Undirbúningur áður en tekið er á móti flóttafólki í gegnum Airbnb.org

Kynntu þér leiðbeiningar til að taka vel á móti fólki sem skapar sér nýtt líf í samfélagi þínu.
Airbnb skrifaði þann 29. ágú. 2019
5 mín. lestur
Síðast uppfært 25. ágú. 2023

Aðalatriði

Þegar flóttamenn og hælisleitendur flytja til nýs lands standa þeir frammi fyrir því að kynna sér nýja menningu um leið og þeir sinna hlutum eins pappírsvinnu og atvinnuleit. Málastjórar hjá góðgerðasamtökum sem vinna með Airbnb.org aðstoða oft skjólstæðinga sína sem eru á flótta með þessi mikilvægu verkefni og hjálpa þeim að finna varanlegt húsnæði. Stundum þurfa flóttamenn og hælisleitendur sjálfir að leita að leið út úr þessu erfiða ástandi.

Sem gestgjafi getur þú skipt sköpum í lífi fólks með því að bjóða örugga og þægilega gistiaðstöðu á meðan það kemur sér tímabundið fyrir í nýju umhverfi þar til það getur skipulagt framtíð sína og sett líf sitt í fastar skorður á ný.

Þessi grein lýsir því hvernig þú getur búið þig undir að taka á móti gestum sem skapa sér nýtt líf í samfélagi þínu. Þessar tillögur eru byggðar á ráðleggingum frá öðrum gestgjöfum sem hafa tekið á móti flóttafólki og frá málastjórum góðgerðasamtaka sem aðstoða skjólstæðinga á flótta.

1. Miðlaðu skýrum upplýsingum um eignina þína

Þú munt heyra frá málastjóra góðgerðasamtaka sem Airbnb.org vinnur með, eins og IRC ogHIAS, eða gesti með bókunargóða, áður en bókun er gerð til að staðfesta upplýsingar um eignina þína. Til að auðvelda ferlið biðjum við þig um að svara fyrirspurnum sem fyrst og passa upp á að skráningarupplýsingar þínar séu fullfrágengnar og í gildi.

Mikilvægt er að hafa í huga að þörf á húsnæði er brýn við aðstæður eins og þær sem flóttafólk frá Úkraínu stendur frammi fyrir núna. Í sumum tilvikum gæti verið um að ræða bókunarbeiðnir Airbnb.org fyrir gistingar sem vara í 30 daga eða lengur og hefjast aðeins einum eða tveimur dögum eftir að gesturinn hefur fyrst samband.

Þú getur spurt gestinn eða málastjórann spurninga meðan á bókunarferlinu stendur og ef þú þarft á að halda er sérhæft þjónustuver Airbnb.org alltaf til staðar.

2. Mundu að flóttafólk gæti þurft á frekari aðstoð að halda

Góðagerðasamtök útvega skjólstæðingum sínum oft nauðsynjar eins og mat, ferðamáta og aðgang að mikilvægri þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu, atvinnutækifærum og húsnæðisaðstoð til lengri tíma.

Eftirspurnin eftir slíkri aðstoð er gríðarlega mikil vegna mikins fjölda flóttafólks frá Úkraínu sem þarfnast tímabundinnar gistingar. Gestir eru hvattir til að reyna að sinna þessum grunnatriðum sjálfir svo að hægt sé að veita þeim einstaklingum stuðning sem þurfa mest honum að halda.

Sem gestgjafi gætir þú veitt leiðbeiningar um staðbundin úrræði til að hjálpa gestum að aðlagast nýja samfélaginu, þó að þess sé vissulega ekki krafist.

„Sem móðir fór ég að hugsa um hagnýtu hlutina,“ segir gestgjafinn Sarah frá Vancouver, Kanada. Vantaði fjölskylduna föt? Ættum við að setja mat í ísskápinn? Mun þeim vanta aðstoð við innkaupin?“ Hún sendi þessar spurningar til málastjóra fjölskyldunnar hjá góðgerðasamtökum sem svaraði og sagði að þau kynnu hugsanlega að meta aukateppi og lítil leikföng fyrir börnin.

Vegna úkraínskrar arfleifðar sinnar og fyrri reynslu af því að taka á móti flóttafólki í gegnum Airbnb.org var gestgjafinn Adam frá Ontario, Kanada, fljótur að bjóða fólki húsnæði sem flúði átökin í Úkraínu. Auk þess að taka á móti gestum í eigin eign og eignum sem hann hefur umsjón með segist Adam glaður hjálpa gestum að endurbyggja líf sitt með því að tengja þá við úkraínska menningu og samfélag á svæðinu eins og verslanir, kirkjur og starfstengd námskeið í úkraínsku félagsmiðstöðinni á staðnum. „Ég spyr fólk hvað það starfaði við í heimalandinu og reyni að beina því í rétta átt,” segir hann.

3. Virtu ávallt einkalíf fólks

Fjölskyldur og einstaklingar vilja mismikið næði, rétt eins og aðrir gestir á Airbnb. Með því að láta gesti vita hvar þeir geti verið í næði á heimilinu og hvar hægt sé að eiga samverustund, t.d. í stofunni, bakgarðinum eða öðru rými, verða breytingarnar þeim auðveldari sem lætur þeim líða betur.

