Hvernig má vinna úr slæmri umsögn á Airbnb

Taktu á neikvæðum umsögnum með nákvæmum upplýsingum um úrbætur.
Airbnb skrifaði þann 4. maí 2021
3 mín. lestur
Síðast uppfært 29. jan. 2024

Slæm umsögn getur komið mjög illa við. Jafnvel gestrisnasti gestgjafinn getur lent í því af og til að fá slæmar athugasemdir frá gestum.

Þú getur alltaf svarað umsögnum á skráningarsíðu þinni opinberlega. Með því að svara á uppbyggilegan hátt sýnir þú að þér er annt um athugasemdir gesta þinna. Þú getur einnig tekið skref til að koma í veg fyrir neikvæðar umsagnir.

Að svara neikvæðum umsögnum

Með því að skrifa stutt, vingjarnlegt, opinbert svar við neikvæðri umsögn gefst þér færi á að deila þeim úrbótum sem þú hyggst gera.

Gestir segja okkur að þegar gestgjafi
svarar athugasemdum séu þeir líklegri til að bóka hjá viðkomandi vegna þess að það sýnir að gestgjafinn sé móttækilegur fyrir tillögum.

Þú getur
svarað umsögn hvenær sem er. Hér eru nokkrar ábendingar um að skrifa gott svar:

  • Byrjaðu á því að sýna athugasemdunum skilning og þakka gestinum. Það þarf ekki að vera flóknara en „Kærar þakkir fyrir umsögnina, Mary! Okkur þykir vænt um að þú hafir gefið þér tíma til að minnast ferðarinnar.“

  • Segðu frá því hvernig þú hefur bætt eignina þína. Þú gætir sagt „Okkur þykir leitt að rúmin hafi verið óþægileg. Góður nætursvefn gesta er mikilvægur og því höfum við bætt við notalegum yfirdýnum í kjölfar umsagnar þinnar.“

„Sem gestur geri ég ekki ráð fyrir að neinn gestgjafi sé með 100% gallalausar umsagnir en ég hrífst miklu meira af þeim sem taka gagnrýni alvarlega og sýna vilja til að bæta sig,“ segir Andrew, ofurgestgjafi í Berlín.

Umsagnir gætu verið fjarlægðar ef þær brjóta gegn
umsagnarreglum okkar. Þú getur tilkynnt umsögn sem þú telur að brjóti gegn reglum okkar. Þú getur einnig andmælt hefndarumsögn — óháð því hvenær hún var birt — frá gestum sem þú telur hafa brotið alvarlega gegn reglum.

Að svara jákvæðum umsögnum

svara jákvæðum umsögnum opinberlega er góð leið til að sýna að þú sért röskur gestgjafi.

Með því að svara aðeins neikvæðum umsögnum dregur þú sérstaka athygli að þeim. Svaraðu, í stað þess, líka jákvæðum umsögnum. Jafnvel eitthvað stutt eins og: „Takk fyrir að gista hjá mér!“ dugir til.

Að koma í veg fyrir neikvæðar umsagnir

Stundum er slæm umsögn einfaldlega afleiðing ólíkra væntinga. Hvert skipti sem þú tekur á móti gesti er tækifæri til að bjóða upp á frábæra gestrisni og stunda gestaumsjón án aðgreiningar.

Þótt þú getir ekki tryggt að þú fáir aldrei slæma umsögn, getur þú gert ráðstafanir til að bæta verklagið í kringum gestaumsjón hjá þér.

  • Taktu greinargóðar myndir af eigninni og ekki gleyma kostum hennar og göllum.
  • Skrifaðu heiðarlega skráningarlýsingu og húsreglur til að greina frá væntingum.
  • Notaðu skráningarlýsinguna til að minnast
  • á vandamál sem koma fram í slæmum umsögnum, sérstaklega ef um er að ræða hluti sem þú hefur ekki stjórn á, eins og ef eignin þín er við hávaðasama götu.
  • Nýttu þér athugasemdir til að gera endurbætur á eigninni, eins og til dæmis að bæta við fleiri handklæðum ef gestur minntist á að þau væru ekki nógu mörg.
  • Haltu sambandi við gesti meðan á dvöl stendur í Airbnb appinu til að taka á málunum um leið og þau koma upp.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
4. maí 2021
Kom þetta að gagni?