Að ákveða hámarksfjölda gesta í eigninni

Prófaðu þessar ábendingar til að ákvarða hversu margir geta látið fara vel um sig í eigninni þinni.
Airbnb skrifaði þann 14. júl. 2022
2 mín. lestur
Síðast uppfært 16. nóv. 2022

Eitt af því fyrsta sem væntanlegir gestir vilja vita um eignina er hversu stór hún er. Með því að tilgreina fjölda gesta sem þú getur tekið á móti ásamt fjölda rúma og svefn- og baðherbergja á fólk auðveldara með að taka ákvörðun um hvort eignin þín henti.

Þú getur veitt enn nánari upplýsingar eftir að þú birtir skráninguna, t.d. tilgreint tegund rúma og þægindi hvers svefnherbergis, eins og herðatré og aukakodda. Í millitíðinni getur þú einbeitt þér að því hversu mörgum gestum þú vilt taka á móti í eigninni.

Prófaðu þessar ábendingar ef þú ert í vafa:

  • Teldu rúmin hjá þér. Hugsaðu út í hve margir geta sofið í hverju rúmi þannig að það fari vel um þá.
  • Teldu fjölda baðherbergja. Hugsaðu út í hve margir geta deilt þessum rýmum með góðu móti.
  • Tilgreindu hámarksfjölda sem hentar þér. Þó að eignin þín rúmi ákveðinn fjölda fólks þýðir það ekki að þú þurfir að taka á móti jafn miklum fjölda gesta.
  • Forðastu að koma gestum á óvart. Ef rúmfjöldinn hjá þér telur með sófa, svefnsófa, vindsæng eða annað frjálslegt svefnfyrirkomulag skaltu gæta þess að taka það fram í næstu skrefum, eins og þegar þú skrifar skráningarlýsinguna eða myndatexta. Ef þú ert með ungbarnarúm eða kojur með handriðum getur einnig verið gott að taka það fram.
  • Ekki draga ályktanir. Tvær manneskjur sem ferðast saman ætla sér ekki endilega að deila rúmi.

Þegar allt er til reiðu getur þú notað plús og mínus hnappana til að stilla hámarksfjölda gesta og tilgreina hve mörg rúm, svefnherbergi og baðherbergi eru í boði. Stillingin fyrir val á fjölda baðherbergja gerir einnig ráð fyrir salernum (þar sem salerni og vaskur er til staðar en engin sturta eða baðker).

Mundu að þú getur alltaf gert breytingar á tilgreindum upplýsingum ef aðstæður breytast, þar á meðal fjölda rúma og gesta.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
Airbnb
14. júl. 2022
Kom þetta að gagni?