Svona velur þú og setur inn hágæðamyndir
Gestir reiða sig oft á myndir til að ákveða hvað þeir vilja bóka á Airbnb. Upplifunarmyndir þínar ættu að vekja athygli, gefa réttar væntingar og skapa tilhlökkun.
Áhersla lögð á gæði
Allar myndir sem þú notar ættu að vera hágæðamyndir. Upplausn hverrar myndar ætti að vera 800 x 1.200 punktar og stærð skráar má vera allt að 10 megabæt. Þú getur náð þessum viðmiðum með myndavélum flestra snjallsíma.
Sendu inn myndir sem eru:
- Teknar af þér eða sem þú hefur fengið leyfi til að nota
- Í lit en ekki svarthvítar
- Með góðri lýsingu, helst náttúrulegri birtu
- Einfaldar í samsetningu með hlutlausan bakgrunn
- Skýrar og með aðalviðfangsefninu fyrir miðju
- Samblanda af nærmynd af smáatriðum og stærri heildarmynd
Ekki senda inn myndir sem eru:
- Dökkar eða með of sterku flassi
- Óskýrar, kornóttar eða í lágri upplausn
- Mikið breyttar, unnar eða bjagaðar
- Sjálfsmyndir eða uppstilltar
- Samsettar
- Margar útgáfur af sömu myndinni
- Kenni- eða vörumerki
Ef þú þarft fleiri myndir gætir þú beðið vini og fjölskyldu um að taka myndir með þessar ábendingar í huga. Þú getur einnig beðið gesti um leyfi til að nota góðar myndir sem þeir tóku.
Notkun frábærra mynda
Sendu inn fimm eða fleiri myndir, eða eins margar og þú þarft til að vekja áhuga og gefa réttar væntingar.
Myndirnar birtast á þremur stöðum á upplifunarskráningunni: Í myndaröðinni, í dagskránni og í myndasafninu. Þú þarft einnig að velja góða forsíðumynd sem birtist gestum í leitarniðurstöðum á Airbnb.
Við förum yfir myndir sem þú sendir og samþykkjum þær sem uppfylla viðmið okkar. Þú ættir að senda inn eftirfarandi tegund mynda fyrir hvern hluta.
Myndaröðin. Myndaröðin samanstendur af fjórum myndum efst á skráningarsíðunni. Settu inn myndir af:
- Gestum sem taka þátt í aðalafþreyingunni
- Þér á meðan þú leiðir upplifunina
- Mikilvægum atriðum eins og nærmynd af búnaði eða hráefni
- Staðnum sjálfum, svo sem víðmynd sem sýnir umhverfið
Dagskráin. Dagskráin er stuttur listi sem gestir geta miðað við til að ákveða hvort upplifunin henti þeim eða ekki. Myndirnar sem koma fram í dagskránni eru litlar og því ættir þú að velja einföld viðfangsefni með hlutlausum bakgrunni. Settu inn myndir af:
- Augnablikum sem fanga það sem kemur fram í skráningarlýsingunni
- Fólki, hlutum og öðrum atriðum sem auðvelt er að túlka
Myndasafnið. Gestir geta skoðað allar myndirnar sem þú deilir í myndasafninu. Myndasafnið ætti að gefa góða mynd af því sem gerir upplifunina skemmtilega og eftirminnilega. Settu inn myndir af:
- Gestum sem eiga í samskiptum við þig, samgestgjafa og aðra gesti
- Afþreyingu frá ýmsum sjónarhornum, meðal annars sjónarhorni gesta
- Öllum hlutum sem gestir geta gert ráð fyrir að taka með sér heim úr upplifuninni
Gakktu úr skugga um að þú hafir leyfi til þess að nota myndir sem þú sendir inn og að þær gefi rétta mynd af upplifuninni.
Allir gestgjafar, myndir og skráningarupplýsingar verða að standast viðmið og kröfur fyrir upplifanir Airbnb.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu