Að skrifa frábæra lýsingu á eigninni

Prófaðu þessar ábendingar til að leggja áherslu á sérstök atriði.
Airbnb skrifaði þann 5. maí 2021
2 mín. lestur
Síðast uppfært 16. nóv. 2022

Ein besta leiðin til að vekja áhuga gesta er að skrifa frábæra skráningarlýsingu. Þú þarft ekki að vera rithöfundur til þess, það er nóg að láta fólk vita við hverju það má búast í eigninni.

Veldu allt að tvö áhersluatriði úr valkostunum og við stingum upp á upphafsorðum. Ef þú velur til dæmis „friðsæl“ og „snyrtileg“ gætum við stungið upp á að skrifa: „Slakaðu á og láttu fara vel um þig í þessari friðsælu og stílhreinu eign.“

Þessi upphafsorð eru aðeins hugmynd sem er ætlað að veita þér innblástur. Við mælum með því að þú skiptir þeim út fyrir eigin orð og bætir við öðrum mikilvægum upplýsingum um eignina. Við vitum að þú getur það!

Prófaðu þessar ábendingar til að semja sannfærandi lýsingu af eigninni:

1. Leggðu áherslu á sérstaka eiginleika. Tilgreindu það sem gerir eignina þína sérstaka því að allar eignir eru mismunandi. Til dæmis:

  • Er eldhúsið vel útbúið? „Töfraðu fram létt snarl eða glæsilega veislu í fullbúnu kokkaeldhúsinu.“
  • Er frábært útsýni hjá þér? „Horfðu á sólsetrið á vatninu á meðan þú lætur fara vel um þig í gluggaútskotinu.“
  • Býður þú upp á gott aðgengi? „Þrepalausi inngangurinn okkar er aðgengilegur frá breiðum, malbikuðum stíg frá innkeyrslunni.“

2. Greindu ítarlega frá. Taktu fram hagnýtar upplýsingar sem hjálpa gestum að skipuleggja sig fram í tímann. Greindu frá öllum sérkennum eignarinnar til að gefa réttar væntingar. Til dæmis:

  • Er sófi eitt af rúmunum hjá þér? „Svefnsófinn er með gormadýnu af queen-stærð.“
  • Ertu í hávaðasamri borg? „Við erum miðsvæðis og því getið þið gert ráð fyrir einhverjum hávaða frá umferðinni.“
  • Er slitrótt farsímasamband? „Prentið út leiðarlýsinguna áður en þið leggið af stað því við erum utan alfaraleiðar.“

3. Segðu sögu eignarinnar. Veittu upplýsingarnar þannig að gestir sjái sig fyrir sér sem hetjur í eigin ævintýri. Til dæmis:

  • Gerðirðu upp antík-baðker? „Dýfðu þér ofan í steypujárnsbaðkerið í rólegheitum og láttu vandamálin leysast upp.“
  • Komstu fyrir fuglahúsi? „Byrjaðu daginn á söng kólíbrífuglanna!“

4. Notaðu fá orð. Notaðu hnitmiðað orðalag með áherslu á það sem þú hefur ekki enn tilgreint. Til dæmis:

  • Ertu með gott úrval af leikjum og spilum? „Reyndu á skákfærni þína, spilaðu borðspil eða prófaðu litabækurnar okkar. Skemmtun fyrir alla aldurshópa!“
  • Ertu með íburðarmikið rúm? „Sökktu þér ofan í dýnuna úr minnissvampi með egypskum rúmlökum.“

Mundu að þú getur uppfært lýsinguna þína seinna. Margir gestgjafar fínpússa lýsinguna með tímanum.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
Airbnb
5. maí 2021
Kom þetta að gagni?