Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Aðstoð upp á 250 milljónir Bandaríkjadala fyrir gestgjafa sem líða fyrir afbókanir

  Aðstoð upp á 250 milljónir Bandaríkjadala fyrir gestgjafa sem líða fyrir afbókanir

  Við hjá Airbnb vinnum að því að hjálpa gestgjöfum okkar við þessar erfiðu aðstæður.
  Höf: Airbnb, 30. mar. 2020
  6 mín. lestur

  Aðalatriði

  • Við greiðum gestgjöfum 25% af því sem fengist hefði samkvæmt afbókunarreglu viðkomandi ef um gjaldgenga bókun á gistiaðstöðu er að ræða

  • Bókanir gerðar eftir 14. mars falla ekki undir gildar málsbætur í tengslum við COVID-19 nema gesturinn sé veikur

  • Á stjórnborði fyrir bókanir eru upplýsingar um aðstoðargreiðslur sem þú færðúr 250 milljón Bandaríkjadala sjóði okkar fyrir gestgjafa

   Uppfært 13. maí 2020

   Vitund heimsins á COVID-19 breyttist verulega þegar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir heimsfaraldri 11. mars 2020.

   Við höfum lagt hart að okkur til að finna lausnir sem draga úr áhrifunum á samfélag okkar. Hinn 30. mars tilkynntum við um nokkur stór framtaksverkefni og reglur, þar á meðal aðstoð upp á 250 milljón Bandaríkjadali til að hjálpa heimilisgestgjöfum sem hafa orðið fyrir afbókunum vegna COVID-19. Svona gengur þetta fyrir sig:

   Aðstoðargreiðslur verða greiddar fyrir bókanir gerðar 14. mars eða fyrr, með innritun milli 14. mars og 31. maí 2020, hafi gestur afbókað af ástæðu sem fellur undir reglur okkar um gildar málsbætur vegna COVID-19. Eftirfarandi gildir fyrir þessar bókanir:

    • Airbnb mun greiða 25% af því sem þú hefðir fengið vegna afbókunar gests samkvæmt afbókunarreglunni hjá þér. Ef þú hefðir til dæmis fengið 40.000 kr. við venjulegar aðstæður miðað við afbókunarregluna hjá þér þá greiðum við þér 25% af þeirri fjárhæð eða 10.000 kr.
    • Gestgjöfum með gjaldgengar afbókanir verður greitt a.m.k. einu sinni í mánuði vegna allra gjaldgengra afbókana gesta til 31. maí. Gestgjafar munu einnig fá tölvupóst með upplýsingum um gjaldgengar bókanir og aðstoðarfjárhæð fyrir hverja greiðslu.
    • Á stjórnborði fyrir bókanir eru upplýsingar um aðstoðargreiðslur sem þú færð úr 250 milljón Bandaríkjadala sjóði okkar fyrir gestgjafa.

    Bókanir með innritun 1. júní eða síðar uppfylla ekki skilyrði um aðstoðargreiðslur úr 250 milljón Bandaríkjadala sjóðnum. Við vitum að þessar fréttir kunna að valda vonbrigðum hjá sumum og við vildum að við gætum gert meira. Sannleikurinn er sá að 250 milljón Bandaríkjadalir er meiriháttar fjárfesting fyrir Airbnb og COVID-19 hefur haft mikil áhrif á rekstur okkar, rétt eins og svo mörg ykkar.

    Afbókunarreglur gilda eins og venjulega vegna bókana sem gerðar eru eftir 14. mars og gestir munu ekki geta afbókað með gildum málsbótum vegna COVID-19 nema þeir séu veikir.

    Þú gætir verið að velta fyrir þér mikilvægi 14. mars. Til að bregðast við yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um að faraldurinn sé orðinn að heimsfaraldri er þetta dagsetningin sem við lýstum því yfir að reglur um gildar málsbætur ættu við um aðstæður sem tengjast COVID-19 um allan heim.

    Við vitum að mikið mæðir á mörgum sem stendur og við leggjum nótt við dag til að hjálpa ykkur. Aðstoð okkar upp á 250 milljón Bandaríkjadali kemur að fullu frá Airbnb og er gestum að kostnaðarlausu. Við vonum að þið þiggið hana sem vott um skuldbindingu okkar við gestgjafa okkar.

