Taktu frábærar myndir af eigninni með símanum

Svona breytir þú stillingum myndavélarinnar, stillir upp ljósmynd og setur saman sögu.
Airbnb skrifaði þann 2. júl. 2020
6 mín. lestur
Síðast uppfært 4. okt. 2022

Aðalatriði

  • Það er auðvelt að mynda það sem ber af við eignina þína

  • Fylgdu bara þessum leiðbeiningum. Við gefum líka dæmi um það sem á að gera og á ekki að gera

  • Notaðu gátlistann okkar til að staðfesta að þú hafir farið yfir grunnatriðin

Hvort sem þú ert að taka fyrstu myndirnar eða að uppfæra skráninguna þína til að sýna breytingar á eigninni er auðveldara en þig grunar að taka hágæðamyndir með snjallsíma.

1. Undirbúðu eignina þína

Áður en þú hefst handa skaltu finna bestu lýsinguna og koma hlutum fyrir eins og lagt er til í leiðbeiningum okkar fyrir ljósmyndun. Gefðu þér nægan tíma til að taka fimm til sex myndir af hverju herbergi.

Við myndatöku er mikilvægt að átta sig á því hvernig myndir af eigninni eru birtar á Airbnb:

  • Fyrsta myndin er forsíðumyndin, aðalmyndin á skráningarsíðunni og myndin sem kemur fram í leitarniðurstöðum.
  • Fyrstu fimm myndirnar, þar á meðal forsíðumyndin, birtast sem myndasyrpa efst á skráningarsíðunni og eru klipptar út í ferning. Mundu því að miðjusetja myndina.
  • Gestir geta svo skoðað allar myndirnar í myndasafninu þínu.

2. Skoðaðu stillingarnar hjá þér

Margir símar hafa frábærar myndavélar. Hér eru nokkrir gagnlegir eiginleikar og leiðbeiningar fyrir notkun þeirra.

Notaðu hnitanet
Hnitanet getur hjálpað þér að ramma inn mynd og sjá hvort hún sé bein. Stilling hnitanetsins:

  • Með iPhone: Opnaðu stillingar > myndavél og stilltu á kveikt (e. Settings > Camera > Grid > On).
  • Með Android: Opnaðu myndavélaappið, veldu stillingar, flettu niður og stilltu valkost fyrir hnitanet á kveikt (e. Camera App > Settings > Grid lines > On)

Ef þú vilt fá frekari ábendingar um notkun hnitanetsins skaltu skoða þriðjungsregluna hér að neðan.

Slökktu á flassi
Myndir geta orðið óþægilega skarpar með flassi. Björt dagsbirta er best. Ef eignin þín er með glugga skaltu reyna að taka myndir af henni þegar bjartast er um daginn. Ef eignin er ekki með glugga geturðu kveikt á lömpum til að skapa notalega stemningu.

Til að slökkva á flassinu opnar þú myndavélaappið, finnur eldingartáknið og velur slökkt.

Athugaðu myndaupplausn
Skörpustu myndirnar eru minnst 1024 x 683 punktar. Mögulega er stillt á að vista aðeins myndir í lágri upplausn og staðfestu því að þú sért að vista myndir í hárri upplausn fyrir myndatökuna. Þú getur alltaf breytt þessu til baka þegar þú hefur tekið myndirnar.

3. Settu saman faglega ljósmynd

Hér eru nokkur ráð um hvernig má taka gæðamyndir og hvað skyldi forðast.

Hafðu línur beinar
GOTT: Haltu símanum beinum og samhliða gólfinu. Þú gætir þurft að taka mynd hærra eða lægra svo að aðalhúsgagnið komi fyrir miðju. Leggðu áherslu á rúmið í svefnherbergjum og sófann í stofunni. Góð þumalputtaregla er að myndavélin ætti alltaf að vera það hátt uppi að mynd nái efsta hluta rúma, borða og borðplatna.

SLÆMT: Að halda símanum yfir hausnum til að fá betra sjónarhorn eða að halla honum. Það lítur oft illa út og getur orðið til óæskilegrar bjögunar á mynd.

Fylgið þriðjungsreglunni
Þriðjungsreglan er helsta regla um uppstillingu ljósmynda. Myndefninu er skipt í þriðjunga lárétt og lóðrétt, sem gera níu ferninga og fjóra skurðpuntka. Með því að kveikja á grindinni í símanum og nota þriðjungsregluna geturðu séð til þess að myndirnar verði beinar og hafi góða samsetningu.

GOTT: Hafðu aðalmyndefnið þar sem línur grindarinnar skarast (rétt fyrir utan miðjuna). Hafðu símann til dæmis þannig að áhersluatriði myndarinnar—sófinn, rúmið eða borðið—sé þar sem línurnar skarast til vinstri eða hægri á skjánum.

SLÆMT: Að hafa aðaláhersluna í efsta eða neðsta þriðjungshlutanum af því að þá gæti eitthvað mikilvægt skorist af.

Náðu skörpum myndum

GOTT: Að nota sjálfvirkan fókus til að þurfa ekki að stilla fókusinn handvirkt.

SLÆMT: Að taka myndir með annarri hendi. Með því að nota báðar hendurnar verður myndavélin stöðugri og myndirnar skýrari. Þú getur einnig prófað að leggja olnbogana að rifbeinunum þannig að hendurnar hreyfist ekki.

Fáðu tilfinningu fyrir því hvenær á að þysja inn
Nýjustu símarnir eru oft með forstillingar fyrir tilteknar aðstæður—til dæmis fyrir andlitsmyndir, landslag og breiðar myndir. Hafi símamyndavélin þessa möguleika er gott að nota þá í stað þess að færa myndavélina til.

Aðdráttur á linsunni virkar best til að taka myndir af úthugsuðum eiginleikum eignarinnar. Til dæmis til að ramma inn einn hluta af sófaborði, sófa og málverks sem hangir fyrir ofan.

Ef síminn þinn býður ekki upp á þessar stillingar skaltu nota sjálfgefnu stillinguna til að taka myndir af herberginu í heild og aðeins þysja inn til að taka nærmyndir. Til dæmis af blómaskreytingu á náttborði eða sófa með listaverki fyrir ofan hann.

4. Segðu sögu

Sýndu hvers vegna gestir ættu að hlakka til að gista í eigninni þinni. Þrátt fyrir að skráningarlýsingin gefi mikilvægar upplýsingar eru myndir þúsund orða virði á Airbnb.

    Leggðu áherslu á þægindi
    Gestir vilja vita af því sem er sérstakt við eignina. Mundu því að taka myndir af helstu þægindum. Gott er að mynda þessi þægindi eins og þau nýtast. Til dæmis með víðri mynd af samanbrotnum handklæðum á bekk við frístandandi baðker frekar en nærmynd af handföngum baðkersins.

    Hér eru nokkur dæmi um þægindi sem þú gætir myndað og nefnt í myndatextum:

    Hvernig myndavélin snýr
    Notaðu láréttar myndir fyrir fyrstu fimm myndirnar af því að þær líta best út í grindinni á skráningarsíðunni.

    GOTT: Notaðu lóðréttar myndir þar sem er þröngt. Til dæmis í innangengum skápum, litlum baðherbergjum eða á svölum.

    SLÆMT: Að hafa lóðrétta mynd sem eina af myndunum fimm í grindinni þar sem klippt verður þá af myndinni svo að hún passi inn í lárétta útlitið.

    Hafðu fjölbreytta samsetningu mynda
    Þú getur hjálpað gestum að sjá sig fyrir sér á staðnum með því að sýna ekki aðeins hvar gestir munu sofa, borða og slaka á, heldur einnig myndir af áhugaverðum smáatriðum.

    Miðaðu við að hafa fjölbreytta samsetningu mynda af hverju herbergi þar sem yfirlitsmyndir, venjulegar myndir og nærmyndir blandast saman, sumar láréttar og sumar lóðréttar. Hvenær á að taka hverja tegund myndar:

    • Yfirlitsmyndir (eða gleiðmyndir) eru notaðar til að sýna yfirlit svo að fólk átti sig á stærð herbergis og því sem er þar inni.
    • Gott er að taka myndir í miðlungs fjarlægð beint af myndefninu en ekki á hlið. Á svona mynd átta gestir sig á aðalatriði herbergisins.
    • Nærmyndir sýna einkenni herbergisins, til dæmis bækur á náttborði. Þegar þú tekur nærmyndir skaltu fylgjast sérstaklega með því sem er í rammanum: Mundu að hrista kodda, fela víra og slétta úr rúmfötum.

