Notkun hraðsvara til að spara tíma

Svaraðu algengum spurningum gesta með sniðmátum sem þú getur sérsniðið.
Airbnb skrifaði þann 12. des. 2018
4 mín. lestur
Síðast uppfært 3. maí 2023

Aðalatriði

  • Hraðsvör gera þér kleift að vista svör við algengum spurningum og nota þau aftur og aftur

  • Þú getur bætt sjálfkrafa við sérsniðnum upplýsingum um bókun, skráningu og gesti

  • Frekari upplýsingar um aðrar uppfærslur á innhólfi Airbnb

Gestir spyrja gestgjafa oft að sömu spurningunum: „Hvað er lykilorðið á þráðlausa netinu?“ „Hvað er gott að borða í nágrenninu?“

Hraðsvör Airbnb gera þér kleift að nota sniðmát og endurnýta svör þín til að svara algengum spurningum. Þetta stuðlar að skilvirkari umsjón með innhólfinu og gagnast þér við að veita gestum framúrskarandi upplifun.

„Sniðmát spara mér mikinn tíma,“ segir gestgjafinn Sally frá Snoqualmie í Washington. „Ég gat svarað fjórum fyrirspurnum frá gestum á minna en 10 mínútum.“

Hvernig á að búa til hraðsvar

Þú getur útbúið hraðsvör úr gestgjafainnhólfinu. Þú getur valið úr lista sniðmáta fyrir leiðarlýsingu, húsreglur, þráðlaust net og fleira, eða skrifað og vistað þín eigin skilaboð til að nota eins oft og þú vilt.

Frekari upplýsingar um hraðsvör

Hvernig flýtikóðar eru notaðir

Þú getur sérsniðið svör þín með flýtikóðum sem fylla sjálfkrafa inn upplýsingar varðandi bókunina, skráninguna eða gestinn þegar þú skrifar skilaboð. Hér eru nokkur dæmi um flýtikóða:

  • Eiginnafn gests

  • Kenninafn gests

  • Innritunardagur

  • Innritunartími

  • Innritunarleiðbeiningar

  • Heiti á þráðlausu neti

  • Lykilorð fyrir þráðlaust net

  • Leiðarlýsing

  • Húsreglur

  • Húsleiðbeiningar

  • Ferðahandbók

Þegar þú útbýrð hraðsvar velur þú flýtikóðana sem þú vilt nota úr fellivalmyndinni. Gættu þess að skráningarupplýsingar þínar séu fullfrágengnar og uppfærðar vegna þess að skilaboð með tómum flýtikóðum sendast ekki.

Dæmi um skilaboð

Mundu að nota fellivalmyndina til að bæta flýtikóðum við (sýnt hér að neðan með feitletrun) þegar þú skrifar í stað þess að slá þá handvirkt inn í skilaboðin.

1. Tenging við þráðlausa netið

Gestir spyrja oft um þráðlausa netið og því er gott að hafa hraðsvar á reiðum höndum.

Halló eiginnafn gests,

Takk fyrir spurninguna! Heiti þráðlausa netsins er heiti þráðlauss nets og lykilorðið er lykilorð þráðlauss nets. Endilega láttu okkur vita ef þú hefur einhverjar aðrar spurningar.

2. Hvernig tæki er notað

Þú getur sett inn leiðbeiningar fyrir tæki í hraðsvörum, hvort sem það snýst um að kveikja á heita pottinum eða nota espressóvélina.

Halló, eiginnafn gests!

Takk fyrir spurninguna. Aflrofinn er á stjórnborðinu framan á heita pottinum. Þar er að finna grænan aflrofa, túðustýringu og hitastilli. Hitarinn slekkur á sér þegar vatnið nær hitastiginu sem stillt er í hitastillinum. Ítarlegar myndleiðbeiningar til að kveikja á heita pottinum fylgja húsleiðbeiningunum. Njóttu vel! 

3. Hvar má finna aukateppi, kodda og rúmföt

Ein algeng spurning sem þú gætir fengið snýst um staðsetningu aukarúmfata.

Halló, eiginnafn gests!

Þú getur nálgast aukateppi, kodda og rúmföt í skápnum á ganginum á móti svefnherberginu. Frekari upplýsingar um rúmfötin, eins og úr hvaða efni þau eru, má finna í húsleiðbeiningunum. Láttu okkur endilega vita ef þú hefur fleiri spurningar. Sofðu rótt!

4. Upplýsingar um veitingahús sem loka seint

Hraðsvar auðveldar þér að svara með persónulegu viðmóti og beina gestum þínum á ferðahandbókina til að nálgast frekari upplýsinga.

Halló eiginnafn gests,

Uppáhalds veitingahúsið okkar er [settu inn nafn veitingahússins] og er staðsett við [settu inn heimilisfang]. Steikarsamlokan þeirra er frábær og þau bjóða líka upp á grænmetisrétti. Opnunartími [settu inn nafn veitingastaðs] er vanalega frá kl. 12:00 til 23:00 en kíktu fyrst á vefsíðu þeirra, [settu inn vefslóð] eða hringdu í síma [settu inn símanúmer] til að vera viss um að það sé opið. Þú getur einnig fundið fleiri veitingastaði í ferðahandbókinni. Láttu okkur endilega vita ef þú hefur einhverjar spurningar!

5. Okkur þykir leitt að geta ekki tekið á móti þér

Eins mikið og maður vill geta tekið á móti öllum, er það ekki alltaf hægt. Svör þín ættu að vera skýr og kurteis.

Halló eiginnafn gests,

Því miður get ég ekki tekið á móti gæludýrum. Hundurinn minn er ljúfur við fólk en lyndir ekki við önnur dýr. Ég get mælt með stað nálægt þar sem hundurinn þinn getur gist ef þú hefur áhuga á því.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Hraðsvör gera þér kleift að vista svör við algengum spurningum og nota þau aftur og aftur

  • Þú getur bætt sjálfkrafa við sérsniðnum upplýsingum um bókun, skráningu og gesti

  • Frekari upplýsingar um aðrar uppfærslur á innhólfi Airbnb

Airbnb
12. des. 2018
Kom þetta að gagni?