Séð um gesti fyrir þig

Þú nýtur ávinnings af því að deila eign þinni án þess að þurfa að sinna allri vinnunni með hýsingarþjónustu.
Þú nýtur ávinnings af því að deila eign þinni án þess að þurfa að sinna allri vinnunni með hýsingarþjónustu.

Séð um gesti fyrir þig

Þú nýtur ávinnings af því að deila eign þinni án þess að þurfa að sinna allri vinnunni með hýsingarþjónustu.
Þú nýtur ávinnings af því að deila eign þinni án þess að þurfa að sinna allri vinnunni með hýsingarþjónustu.

Finndu gestgjafateymi á staðnum

Nú geturðu tekið vel á móti gestum og aflað þér tekna með því að nýta þér gestgjafateymi.

Gestgjafateymi eru aðskilin fyrirtæki sem veita faglega gistiþjónustu sem auðvelda þér að hafa umsjón með skráningunni þinni. Við útvegum þér gestgjafateymi á staðnum ef þú uppfyllir skilyrðin. 

Gestgjafateymi sjá um allt frá uppsetningu og bókunar til útritunar og þrifa og greiða þarf yfirleitt um 20% fyrir hverja bókun. 

Inn- og útritun gesta
Þjónusta og viðhald milli gistinga
Þvottur og hreint lín
Aðstoð við gesti allan sólarhringinn
Stofnun skráningar á samkeppnishæfu verði
Umsjón með bókunarbeiðnum
Atvinnuljósmyndun
Við myndum líklega ekki taka á móti gestum á Airbnb ef við værum ekki með gestgjafateymi.
Við myndum líklega ekki taka á móti gestum á Airbnb ef við værum ekki með gestgjafateymi.

Bernie og Deborah eru gestgjafar í Toronto til að afla aukatekna

Bernie og Deborah eru gestgjafar í Toronto til að afla aukatekna

Frekari upplýsingar
Við myndum líklega ekki taka á móti gestum á Airbnb ef við værum ekki með gestgjafateymi.
Við myndum líklega ekki taka á móti gestum á Airbnb ef við værum ekki með gestgjafateymi.

Bernie og Deborah eru gestgjafar í Toronto til að afla aukatekna

Bernie og Deborah eru gestgjafar í Toronto til að afla aukatekna

Frekari upplýsingar

Fyrstu skrefin

Náðu sambandi

Segðu okkur frá þörfum þínum og við athugum hvort við getum útvegað þér gestgjafateymi á staðnum. Teymið á staðnum mun síðan hafa samband við þig til að safna upplýsingum um eignina þína, finna rétta áætlun fyrir þig og fara yfir verðlagningu.

Láttu sérfræðingana um vinnuna

Sérhæft gestgjafateymi þitt sér yfirleitt um allt. Allt frá því að skrá eignina til þess að eiga samskipti við gesti og tryggja að eignin sé hreinsuð milli þess að hún er leigð út.

Byrjaðu að afla tekna

Nú þegar hýsingarþjónustan hefur verið skipulögð þarftu aðeins að innheimta tekjurnar af eigninni þinni. Ræddu við gestgjafateymið þitt um þægilega útborgunarvalkosti.

Fullkomin hugarró

Vertu við stjórnvölinn

Hvort sem þú ert steinsnar í burtu eða í annarri heimsálfu getur gestgjafateymi hjálpað þér að fylgjast með eigninni og tryggja öryggi við skráningu á henni. Gestgjafateymið þitt er almennt til taks til að veita þér upplýsingar, fréttir og aðstoð þegar þú þarft á því að halda.

Eignavernd upp að USD 1.000.000

Gestgjafaábyrgð Airbnb veitir vernd gegn eignatjóni upp að USD 1.000.000 fyrir hverja bókun og í hvert sinn. Auk þess getur gestgjafateymið þitt yfirleitt hjálpað þér að sjá um allar kröfur sem stofna þarf.

Svör við spurningum þínum

Hver verður í gestgjafateyminu mínu?

Þú kemst í samband við aðila á svæðinu sem sérhæfir sig í hýsingarþjónustu. Þetta gæti verið aðskilið fyrirtæki eða fyrirtæki innan Airbnb fjölskyldunnar. Airbnb fær ekkert greitt ef þú ákveður að vinna með gestgjafateymi og við berum ekki ábyrgð á veittri þjónustu.

Nýt ég verndar ef eitthvað fer úrskeiðis?

Í hvert sinn sem gestur bókar hjá þér og gistir nýtur þú sjálfkrafa verndar gestgjafaábyrgðarinnar okkar en hún veitir innifalda vernd gegn eignatjóni sem nemur allt að USD 1.000.000. Ef stofna þarf kröfu getur gestgjafateymið þitt yfirleitt hjálpað þér að sjá um það.

Frekari upplýsingar um gestgjafaábyrgð Airbnb: https://www.airbnb.com/guarantee

Get ég nýtt hýsingarþjónustu?

Sem stendur áttu rétt á að nota hýsingarþjónustu ef þú býður allt heimilið þitt og ef það er í einni af borgunum þar sem Airbnb á í samstarfi við gestgjafateymi.

Hvar kem ég persónulegum munum fyrir?

Þú þarft ekki að tæma eignina til að taka á móti gestum. Airbnb lætur ferðamenn vita að þeir muni gista inni á heimili einhvers. Gott gæti verið að geyma verðmæti á öruggum stað, eins og í læstu herbergi, skáp, öryggisskáp eða geymslu. Biddu gestgjafateymið um að finna bestu lausnina fyrir munina þína.

Ég stjórna gestgjafateymi. Get ég boðið upp á hýsingarþjónustu í gegnum Airbnb?

Að finna nýjar og betri leiðir til að hjálpa samfélagi gestgjafa okkar er forgangsatriði og við höfum hafið samstarf við nokkur gestgjafateymi til að kynna okkur betur hvernig við getum auðveldað gestaumsjón. Þar sem þetta er lokað tilraunaverkefni tökum við ekki við umsóknum frá gestgjafateymum.