Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Fjárfesting í samfélagslegu samstarfi okkar

  Svona getur opnun borgargáttar Airbnb gagnast gestgjöfum og gestum.
  Höf: Airbnb, 23. sep. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 23. sep. 2020

  Aðalatriði

  • Nýja borgargáttin miðar að því að byggja upp traust stjórnvalda og ferðamálasamtaka og gefa þessum aðilum betri skilning á Airbnb sem getur hjálpað gestgjöfum að sinna áfram gestaumsjón

  • Engum nýjum persónugreinanlegum upplýsingum um gestgjafa eða gesti verður deilt. Eins og er deilum við aðeins því sem krafist er í landslögum

  Airbnb hefur árum saman átt í samstarfi við hundruð borga, ríkja, héraða og landa um víðan heim til að ná fram jákvæðum áhrifum. Við samstarf okkar höfum við komist að því að stjórnvöld vilja skilja betur samfélagsleg áhrif Airbnb og ferðamálasamtök vilja fá samstarfsaðila til að hjálpa við endurreisn efnahagslífsins.

  Það gleður okkur að tilkynna að við höfum hlustað á þessar athugasemdir og þróað nýtt úrræði til að styðja við staðbundin samfélög.

  Við kynnum borgargátt

  Borgargáttin er fyrsta lausnin sinnar tegundar til að hjálpa borgum að skilja starfsemi á Airbnb. Þetta býður gáttin upp á:

  • Viðeigandi innsýn: Einfaldar upplýsinga um efnahagslega starfsemi og ferðahorfur geta hjálpað borgum að skilja áhrif Airbnb innan síns samfélags
  • Verkfæri til að þjóna samfélaginu á staðnum: Einföld og þægileg verkfæri hjálpa stjórnvöldum að þróa og hafa umsjón með sanngjörnum reglum um skammtímaútleigu þar sem þess er krafist
  • Úrræði og aðstoð: Borgir hafa aðgang að einstaklingsbundinni aðstoð Airbnb og miðlægum úrræðum eins og hverfisaðstoð og ítarlegri ræstingarreglum

  Af hverju skiptir þetta máli fyrir gestgjafa og gesti?

  Borgargáttin mun umbreyta því hvernig Airbnb vinnur með samfélögum og getur hjálpað gestgjöfum og gestum að fá meiri hugarró þegar þeir nota Airbnb. Í gegnum gáttina viljum við einnig hjálpa samfélögum að kynnast betur því sem gestgjafar gera. Það á sérstaklega við um ávinning gesta og efnahagslífsins á staðnum.

  Með samstarfi við borgir getum við hjálpað stjórnvöldum að skilja Airbnb, og efla traust, sem gagnast gestgjöfum. Við ætlum einnig að leggja áherslu á gestgjafa í komandi útgáfum borgargáttarinnar til að sýna verðmætið sem gestaumsjón getur fært samfélögum.

  Þar sem þetta starf skiptir einungis máli ef það nýtur stuðnings öflugrar ferðaþjónustu mun borgargáttin einnig veita innsýn og úrræði til að hjálpa ferðasamtökum á staðnum að endurreisa hagkerfi ferðaþjónustunnar á sjálfbæran hátt og stuðla að auknum ferðalögum til svæðisins. Heilbrigð ferðaþjónusta felur í sér fleiri tækifæri fyrir gestgjafa á Airbnb og fleiri valkosti fyrir ferðamenn.

  Hvað tekur við?

  Við eigum í tilraunaverkefni með borgargáttina eins og er í samstarfi við opinbera aðila í nokkrum borgum Norður-Ameríku auk ferðamálasamtaka um víðan heim. Við ætlum að bæta fleiri samstarfsaðilum við borgargáttina á komandi mánuðum sem verður í byrjun byggt á samstarfi sem við eigum þegar í við stjórnvöld og ferðamálasamtök. Við vonumst með tímanum til að hjálpa fleiri samfélögum að kynnast ávinningi af heimagistingu fyrir hagkerfin á hverjum stað.

