Svona skrifar þú góðan titil og lýsingu
Gestir leita oft að upplifunum sem veita þeim færi á að upplifa borg frá sjónarhorni heimafólks. Titillinn og lýsingin ættu að endurspegla tengingu þína við staðinn og hvernig upplifunin veitir einstakt tækifæri til að sjá borgina frá sjónarhorni heimafólks.
Að gefa upplifuninni nafn
Byrjaðu titilinn á sagnorði sem lýsir því sem gestir koma til með að gera í upplifuninni. Fylgdu síðan á eftir með upplýsingum sem gera titilinn eftirtektarverðan.
Gættu nákvæmni. Ekki hafa titilinn lengri en 50 stafi.
Forðastu endurteknar setningar sem birtast í öðrum skráningum í nágrenni við þig. Ekki nota nöfn eða vörumerki annarra án leyfis.
Dæmi um frábæra skráningartitla fyrir upplifanir:
- Bakaðu smjördeigshorn með bakara frá París
- Brimbrettabrun á öldum Ríó með atvinnumanni
- Skissaðu líkt og listamaður í Listasafni Bretlands
Lýsing á upplifun þinni
Lýsingin ætti að byggja á titlinum. Byrjaðu á helstu ástæðu þess að gestur væri líklegur til að bóka upplifunina. Bættu við frekari upplýsingum um bakgrunn þinn, það sem gerir staðsetninguna sérstaka og hvað verður gert í upplifuninni.
Hagaðu orðalaginu þannig að upplifunin hljómi of spennandi til að missa af henni. Komdu þér beint að efninu og gefðu stutta en greinargóða lýsingu.
Leggðu áherslu á tengingu þína við staðinn, hvort sem hún kemur til vegna bakgrunns þíns, staðsetningarinnar, afþreyingarinnar eða samblöndu af öllum þessum þremur þáttum. Ekki hafa lýsinguna lengri en 90 stafi.
Dæmi um frábærar lýsingar á upplifunum:
- Útbúðu og gæddu þér á súkkulaði sem er margrómað fyrir hráefni sem ræktað er á svæðinu.
- Kynnstu fornmunum leikvangsins við hlið Rómverja af sjöunda ættarlið.
- Gakktu um upphækkuðu göngugötu New York með ráðgjafa úr hönnunarteymi hennar.
Allir gestgjafar, myndir og skráningarupplýsingar verða að standast viðmið og kröfur fyrir upplifanir Airbnb.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.