Hvernig á að stilla gistináttaverð

Kynntu þér eftirspurn á staðnum og íhugaðu að bjóða kynningartilboð til að vekja áhuga fyrstu gestanna.
Airbnb skrifaði þann 14. júl. 2022
2 mín. lestur
Síðast uppfært 12. maí 2023

Sem gestgjafi ræður þú alltaf gistináttaverðinu hjá þér og getur breytt því hvenær sem er.

Ef þú ert ekki með ákveðið upphafsverð í huga getur þú skoðað meðalverð á álíka eignum í nágrenninu með því að fylgja nokkrum einföldum skrefum:

  1. Veldu dagsetningu eða tímabil í dagatalinu.

  2. Pikkaðu eða smelltu á gistináttaverðið. Beint fyrir neðan verðið er hnappur sem sýnir kortatáknið ásamt orðunum „bera saman álíka eignir.“

  3. Pikkaðu eða smelltu á hnappinn til að opna kort þar sem meðalverð eigna sem eru sambærilegar þinni birtist. Á kortinu getur þú valið hvort meðalverð bókaðra eða óbókaðra eigna í nágrenninu birtist.

Hafðu í huga að gistináttaverðið sem þú setur er ekki heildarverðið sem gestir borga. Svona getur þú séð heildarverð gests ásamt sundurliðun á verðinu:

  1. Veldu fjölda gistinátta í dagatalinu.

  2. Fyrir neðan gistináttaverðið er hnappur fyrir „heildarverð gests“ sem segir til um heildarverðið sem gestur kæmi til með að greiða fyrir þá bókun.

  3. Pikkaðu eða smelltu á hnappinn til að opna sundurliðun verðs sem felur í sér gistináttaverð, gjöld, afslætti og kynningartilboð ef slíkt er til staðar, skatta og tekjur þínar.

Ef þú ert nýr gestgjafi með fáar umsagnir gæti verið góð hugmynd að byrja með verð sem er lægra en markverðið hjá þér. Með nýskráningartilboðinu getur þú boðið fyrstu þremur gestum þínum 20% afslátt til að stuðla að bókunum. Gestir gætu verið tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir gistiaðstöðu sem hefur fengið nokkrar umsagnir með hárri einkunn.

Eftir að þú birtir skráninguna getur þú nálgast öll verðtólin úr dagatalinu þínu. Þaðan getur þú breytt verðinu fyrir tilteknar dagsetningar, stillt afslætti og kynningartilboð ásamt fleiru.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
14. júl. 2022
Kom þetta að gagni?