Hvað tekur við þegar gestir hætta við eða breyta bókun?

Hvernig útborgun er háttað þegar ferðatilhögun breytist.
Airbnb skrifaði þann 19. júl. 2021
3 mín. lestur
Síðast uppfært 24. ágú. 2022

Aðalatriði

  • Ef gestur afbókar hjá þér gildir afbókunarreglan þín

  • Samþykkir þú breytingu á bókun gests munt þú fá útborgað einum sólarhring frá nýjum innritunartíma viðkomandi

  • Veldu afbókunarregluna sem hentar þér

Lífið er óútreiknanlegt og því getur komið fyrir að gestir þurfi að hætta við eða breyta bókunum. Þótt gestur afbóki gætir þú samt enn fengið greiðslu eða það sem við köllum útborgun en það fer eftir afbókunarreglunni hjá þér og með hversu löngum fyrirvara gesturinn afbókar.

Hér er það sem tekur við þegar gestur afbókar, gerir breytingu á bókun eða óskar eftir endurgreiðslu að hluta til.

Þegar gestur hættir við bókun

Ef gestur afbókar hjá þér gildir afbókunarreglan þín. Ef þú átt inni útborgun mun hún yfirleitt berast þér innan eins sólarhrings frá áætluðum innritunartíma gestsins.

Ef þú ert til dæmis með stífa afbókunarreglu og gestur þinn afbókar minna en sjö dögum fyrir innritun færðu greitt það sem nemur 100% gistináttaverðsins fyrir allar næturnar, að frádregnum sköttum og gjöldum. Greiðslan verður millifærð einum sólarhringi eftir áætlaðan innritunartíma gestsins. Gjald fyrir ræstingar, gæludýr eða viðbótargesti er ekki innifalið ef gesturinn innritar sig ekki.

Þú getur alltaf skoðað upplýsingar um útborganir eða leiðréttingar í færsluskránni þinni.

Frekari upplýsingar um hvernig þú færð greitt

Þegar gestur breytir bókun

Ef gestur breytir bókun sendum við yfirleitt greiðsluna einum sólarhring frá nýjum innritunartíma viðkomandi. Ef um bókun fyrir lengri gistingu er að ræða færðu mánaðarlega útborgun.

Ef þú samþykkir til dæmis breytingabeiðni um að gestur komi í 10 daga í ágúst í staðinn fyrir 10 daga í júní og breytingarnar eru gerðar með nægum fyrirvara þannig að afbókunarreglan þín eigi ekki við, sendum við þér útborgun einum sólarhring frá nýjum innritunartíma gestsins.

Ef gestur breytir bókun sinni meðan á dvöl stendur gæti það haft áhrif á næstu útborganir til þín.

Ef gestur innritar sig til dæmis í 20 daga bókun, sendum við þér útborgun einum sólarhring frá innritunartíma viðkomandi. Ef viðkomandi þarf hins vegar að afbóka og fara í burt á tíunda degi og þú ert með sveigjanlega afbókunarreglu, átt þú rétt á greiðslu fyrir hverja gistinótt sem gesturinn nýtir auk einnar nætur til viðbótar.

Í þessu tilfelli yrði mismunurinn vegna endurgreiðslunnar af hluta til dreginn af næstu útborgunum til þín þar sem heildarútborgun hefði nú þegar borist þér.

Þegar gestur óskar eftir endurgreiðslu

Ef gestur innritar sig í eign þína og býst við tilteknum þægindum sem eru annaðhvort biluð eða ekki til staðar getur viðkomandi óskað eftir endurgreiðslu að hluta til. Ef heiti potturinn er til dæmis einn helstu eiginleika villunnar þinnar og hann bilar óvænt gæti gesturinn haft samband við þig og óskað eftir endurgreiðslu að hluta til.

Það sama á við hér ef þú samþykkir endurgreiðslu að hluta til að kostnaðurinn verður dreginn af næstu útborgunum til þín þar sem heildarútborgun hefði nú þegar borist þér. Þú getur einnig endurgreitt gestum í gegnum úrlausnarmiðstöðina. Ef þú sendir greiðslu á þann hátt mun það ekki hafa áhrif á næstu útborganir til þín.

Verndaðu þig gegn afbókunum

Þú hefur að sjálfsögðu enga stjórn á því hvort gestur hætti við eða þurfi að breyta bókun sinni. Hins vegar getur þú verið viss um að vera með stillingarnar sem henta þér með því að lesa meira um afbókunarreglur gesta og valið þá réttu fyrir þig.

Það er líka góð regla að sinna reglulegu viðhaldi og eiga samskipti við gesti á mikilvægum stundum svo að þú getir verið viss um að allt sé til reiðu til að taka á móti gestum í eigninni og getir brugðist við ef eitthvað fer úrskeiðis.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Ef gestur afbókar hjá þér gildir afbókunarreglan þín

  • Samþykkir þú breytingu á bókun gests munt þú fá útborgað einum sólarhring frá nýjum innritunartíma viðkomandi

  • Veldu afbókunarregluna sem hentar þér

Airbnb
19. júl. 2021
Kom þetta að gagni?