Ástæðan fyrir því að þessi gestgjafi hýsti viðbragðsaðila vegna COVID-19 að kostnaðarlausu

Svona varð örlæti gestgjafa til þess að Airbnb hóf þjónustu með framlínugistingu.
Airbnb skrifaði þann 7. júl. 2020
4 mín. myndskeið
Síðast uppfært 24. ágú. 2023

Aðalatriði

  • Gestgjafi opinna heimila í Kaliforníu útskýrir hvatann sem hún fann til að nota fasteign sína til góðs

  • Hún útvegaði heila íbúð fyrir dvöl hjúkrunarkonu af bráðamóttöku

  • Hjúkrunarfræðingurinn gat unnið áfram og einangrað sig frá fjölskyldunni

  • Gestgjafinn segir nágranna sína stolta af því að styðja við bráðnauðsinlega vinnu hjúkrunarfræðingsins

Opin heimili eru nú Airbnb.org

Þjónusta opinna heimila á Airbnb og framlínugistingar hefur þróast og er orðin að Airbnb.org, glænýrri góðgerðastofnun (501(c)(3) (stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni). Þakka þér fyrir þinn þátt í stofnun samfélags opinna heimila með okkur. Það gleður okkur að þú sért hluti af þessum nýja kafla.

Cinde er frumkvöðull í Sacramento og byrjaði sem gestgjafi opinna heimila árið 2018 eftir að presturinn hennar hvatti hana til þess. Camp-skógareldurinn—sá eldsvoði sem hefur ollið mestu eyðileggingu í sögu Kaliforníu—brann í nágrenninu og Cinde vildi gera allt sem hún gat til að hjálpa. Fyrstu gestir hennar í gegnum þjónustu opinna heimila voru ófrísk kona og fjölskylda hennar sem þurftu að flýja að heiman í Paradise, Kaliforníu í kjölfar skógareldsins.

Verkefni gestgjafa til að auðvelda líf þeirra sem sinna fyrstu viðbrögðum

Þegar Cinde heyrði fyrst af heilbrigðisstarfsfólki og fyrstu viðbragðsaðilum sem þurftu að einangra sig frá fjölskyldum sínum vegna vinnu í framlínu COVID-19 vissi hún nákvæmlega hvernig hún gæti hjálpað. Hún bauð Margy vinkonu sinni, sem er hjúkrunarfræðingur sem vantaði dvalarstað, samstundis að gista ókeypis á heimili sínu þegar hún heyrði af henni.

„Margy sagði mér að hún þyrfti að taka siðferðilegar ákvarðanir á hverri mínútu í vinnunni. Og þetta var ein siðferðileg ákvörðun sem hún slapp undan þegar hún ákvað að fara í hús sem væri öruggt fyrir fjölskylduna hennar“ segir Cinde.

Leit hjúkrunarfræðings að gistingu

Margy hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku í 13 ár og séð þó nokkra heimsfaralda, frá H1N1 og SARS til Zika en þegar COVID-19 hófst vissi hún að nú væri ástandið af öðrum meiði.

Hún hafði sérstakar áhyggjur þegar æ fleira benti til þess að aukin útsetning fyrir COVID-19 gæti orðið til alvarlegra veikinda og jafnvel leitt til dauða. Hún hafði ekki bara áhyggjur af sjálfri sér og samstarfsfólki sínu heldur einnig af því hvað ástandið gæti þýtt fyrir fjölskyldu hennar.

„Mér finnst ég bera siðferðislega skyldu til að vinna áfram í framlínunni af því að ég get sinnt verkum í bráðamóttöku sem eru ekki á allra færi“ segir Margy. „En mér fannst ég einnig eiga siðferðislegum skyldum að gegna við að vernda fjölskyldu mína.“

Margy stóð frammi fyrir svo mörgum ákvörðunum í vinnunni um leið og hún þurfti að ákvarða hvenær hún flytti út og hvort hún hefði efni á því. Margy losnaði undan þessu stressi þegar Cinde bauð fram heimili sitt. „Þetta tekur svo mikinn líkamlegan og andlegan toll að við erum að sligast undan álaginu. Allt sem er hægt að gera til að létta undir með okkur skiptir því sköpum.“

Því sem munar um aðstoð samfélagsins

Það er var ekki aðeins fjárhagsbyrðin sem varð léttari. Vinna í framlínunni er bæði slítandi andlega og líkamlega og Margy hefur oft fundist hún er alein og einangruð. Cinde gaf henni ekki bara samastað; hún gaf henni samfélagstengsl.

„Vinir mínir í hverfinu heyrðu að [Margy] væri að vinna við hjálparstarf og hafa komið við til að segja mér hve mikils þeir meta þá vinnu sem hún leggur á sig“ segir Cinde. „Þeir báðu mig um að segja henni að þeir séu stoltir af því sem hún gerir svo að nágrannar mínar veita meira að segja stuðning. Þetta er yndislegt.“

Cinde gaf okkur innblástur fyrir framlínugistinguna sem við byrjuðum með í mars 2020. Stuðningur Cinde við Margy sýnir mikilvægi samfélagsins við þessar erfiðu aðstæður. Hann skipti öllu máli fyrir Margy.

„Ef samfélagið í kringum mig styður svona við mig vil ég styðja við það og standa vörð í framlínunni,“ segir Margy. „Við viljum einmitt ekki að framlínan slitni í heimsfaraldri. Maður gerir því það sem maður getur til að styðja framlínuna. Og þetta er dæmi um svona risastóran stuðning.“

Vertu hluti af vaxandi samfélagi sem beislar mátt deilihagkerfisins þegar þörf er á.

Aðalatriði

  • Gestgjafi opinna heimila í Kaliforníu útskýrir hvatann sem hún fann til að nota fasteign sína til góðs

  • Hún útvegaði heila íbúð fyrir dvöl hjúkrunarkonu af bráðamóttöku

  • Hjúkrunarfræðingurinn gat unnið áfram og einangrað sig frá fjölskyldunni

  • Gestgjafinn segir nágranna sína stolta af því að styðja við bráðnauðsinlega vinnu hjúkrunarfræðingsins

Airbnb
7. júl. 2020
Kom þetta að gagni?