    GOTT: Sýndu hvernig herbergi tengjast saman á myndunum. Sýndu til dæmis stofuna í bakgrunni nærmyndar. Gerðu myndasafnið að sýnisferð svo að gestir fái tilfinningu fyrir skipulagi eignarinnar.

    Myndaðu meira en þú þarft
    Mundu að taka myndir af öllu því sem þú hefur lagt á þig við að undirbúninga eignina. Þú getur síðar ákveðið hverjum þeirra þú vilt deila.

    Við valið skaltu hafa í huga að myndirnar þínar ættu að segja sögu eignarinnar og láta gesti vita á hverju sé von. Hér eru nokkrar tillögur:

    • Hafðu nógu margar myndir til að gefa gestum réttar væntingar
    • Settu inn tvær til fjórar myndir af hverju herbergi sem gestir hafa til afnota
    • Taktu myndir frá ýmsum sjónarhornum í hverju herbergi til að gefa heildarmyndina
    • Taktu nærmyndir til að sýna einkenni eignarinnar
    • Náðu skýrum myndum af aðgengiseiginleikum

    Notaðu þennan gátlista
    Við höfum útbúið lista með tillögum að myndum og sjónarhornum til að hjálpa þér að byrja á myndatökunni.

    Svefnherbergi

    • Yfirlitsmynd af hverju svefnherbergi
    • Breyttu um sjónarhorn til að gefa samhengi
    • Mynd í miðlungs fjarlægð af aðalatriðum, eins og rúmi og náttborði
    • Nærmynd sem sýnir persónuleika, eins og bók eða blóm á náttborðinu

    Stofa

    • Yfirlitsmynd af allri stofunni (sem sýnir helst birtu frá glugga)
    • Mynd í miðlungs fjarlægð af sófa eða setuaðstöðu
    • Nærmynd sem dregur fram persónuleika, eins og arinn

    Baðherbergi

    • Yfirlitsmynd af aðalbaðherberginu
    • Mynd í miðlungs fjarlægð af aukabaðherberginu, með baðkeri eða sturtu og vaski
    • Nærmynd af handklæðum í stafla eða útsýni frá glugga

    Eldhús

    • Yfirlitsmynd af öllu eldhúsinu eða eldhúskróknum
    • Mynd í miðlungs fjarlægð af ofni og snyrtilegri eldhúsborðlötu
    • Nærmynd af blómaskreytingu á miðju borði
    • Nærmynd af móttökukörfu með hreinsivörum fyrir gesti

    Utanhúss

    • Yfirlitsmynd af svölum, garði, verönd eða öllum pallinum
    • Mynd úr miðlungs fjarlægð af setusvæði utandyra (og mögulega útsýninu þaðan)
    • Nærmynd af haganlegum skreytingum. Til dæmis pottaplöntum við hliðina á útihúsgögnum
    • Taktu yfirlitsmynd af leiðinni að innganginum

    Þú þekkir eignina þína betur en nokkur annar. Mundu því að taka myndir af öllu sem þú heldur mest upp á og öllu því sem gestir kunna að meta í umsögnum sínum. Áður en þú klárar myndatökuna skaltu gefa þér tíma til að skoða allar myndirnar sem þú tókst til að ganga úr skugga um að þú hafir tekið tillit til alls á listanum.

    Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

    Aðalatriði

    • Það er auðvelt að mynda það sem ber af við eignina þína

    • Fylgdu bara þessum leiðbeiningum. Við gefum líka dæmi um það sem á að gera og á ekki að gera

    • Notaðu gátlistann okkar til að staðfesta að þú hafir farið yfir grunnatriðin

    Airbnb
    2. júl. 2020
    Kom þetta að gagni?