Svona setur þú saman framúrskarandi dagskrá
Gestir vilja vita hvað þeir koma til með að gera í upplifuninni áður en þeir ganga frá bókun. Dagskráin er stuttur listi sem gestir geta miðað við til að ákveða hvort upplifunin henti þeim eða ekki.
Skýrar væntingar
Hin fullkomna dagskrá leiðir gesti í gegnum upplifunina frá upphafi til enda og veitir lista yfir afþreyingu. Fyrsta athöfnin ætti að fela í sér móttöku og kynningu fyrir gesti. Síðasta athöfnin ætti síðan að vera rúsínan í pylsuendanum. Haltu dagskránni eins skýrri og hnitmiðaðri og mögulegt er.
Að bæta við athöfnum
Þú verður að bæta við að minnsta kosti einni athöfn og við mælum með að byrja á þremur.
Hver athöfn samanstendur af eftirfarandi þáttum.
- Titli: Lýstu athöfninni í tveimur til fjórum orðum. Byrjaðu ávallt á sagnorði.
- Lýsingu: Útslistaðu titilinn nánar í einni setningu. Láttu gesti vita hverju þeir geta gert ráð fyrir á þessum tímapunkti upplifunarinnar.
- Mynd: Veldu einfalda mynd í háum gæðum sem endurspeglar lýsingu þína. Leggðu áherslu á eitt atriði eða einstakling og hafðu bakgrunninn hlutlausan.
- Tímalengd: Veldu mínútufjöldann sem þú áætlar að þessi athöfn standi yfir.
Ef gestir koma til með að taka með sér minjagrip, gjöf eða annað heim skaltu lýsa því sem hluta af síðustu athöfninni. Þú getur breytt eða endurraðað dagskrárliðum eftir þörfum.
Allir gestgjafar, myndir og skráningarupplýsingar verða að standast viðmið og kröfur fyrir upplifanir Airbnb.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.