðum fyrirvara fyrir komu.

  Ekki hafa áhyggjur ef þú tekur ekki strax eftir þessum breytingum á skráningarflipanum: Við munum byrja með þessar breytingar hjá hópum gestgjafa á næstu vikum svo að þú getur séð uppfærslurnar fljótlega.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Við erum að bæta við meira en 20 nýjum þægindum svo að hægt sé að segja gestum við hverju má búast á staðnum

  • Þú hefur val á nýjum hluta fyrir vinsæl þægindi

  • Við erum einnig að auðvelda breytingar á skráningarupplýsingum með nýrri og þægilegri uppsetningu

  Airbnb
  7. des. 2020
  Kom þetta að gagni?