Hvernig þú býður sem best virði
Gestir sækjast eftir upplifunum sem bjóða framúrskarandi gæði miðað við verð. Íhugaðu hvernig þú getur gert upplifunina þína enn sérstakari og peninganna virði fyrir gesti.
Upplifun í hærri klassa
Sérstaða, sérþekking, tengsl, staðsetning og áreiðanleiki hafa öll áhrif á heildarverðmætið. Úrvalsgestgjafar segjast leggja áherslu á þessar ábendingar til að fólki finnist virðið gott fyrir peningana.
- Sérsníddu það sem þið gerið. Kynntu þér áhugamál hvers hóps, tungumál og fleira í dagsflipanum og í hópskilaboðum. Íhugaðu að sníða afþreyingu að áhugamálum hvers og eins.
- Uppfærðu það sem þú getur. Það getur skipt miklu máli að útvega hágæðahráefni og vel rannsakaðar sögur. Þetta á jafnvel við um smávægilegar endurbætur eins og að nota lífrænt hráefni.
- Hafðu samband við gesti eftir á. Sendu skilaboð til að þakka gestum fyrir og deila myndum og ráðleggingum. Gestir finna þá fyrir umhyggju og sterkari tengslum.
„Ég sendi persónulegt kort með uppástungum eftir upplifunina,“ segir Justin sem býður gönguferðir í Sydney og Brisbane í Ástralíu. „Ég sé ekki marga hefðbundna leiðsögumenn gera það. Gestum finnst þetta mikils virði.“
Samkeppnishæf verðlagning
Jafnvel bestu upplifanirnar geta fengið lágar einkunnir ef gestum fannst þær ekki vera peninganna virði. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við verðlagningu.
- Sambærilegar upplifanir: Leitaðu að upplifunum sem svipa til þinnar á Airbnb og öðrum verkvöngum til að bera saman verð á svæðinu og átta þig á því hvað samkeppnishæft verð gæti verið.
- Bregstu við breytingum á eftirspurn. Prófaðu að bjóða mismunandi verð fyrir mismunandi tíma, daga, árstíðir eða sérviðburði. Helgar gætu til dæmis verið vinsælli en virkir dagar.
- Bjóddu afslátt. Tímabundinn afsláttur, forkaupsafsláttur og afsláttur fyrir stóra hópa hjálpa til við að laða að gesti og bóka upplifunina þína. Þegar þú býður meira en eina tegund afsláttar fá gestir þann afslátt sem er þeim hagkvæmastur að hverju sinni.
„Fólk þarf alltaf að fá meira en það býst við fyrir verðið,“ segir Evren sem býður upp á tónlistargönguferð um Soho í London. „Mér finnst ekki þurfa að heimsækja fleiri staði. Ég legg mig fram um að setja saman góðar staðreyndir og skemmtilegar sögu til að gefa sem mest fyrir peninginn.“
Allir gestgjafar, myndir og skráningarupplýsingar verða að standast viðmið og kröfur fyrir upplifanir Airbnb.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.