„Fjölskyldan (sem við tókum á móti) gat ákveðið fyrir sig hvort þau vildu vera ein eða með öðrum,“ segir Sarah. „Við vorum vinaleg ef við sáum þau í garðinum eða að ganga frá matvörum en við gáfum þeim rými til að vera út af fyrir sig.“

4. Fylgdu heilsu- og öryggisreglum vegna COVID-19

Airbnb hefur kynnt leiðbeiningar og þjónustu til að hjálpa gestgjöfum að veita öruggari gistingu. Hér eru nokkrir lykilpunktar:

  • Notaðu grímu og gættu nándarmarka ef lög eða tilmæli á staðnum krefjast þess
  • Fylgdu 5 skrefa ferli Airbnb um ítarlegri ræstingar milli gesta
  • Ekki ferðast ef þú sýnir einkenni COVID-19 eða ef þú hefur verið nálægt einhverjum með sjúkdóminn
Frekari upplýsingar um heilsu- og öryggiskröfur Airbnb vegna COVID-19

5. Fáðu frekari upplýsingar

Flóttafólk gæti hafa lent í alvarlegum erfiðleikum á ferðalagi sínu. Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar um upplifanir tengdar flóttafólki skaltu kynna þér þessi úrræði sem góðgerðasamtök sem við vinnum með mæla með:

Algengar spurningar

Hvernig bóka flóttamenn frá Úkraínu tímabundið húsnæði?
Þegar um ræðir einstakling eða fjölskyldu sem þarfnast tímabundins húsnæðis getur málastjóri góðgerðasamtaka aðstoðað viðkomandi við að bóka dvöl eða gesturinn gæti fengið bókunarkóða til þess að bóka tímabundna gistiaðstöðu á eigin spýtur.

Þegar bókunarbeiðni er send vegna neyðarhúsnæðis í gegnum Airbnb.org gætu gestgjafar verið látnir vita í bókunarferlinu.

Hversu lengi get ég búist við að bjóða húsnæði fyrir flóttafólk?
Gisting hjá Airbnb.org er almennt bókuð í nokkra daga upp í allt að nokkrum vikum. Þar sem milljónir manna eru á flótta frá Úkraínu eru góðgerðasamtök og opinberar stofnanir að vinna úr miklum fjölda hjálparbeiðna þar sem farið er fram á gistingu í 30 daga eða lengur fyrir suma gesti.

Í sumum borgum er fallið frá hámarki á lengd dvalar þegar um ræðir húsakost fyrir flóttamenn. Hafðu samband við yfirvöld á staðnum til að nálgast upplýsingar um hvaða reglur gilda þar sem þú ert.

Hvað gerist eftir að dvöl flóttafólks lýkur?
Meðan á tímabundinni dvöl flóttafólks stendur gæti viðkomandi verið að vinna að því að skipuleggja næstu skref til að hefja líf sitt á nýjum stað, þar á meðal að finna húsnæði til lengri tíma.

Gestir hafa beinan aðgang að sérhæfðu þjónustuveri Airbnb.org sem vinnur náið með góðgerðasamtökum á staðnum til að fá frekari aðstoð ef þörf krefur.

Vegna fordæmalauss neyðarástands í Úkraínu verða góðgerðasamtök að forgangsraða og veita viðbótaraðstoð þar sem talið er að þörfin sé brýnust. Þessa stundina er ekki hægt að ábyrgjast að allir gestir geti fengið aðstoð til lengri tíma.

Ef gestur þarf á tímabundnu viðbótarhúsnæði að halda við lok dvalar getur viðkomandi haft samband við Airbnb.org og óskað eftir allt að tveggja vikna viðbótargistingu.

Hvernig uppfyllir fólk skilyrði fyrir gistingu í neyðartilvikum?
Airbnb.org er oft í samstarfi við góðgerðasamtök og samtök sem sinna búferlaflutningum sem sérhæfa sig í neyðarviðbrögðum og hjálpa flóttafólki að koma sér fyrir á nýjum stað. Þannig verður auðveldara að veita aðstoð á staðnum og meta þarfir og gjaldgengi mögulegra gesta.

Gestir Airbnb.org sem bóka tímabundna gistiaðstöðu þurfa sjálfir að stofna aðgang að Airbnb sem getur falið í sér staðfestingu á auðkenni.

Hvernig hefur gestaumsjón á Airbnb.org áhrif á stöðu mína sem ofurgestgjafa?
Fyrir mat á ofurgestgjöfum 1. apríl 2022 (þ.m.t. gögn frá 1. apríl 2021 til 31. mars 2022):

  • Bókanir hjá Airbnb.org bætast við heildarfjölda gistinga.
  • Bókanir hjá Airbnb.org hafa ekki áhrif á aðra þætti sem tekið er mið af í ársfjórðungslegu mati ofurgestgjafa, þar á meðal umsagnir, afbókanir og viðbragðstíma.

Viltu hefjast handa? Vertu hluti af vaxandi samfélagi sem virkjar máttinn sem felst í því að deila í gegnum Airbnb.org þegar þörfin er mest.

Aðalatriði

Airbnb
29. ágú. 2019
Kom þetta að gagni?