    Enn ríkir mikil óvissa um ferðalög og því munum við áfram meta og uppfæra reglur okkar um gildar málsbætur eins og þörf krefur. Nýjustu fréttir fréttir af því sem heyrir undir reglurnar er að finna í grein í hjálparmiðstöðinni okkar. Við mælum með því að skoða fréttir á síðunni á tveggja vikna fresti. Fylgstu líka með gestgjafafréttum með forstjóra okkar, Brian Chesky, með nýjustu upplýsingum varðandi viðvarandi viðbrögð Airbnb vegna COVID-19.

    Í millitíðinni höfum við svarað nokkrum algengustu spurningum ykkar varðandi 250 milljón Bandaríkjadala sjóðinn.

    Hvenær má reikna með að fá aðstoðargreiðslu?
    Greiðslur hefjast um miðjan apríl og verða sendar með sjálfgefnum greiðslumáta fyrir aðgang þinn en þær ættu að berast innan fimm til sjö virkra daga. Ef þú ert með skuld á aðgangi þínum verður hún gerð upp fyrst með aðstoðargreiðslunni. Ekki er hægt að snúa greiðslu við eða leggja hana inn á annan aðgang eftir að hún hefur verið send. Allar greiðslur koma fram í færsluskrá og þú færð upplýsingar um fjárhæð fyrir hverja gjaldgenga bókun með tölvupósti frá Airbnb. Meira um greiðsluupplýsingar

    Hvenær munu greiðslur berast framvegis?
    Við gerum ráð fyrir að senda greiðslur til gestgjafa með gjaldgengar bókanir a.m.k. einu sinni í mánuði þar til þjónustunni lýkur.

    Hvað ætti ég að gera ef ég tel mig uppfylla skilyrðin en mér hefur ekki borist greiðsla?
    Skoðaðu endilega svörin hér að ofan til að vera viss um að bókunin sé gjaldgeng. Athugaðu: Afbókanir gesta uppfylla einungis skilyrði fyrir greiðslu úr 250 milljón Bandaríkjadala hjálparsjóði gestgjafa ef gestgjafar hefðu fengið tekjur af þessum bókunum við venjulegar aðstæður.

    Við byrjuðum að greiða gjaldgengum gestgjöfum úr þessum sjóði um miðjan apríl. Ef þú uppfyllir skilyrðin en hefur ekki enn fengið tilkynningu frá Airbnb gæti greiðslan verið áætluð á næstu dögum eða sem hluti af næstu lotu. Athugaðu: Þjónustuverið hefur engar upplýsingar um greiðslurnar þínar svo að þú þarft ekki að hafa samband við Airbnb til að athuga stöðuna.

    Fær Airbnb þjónustugjöld af niðurfelldum bókunum?
    Airbnb fellir niður öll gjöld gestgjafa og gesta vegna afbókana af völdum COVID-19 samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur. Við endurgreiðum gjöld okkar annaðhvort eða gefum ferðainneign ásamt gjöldum okkar.

    Ég hef heyrt að Airbnb bjóði gestum ferðainneign í stað endurgreiðslu. Er það rétt?
    Þegar gestir afbóka vegna aðstæðna sem tengjast COVID-19 bjóðum við mörgum þeirra að fá ferðainneign (í stað reiðufjár) sem er hægt að nota fyrir dvöl síðar. Þannig hvetjum við gesti til að bóka síðar hjá gestgjöfum á Airbnb.

    Af hverju veitið þið ekki gestum inneign upp í nýjar bókanir sem eiga sérstaklega við eina af mínum skráningum?
    Við íhuguðum það en í ýmsum tilfellum hentar það mögulega ekki þér eða gestum þínum. Til dæmis getur verið að gestur geti ekki gengið frá bókun þegar þú getur tekið á móti gestum eða að gesturinn sé ekki aftur á leið þangað sem þú ert. Þessi inneign eykur sveigjanleika ykkar beggja.

    Eiga reglur um gildar málsbætur við um allar bókanir?
    Þessar reglur eiga ekki við um bókanir hjá Airbnb Luxe eða Luxury Retreats og bókanir á meginlandi Kína sem lúta sérreglum.

    Hvað verður um bókanir sem voru felldar niður fyrir tilkynninguna 30. mars?
    Við greiðum 25% af upphæðinni sem þú hefðir fengið fyrir venjulega afbókun gests svo lengi sem viðmiðin hér að ofan eiga við og gesturinn afbókar samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur.

