Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Fréttir ofurgestgjafa, ferðahorfur og fleira frá Catherine

  Núverandi ofurgestgjafar munu halda stöðu sinni til ársloka 2021 að uppfylltum tveimur viðmiðum.
  Höf: Airbnb, 17. mar. 2021
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 24. mar. 2021

  Aðalatriði

  • Ofurgestgjafar munu halda stöðu sinni allt árið 2021 að uppfylltum viðmiðum fyrir svarhlutfall og heildareinkunn

  • Alþjóðlegi yfirgestgjafi Airbnb, Catherine Powell, deilir 2021 innsýn um gesti og segir frá breytingum á verkfærum gestgjafa

  Halló öllsömul,

  Ég vona að þið hafið það öll gott. Það er gott að hafa aftur samband með fréttir af ofurgestgjafaþjónustu okkar, ferðahorfum og nokkrum nýjum gestgjafatólum sem mörg ykkar hafa óskað eftir. En fyrst vil ég óska öllum til hamingju með nýliðinn alþjóðadag kvenna og gefa mér smástund til að benda á hve miklu máli konur skipta Airbnb. Vissirðu að 55% fjögurra milljóna gestgjafa í heiminum eru konur? Nýir kvengestgjafar sem skráðu sig á Airbnb frá því að heimsfaraldurinn kom upp hafa samanlagt unnið sér inn meira en 600 milljónir Bandaríkjadala frá því í mars í fyrra, sem er einfaldlega ótrúlegt.

  Tilkynning til ofurgestgjafa

  Ég er spennt að tilkynna að við munum framlengja stöðu ofurgestgjafa til ársins 2021 fyrir þá ofurgestgjafa sem uppfylla áfram viðmið fyrir svarhlutfall og heildareinkunn. Við vitum hve miklu máli staða ofurgestgjafa skiptir og þá sérstaklega við undirbúning fyrir endurkomu gesta þegar ferðaþjónustan tekur aftur við sér. Breytingarnar eiga við næstu þrjú matstímabil ofurgestgjafa í apríl, júlí og október 2021. Fyrir núverandi ofurgestgjafa framlengjum við því stöðu ykkar til 31. desember 2021 að því tilskyldu að svarhlutfallið haldist í að minnsta kosti 90 prósentum og heildareinkunn sé haldið yfir 4,8.

  Við þökkum ráðgjafaráði gestgjafa kærlega fyrir en þau börðust fyrir þessari framlengingu og söfnuðum athugasemdum frá grasrótinni. Við erum svo þakklát fyrir þá frábæru gestrisni sem ofurgestgjafar veita og vonumst til að þessi framlenging veiti hugarró það sem eftir lifir árs 2021 þegar við finnum okkur öll aftur fótfestu í nýju ferðaumhverfi.

  Endurvakning ferðalaga

  Þótt árið verði örugglega langt frá því að vera venjulegt erum við mjög bjartsýn á að ferðalög hefjist á ný og við viljum hjálpa ykkur við að búa ykkur undir að bjóða gesti aftur velkomna. Eins og Brian Chesky, forstjóri, sagði: „Fólk getur ekki beðið eftir að ferðast að nýju og þegar það verður hægt gerum við ráð fyrir verulegri eftirspurn hjá ykkur.“ Persónulega er ég himinlifandi yfir þeim ferðamöguleikum sem eru að verða til—fyrir mig persónulega og fyrir alla gestgjafa okkar.

  Helsta forgangsmál okkar árið 2021 er að hjálpa ykkur, gestgjöfunum okkar, að búa ykkur undir þessa aukningu á bókunum með því að bæta allt ferlið fyrir bæði gestgjafa og gesti. Í því felst að bæta verkfæri gestgjafa og koma með glæný verkfæri sem spara ykkur tíma og orku. Mundu að smella áfram og skoða þau ef þú hefur ekki gert það nú þegar:

  • Tækifærisflipinn gefur nýjustu ferðaupplýsingar og ábendingar til að aðlagast því sem gestir vilja
  • Tímasett skilaboð: Sparaðu þér tíma með sjálfvirkum skilaboðum fyrir bókanir, innritun, dvöl og útritun
  • Nú er auðveldara en nokkru sinni fyrr að bæta við og breyta þægindum með nýju skipulagi

  Ný innsýn um gesti

  Við vinnum einnig hörðum höndum að því að koma með fréttir og innsýn til að laða að gesti. Leit gesta og forgangsmál hafa breyst undanfarið ár þar sem fjarvinna er nýja normið; en nú geta margir unnið hvar sem er með nettengingu. Núna væri frábær tími til að endurskoða skráningarnar þínar með þessa þróun í huga:

  • Gestir vilja finna eignir til að geta búið og unnið hvar sem er
  • Þráðlaust net er fjórða algengasta leitin að þægindum
  • Gestgjafar sem bæta við vinnuplássi fyrir fartölvu geta unnið sér inn 14% meira en þeir sem gera það ekki
  • Gestgjafar með nauðsynjar fyrir eldun, svo sem potta og pönnur, olíu, salt og pipar, geta unnið sér inn 17% meira samanborið við þá sem gera það ekki
  • Leit að garði og bakgarði jókst um 343% samanborið við síðasta ár
  • Flestir gestir leita að „gæludýravænum“ eignum
  • Heitir pottar koma nú í 79% fleiri leitum gesta samanborið við árið á undan

  Frekari upplýsingar og gögn* eru í þessari grein.

  Það var ekki fleira í bili en ég kem aftur í næsta mánuði með frekari fréttir, breytingar og úrræði. Í millitíðinni vona ég að þið séuð öll áfram örugg, jafnvel þótt við hlökkum spennt til vors og sumars.

  Bestu kveðjur,

  Catherine

  ES. Hér er ljósmynd af mér og Ozzy úr nýlegri ferð fjölskyldunnar til Joshua Tree. Við fórum ekki langt (enn) en það var frábært að breyta umhverfinu og við gistum í frábærri gæludýravænni eign á Airbnb með heitum potti.

  *Mat byggir á fyrirliggjandi gögnum frá og með 1. febrúar 2021

  Aðalatriði

  • Ofurgestgjafar munu halda stöðu sinni allt árið 2021 að uppfylltum viðmiðum fyrir svarhlutfall og heildareinkunn

  • Alþjóðlegi yfirgestgjafi Airbnb, Catherine Powell, deilir 2021 innsýn um gesti og segir frá breytingum á verkfærum gestgjafa

  Airbnb
  17. mar. 2021
  Kom þetta að gagni?