Stökkva beint að efni
Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Verndun samfélaga gegn COVID-19 með CORE

  Verndun samfélaga gegn COVID-19 með CORE

  Airbnb.org vinnur með samstarfsaðilum eins og CORE til að styðja við jafnt aðgengi að bóluefni.
  Höf: Airbnb, 23. mar. 2021
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 7. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Eitt ár er nú liðið síðan Airbnb kynnti þjónustuna fyrir framlínugistingu.

  • Nú á Airbnb.org í samstarfi við stofnanir eins og CORE til að bjóða starfsfólki í framlínunni gistingu.

  • CORE veitir öruggan og jafnan aðgang að ókeypis COVID-19 sýnatökum, nauðsynlegri þjónustu og dreifingu bóluefnis.

  Eitt ár er nú liðið síðan Airbnb kynnti þjónustuna fyrir framlínugistingu. Nú heldur Airbnb.org þessari vinnu áfram og á í samstarfi við CORE til að bjóða starfsfólki í framlínunni gistingu. Frá því að heimsfaraldurinn hófst hefur CORE veitt öruggan og jafnan aðgang að ókeypis COVID-19 sýnatökum og nauðsynlegum úrræðum með áherslu á að þjónusta fólk sem er jaðarsett, með lágar tekjur eða sem býr í hverfum litaðs fólks. Þau beita sömu jafnræðisreglu við dreifingu bóluefnis. Við kynnum tvo starfsmenn CORE sem eru á vettvangi og hjálpa þeim samfélögum sem hafa orðið fyrir mestu áhrifum og eru mest viðkvæm fyrir COVID-19.

  Zack og Crista

  „Ef þú skoðar kort af Los Angeles sérðu að flestir skimunarstaðir, heilbrigðisúrræði og bólusetningarstaðir eru nú staðsettir á svæðum þar sem ríkara fólk býr. Þetta á einnig við um flesta staði í Bandaríkjunum,“ segir Zack Oser, svæðisstjóri Los Angeles-sýslu fyrir CORE. „Öll undirliggjandi hugmyndafræði okkar og líkan fyrir það hvernig við ákveðum hvar við vinnum, hvar við veitum í raun úrræði, snýst um að reyna að koma þeim úrræðum til svæða sem löngu hafa verið skilin eftir vegna mismunar á aðgengi að lýðheilsu- og heilbrigðisúrræðum.“

  CORE býður sem stendur upp á ókeypis COVID-19 sýnatöku í borgum um allt land ásamt því að dreifa bóluefni í Atlanta og Los Angeles. Þau taka þátt í einum stærsta fjöldabólusetningarstað þjóðarinnar á Dodger-leikvanginum þar sem hægt er að gefa 12.000 skammta af bóluefni á dag. CORE á í samstarfi við staðaryfirvöld og samfélagssamtök og leggja þau áherslu á að ráða fólk sem býr í samfélaginu. „Við ráðum starfsfólk frá þessum svæðum til að vinna á skimunar- og bólusetningarstöðum okkar. Starfsfólkið talar sömu tungumál og íbúar, hefur gott orðspor, góð tengsl og skilur samfélagið,“ segir Zack.

  Crista Campos, sem sinnir samfélagshvatningu og leitar að sjálfboðaliðum fyrir CORE, hóf vinnu fyrir samtökin sem sjálfboðaliði. Hún hafði samband við CORE þegar hún tók eftir því hve fáir biðu í röð á sýnatökustað í hverfinu hennar í Los Angeles. Prófanir eru ókeypis fyrir almenning og ekki er þörf á sjúkratryggingum eða skilríkjum. En Crista áttaði sig á því að ýmislegt gat komið í veg fyrir að fólk kæmist í sýnatöku.

  „Þegar ég byrjaði kom upp [COVID-19] faraldur í byggingu þar sem tekjulágt fólk bjó í Kínahverfinu. Fólkið vissi ekki einu sinni að sýnataka væri í boði á Dodger-leikvanginum,“ segir Crista. „Dodger-leikvangurinn er uppi á hæð. Fólkið varð að panta tíma og notfæra sér þjónustu Lyft ef það ætti ekki bíl. Hvað ef það gæti ekki fengið far með Lyft vegna þess að það ætti ekki síma?“

  CORE hóf samstarf við samtök á staðnum og setti upp færanlegan sýnatökustað í Kínahverfinu svo að samfélagsmeðlimir kæmust í sýnatöku í hverfinu sínu. Einnig fóru þau að dreifa útprentuðum upplýsingum til að hjálpa fólki sem hefur mögulega ekki aðgang að Netinu. Skipuleggjendurnir deildu upplýsingum sem skiptu máli fyrir samfélagið. „Við urðum að láta fólkið vita að þessum upplýsingum yrði ekki deilt með ICE [Immigration and Customs Enforcement],“ segir Crista. „Sjúkrasaga manns er þarna og fólk er hrætt um að einhvert elti það uppi.“

  Crista og Zack verja tímanum í sýnatöku og dreifingu bóluefnis til samfélagsmeðlima, skipulag með staðbundnum samtökum og að bjóða ókeypis upp á nauðsynleg úrræði eins og dreifingu á matvælum og grímum. „Við hjá samfélagshópi CORE komum öll saman vegna ótrúlegrar reynslu okkar og hve áköf við erum að bjarga samfélaginu okkar,“ segir Crista.

  Starfsfólk CORE, samstarfsaðila Airbnb.org, eins og Zack, sem ferðast til svæðisins til að aðstoða við opnun vinnustaða og ráðningu starfsfólks geta nýtt sér framlínugistingu. „Vinnudagar okkar eru langir,“ segir Zack. „Allt gengur bara svo mikið betur ef maður á sér samastað til að skilja eftir dót og hreinsa hugann. Þegar ég fer út héðan þá get ég einbeitt mér að vinnunni og að ljúka verkinu án nokkurra vandamála.“

  Vertu hluti af vaxandi samfélagi sem beislar mátt deilihagkerfisins þegar þörf er á.

  Aðalatriði

  • Eitt ár er nú liðið síðan Airbnb kynnti þjónustuna fyrir framlínugistingu.

  • Nú á Airbnb.org í samstarfi við stofnanir eins og CORE til að bjóða starfsfólki í framlínunni gistingu.

  • CORE veitir öruggan og jafnan aðgang að ókeypis COVID-19 sýnatökum, nauðsynlegri þjónustu og dreifingu bóluefnis.

  Airbnb
  23. mar. 2021
  Kom þetta að gagni?