    Af hverju eiga gestgjafar á meginlandi Kína ekki rétt á aðstoðargreiðslum úr 250 milljón Bandaríkjadala sjóðnum?
    Þar sem fyrirtæki okkar er rekið sem sjálfstæð eining á meginlandi Kína erum við með 10 milljón Bandaríkjadala sjóð sem er aðeins notaður til aðstoðar fyrir samfélag okkar á meginlandi Kína.

    Á ég rétt á að fá 25% aðstoðargreiðslu ef bókun sem var gengið frá hjá mér fyrir 14 . mars með innritun eftir 31. maí var felld niður.
    Nei. Við vitum að ekkert er meira pirrandi en að fá afbókun á síðustu stundu. Að okkar mati er gagnsæi betri stefna til skamms tíma svo að þú eigir möguleika á annarri bókun eða að gera aðrar ráðstafanir varðandi fasteign þína.

    Af hverju get ég ekki fengið 25% aðstoðargreiðslu strax við afbókun?
    Þú gætir mögulega átt rétt á mörgum aðstoðargreiðslum. Við getum betur stýrt og haldið utan um aðstoðargreiðslur sem við sendum gestgjöfum okkar ef við millifærum þær í lotum.

    Hvað ef bókun var felld niður samkvæmt reglum Airbnb um gildar málsbætur áður en alþjóðlegt gjaldgengi var tilkynnt 14. mars?
    Þú gætir átt rétt á aðstoðargreiðslu vegna afbókana samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur ef þú varst með bókun:

    • Á Ítalíu, eða þar sem gestur er frá Ítalíu, og gengið var frá bókun fyrir 29. febrúar með innritun frá 29. febrúar til 31. maí og afbókað var milli 29. febrúar og 13. mars 2020
    • Í Suður-Kóreu, eða þar sem gestur er frá Suður-Kóreu, og gengið var frá bókun fyrir 25. febrúar með innritun frá 25. febrúar til 23. mars og afbókað var milli 28. febrúar og 13. mars 2020
    • Gestir frá meginlandi Kína sem gengu frá bókun utan meginlands Kína fyrir 1. febrúar með innritun frá 1. febrúar til 14. apríl og afbókað var milli 28. febrúar og 13. mars 2020
    • Í Bandaríkjunum þegar gengið var frá bókun fyrir 13. febrúar með innritun frá 13. mars til 14. apríl og afbókað var milli 13. og 14. mars 2020
    • Á Schengen-svæðinu þegar bandarískur gestur gekk frá bókun fyrir 13. febrúar með innritun frá 13. mars til 1. apríl og afbókað var milli 13. og 14. mars 2020
    • Þegar gestur utan Indlands gekk frá bókun á Indlandi fyrir 10. mars með innritun frá 12. mars til 15. apríl og afbókað var milli 10. mars og 14. mars 2020
    • Þegar gestur utan Ísrael gekk frá bókun í Ísrael fyrir 10. mars með innritun frá 12. mars til 1. apríl og afbókað var milli 10. mars og 14. mars 2020

    Ég er með sveigjanlega afbókunarreglu. Nýt ég verndar?
    Þar sem aðstoðargreiðslur fara eftir því hve mikið gesturinn skuldar við afbókun gætu verið minni líkur á því að þau ykkar sem notið sveigjanlegar og hóflegar afbókunarreglur njótið góðs af þeim. Við erum þó að vinna að lausnum til að styðja við ykkur og fyrst og fremst að sjá til þess að þið fáið fleiri bókanir eins fljótt og hægt er. Við höfum kynnt nýja leitarsíu svo að gestir eigi auðveldara með að finna skráningar ykkar og við erum einnig að auka sýnileika þeirra með öðrum leiðum. Þetta virðist vera það sem gestir vilja og hlutfall bókana með sveigjanlegri afbókunarreglu hefur aukist miðað við það hvernig það var fyrir COVID-19.

    Aðalatriði

    • Við greiðum gestgjöfum 25% af því sem fengist hefði samkvæmt afbókunarreglu viðkomandi ef um gjaldgenga bókun á gistiaðstöðu er að ræða

    • Bókanir gerðar eftir 14. mars falla ekki undir gildar málsbætur í tengslum við COVID-19 nema gesturinn sé veikur

    • Á stjórnborði fyrir bókanir eru upplýsingar um aðstoðargreiðslur sem þú færðúr 250 milljón Bandaríkjadala sjóði okkar fyrir gestgjafa

     Airbnb
     30. mar. 2020
     Kom þetta að gagni?