  Borgargáttin er mikilvægt næsta skref til að styrkja tengsl okkar við samfélög með endanlega markmiðinu um að vernda framtíð heimagistingar fyrir gestgjafa og gesti á Airbnb. Okkur finnst stefna þessa verkefnis vera spennandi og við hlökkum til að hjálpa samfélögum um víðan heim við að byggja upp trausta ferðaþjónustu með ábyrgri heimagistingu.

  Algengar spurningar

  Hverjir geta notað þetta verkfæri?
  Aðeins opinberir fulltrúar og markaðsaðilar hjá ferðamálasamtökum sem hafa hlotið samþykki Airbnb hafa aðgang að borgargáttinni.

  Hvaða stjórnvöld og ferðamálasamtök taka þátt í tilraunaverkefninu?
  Í fyrsta áfanga opnar borgargáttin með samstarfi við meira en 15 tilraunaborgir og ferðamálasamtök. Dæmi um borgir og sýslur í tilraunaverkefninu: Buffalo, New York; Miami-Dade-sýsla (sem hefur ekki réttarstöðu lögaðila) í Flórída, New Orleans í Louisiana, Palm Springs, Raleigh, Sacramento og San Francisco í Kaliforníu, Seattle í Washington og Calgary og Vancouver í Kanada.

  Dæmi um samstarfsaðila í ferðaþjónustu í tilraunaverkefninu: Visit Tampa Bay, Visit Denmark, borgaryfirvöld í Kraká, ríkisráð ferðaþjónustu í São Paulo, Visit Scotland, Visit Tuscany og Wesgro (Vesturhöfði Suður-Afríku).

  Hvaða upplýsingar verða veittar um gestgjafa og gesti í gáttinni?
  Flestar borgir munu hafa aðgang að samanlögðum alþjóðlegum mælingum, svo sem um fjölda bókaðra gistinótta, alþjóðlegar tekjur gestgjafa og gögnum sem tengjast jákvæðum efnahagslegum áhrifum af Airbnb og alþjóðlegum skattgreiðslum.

  Sumar borgir munu einnig hafa aðgang að þessum samanlögðu mælingum á staðnum, þar á meðal staðbundnum gögnum sem tengjast bókunum á Airbnb, svo sem meðalstærð hópa og meðalverð á gistinótt. Við munum einnig deila upplýsingum sem tengjast ferðaþróun með ferðamálastofum svo sem frá hvaða borgum flestir bóka á áfangastaðnum.

  Hvernig verða upplýsingarnar notaðar?
  Stjórnvöld geta notað þessar upplýsingar til að skilja áhrif Airbnb í samfélaginu sínu. Ferðamálasamtök geta notað þessar upplýsingar til að skilja ferðaþróun og lýðfræði sem gerir þeim kleift að móta stefnu til að auka ferðaþjónustu á áfangastaðnum.

  Verður persónugreinanlegum upplýsingum deilt um gestgjafa eða gesti?
  Opnun borgargáttarinnar hefur ekki áhrif á verkvang Airbnb og þær upplýsingar er aflað þar um gestgjafa og gesti. Stjórnvöldum verða ekki veittar neinar nýjar persónugreinanlegar upplýsingar um gestgjafa eða gesti. Við erum skyldubundin til að deila gögnum í tilteknum umdæmum og munum hlíta þeim áfram.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Nýja borgargáttin miðar að því að byggja upp traust stjórnvalda og ferðamálasamtaka og gefa þessum aðilum betri skilning á Airbnb sem getur hjálpað gestgjöfum að sinna áfram gestaumsjón

  • Engum nýjum persónugreinanlegum upplýsingum um gestgjafa eða gesti verður deilt. Eins og er deilum við aðeins því sem krafist er í landslögum

  Airbnb
  23. sep. 2020
  Kom þetta að gagni?